Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 17. september 2016 19:15 Jón Arnór Stefánsson í hörðum slag í dag mynd/bára dröfn kristinsdóttir Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira