Jeb Bush í vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2015 08:45 Jeb Bush, Marco Rubio, Donald Trump, Ben Carson og Carly Fiorina. Vísir/AFP Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira