Erlent

Ljónaslátrarinn finnst ekki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cecil yrði ekki lengi að þefa uppi tannlækninn.
Cecil yrði ekki lengi að þefa uppi tannlækninn. Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja ná tali af Walter James Palmer, tannlækninum sem felldi ljónið Cecil. Þau geta hinsvegar ekki fundið hann.

Fulltrúar bandarísku Fiski- og náttúrulífsstofnunarinnar hafa leitað Palmers á heimili hans, tannlæknastofu, hringt í öll símanúmer sem honum tengjast og sent honum ógrynni tölvupósta, en allt kemur fyrir ekki. Palmer er hvergi að finna.

„Ég er viss um að hann viti að við viljum ræða við hann“ sagði Ed Grace, yfirmaður löggæslusviðs stofnunarinnar.

Ef bandarísk yfirvöld ná í skottið á Palmer gæti hann staðið frammi fyrir því að vera framseldur til Zimbabwe en umhverfisráðherra landsins vill að svo verði gert.

Viðbrögð við drápinu á ljóninu Cecil hafa vakið afskaplega hörð viðbrögð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×