Serbar í undanúrslit eftir 14 stiga sigur á Tékkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2015 18:28 Teodosic og félagar eru komnir í undanúrslitin en margir spá þeim sigri á EM. vísir/getty Milos Teodosic átti enn einn stórleikinn þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, með sigri á Tékklandi í dag. Lokatölur 89-75, Serbum í vil. Þessi 28 ára gamli leikstjórnandi CSKA Moskva hefur spilað stórvel á EM en hann var með 12 stig og 14 stoðsendingar í dag. Zoran Erceg var stigahæstur í liði Serba með 20 stig en Miroslav Raduljica kom næstur með 16 stig. Nemanja Bjelica átti einnig flottan leik með 14 stig og 10 fráköst. Tékkar voru með yfirhöndina framan af leik og náðu mest átta stiga forskoti, 6-14. Serbar unnu sig inn í leikinn og að loknum 1. leikhluta var staðan jöfn, 21-21. Serbarnir voru með yfirhöndina í 2. leikhluta en Tékkarnir voru aldrei langt undan. Það munaði aðeins þremur stigum, 45-42, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Serbía var áfram með yfirhöndina í 3. leikhluta og Stefan Markovic kom liðinu tíu stigum yfir, 65-55, þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Tékkland endaði 3. leikhlutann hins vegar á 8-2 spretti og því munaði einungis fjórum stigum, 67-63, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Lokaleikhlutinn var eign Serba en Tékkarnir skoruðu aðeins fjórar körfur í öllum leikhlutanum. Serbía sýndi mátt sinn og megin og vann að lokum 14 stiga sigur, 89-75. Jan Vesely skoraði 23 stig fyrir Tékkland og tók 10 fráköst. Tomás Satoransky kom næstur með 20 stig en Tékka vantaði betra framlag frá bekknum en varamenn þeirra skoruðu aðeins 14 stig gegn 50 stigum varamanna Serba. Serbía mætir annað hvort Ítalíu eða Litháen í undanúrslitunum en liðin mætast í fjórða og síðasta leiknum í 8-liða úrslitum síðar í kvöld. EM 2015 í Berlín Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Milos Teodosic átti enn einn stórleikinn þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, með sigri á Tékklandi í dag. Lokatölur 89-75, Serbum í vil. Þessi 28 ára gamli leikstjórnandi CSKA Moskva hefur spilað stórvel á EM en hann var með 12 stig og 14 stoðsendingar í dag. Zoran Erceg var stigahæstur í liði Serba með 20 stig en Miroslav Raduljica kom næstur með 16 stig. Nemanja Bjelica átti einnig flottan leik með 14 stig og 10 fráköst. Tékkar voru með yfirhöndina framan af leik og náðu mest átta stiga forskoti, 6-14. Serbar unnu sig inn í leikinn og að loknum 1. leikhluta var staðan jöfn, 21-21. Serbarnir voru með yfirhöndina í 2. leikhluta en Tékkarnir voru aldrei langt undan. Það munaði aðeins þremur stigum, 45-42, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Serbía var áfram með yfirhöndina í 3. leikhluta og Stefan Markovic kom liðinu tíu stigum yfir, 65-55, þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Tékkland endaði 3. leikhlutann hins vegar á 8-2 spretti og því munaði einungis fjórum stigum, 67-63, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Lokaleikhlutinn var eign Serba en Tékkarnir skoruðu aðeins fjórar körfur í öllum leikhlutanum. Serbía sýndi mátt sinn og megin og vann að lokum 14 stiga sigur, 89-75. Jan Vesely skoraði 23 stig fyrir Tékkland og tók 10 fráköst. Tomás Satoransky kom næstur með 20 stig en Tékka vantaði betra framlag frá bekknum en varamenn þeirra skoruðu aðeins 14 stig gegn 50 stigum varamanna Serba. Serbía mætir annað hvort Ítalíu eða Litháen í undanúrslitunum en liðin mætast í fjórða og síðasta leiknum í 8-liða úrslitum síðar í kvöld.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira