LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 07:15 LeBron James reynir sigurskot með Iguodala á móti sér. vísir/getty Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum: NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum:
NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira