Erlent

Fjöldi fólks lést í sprengingu í suðurhluta Tyrklands

Atli Ísleifsson skrifar
Suruc er skammt frá sýrlensku landamærunum, nærri borginni Kobane.
Suruc er skammt frá sýrlensku landamærunum, nærri borginni Kobane. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tíu manns létust þegar sprenging varð í menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, nærri landamærunum að Sýrlandi.

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. Tuttugu manns hið minnsta særðust í sprengingunni, sem varð í garði menningarmiðstöðvarinnar.

Suruc er að finna skammt frá sýrlensku borginni Kobane.

Uppfært 10:33: Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að tuttugu manns hafi látist í sprengingunni.

Uppfært 11:15: Að minnsta kosti 27 manns fórust í sprengingunni. Í frétt BBC segir að enn liggi fyrir um eðli sprengingarinnar þó að fregnir hafi borist af því að um sjálfsvígssprengjuárás hafi verið að ræða. Þar segir einnig að liðsmenn ungmennasamtaka sósíalísta hafi verið komnir saman í garðinum þegar sprengingin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×