Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. maí 2015 07:32 Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur lengi þrætt fyrir spillingu innan sambandsins. Vísir/AFP Lögreglan í Sviss handtók í morgun sjö háttsetta starfsmenn FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem grunaðir eru um spillingu. Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi af ýmsu tagi síðustu tuttugu árin og er talið að upphæðirnar sem um ræðir nemi um hundrað milljónum bandaríkjala. Fastlega er búist við að mennirnir verði framseldir til Bandaríkjanna síðar í dag. Hinir handteknu eru af ýmsum þjóðernum en þeir voru allir staddir í Zurich í Sviss þar sem ársfundur FIFA fer fram á föstudaginn kemur. Forseti FIFA, hinn umdeildi Sepp Blatter, sækist þá eftir endurkjöri. Hann er ekki á meðal hinna handteknu en hann hefur um árabil margsinnis verið sakaður um spillingu innan sambandsins. Talið er að handtökurnar gætu sett strik í reikninginn fyrir endurkjör hans. Uppfært 8.15Að því er BBC greinir nú frá eru Jeffrey Webb, einn varaforseta FIFA, og Eugenio Figueredo, forseti knattspyrnusambands Suður-Ameríku (CONMEBOL), meðal þeirra handteknu. FIFA hefur boðað blaðamannafund klukkan níu að íslenskum tíma.Uppfært 9:45 Blaðamannafundinum er lokið. Fjölmiðlafulltrúi FIFA staðfesti meðal annars að forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru á föstudag muni fara fram. Sjá hér.Uppfært 11:00 Fyrstu erlendu fréttir af málinu sögðu sex hafa verið handtekna en þeir reyndust sjö. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Líkja Sepp Blatter við bæði Jesús og Nelson Mandela Sepp Blatter, forseti FIFA, ætti að geta treyst á nokkur atkvæði frá löndum Norður- og Mið-Ameríku í komandi forsetakosningunum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 17. apríl 2015 09:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Lögreglan í Sviss handtók í morgun sjö háttsetta starfsmenn FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem grunaðir eru um spillingu. Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi af ýmsu tagi síðustu tuttugu árin og er talið að upphæðirnar sem um ræðir nemi um hundrað milljónum bandaríkjala. Fastlega er búist við að mennirnir verði framseldir til Bandaríkjanna síðar í dag. Hinir handteknu eru af ýmsum þjóðernum en þeir voru allir staddir í Zurich í Sviss þar sem ársfundur FIFA fer fram á föstudaginn kemur. Forseti FIFA, hinn umdeildi Sepp Blatter, sækist þá eftir endurkjöri. Hann er ekki á meðal hinna handteknu en hann hefur um árabil margsinnis verið sakaður um spillingu innan sambandsins. Talið er að handtökurnar gætu sett strik í reikninginn fyrir endurkjör hans. Uppfært 8.15Að því er BBC greinir nú frá eru Jeffrey Webb, einn varaforseta FIFA, og Eugenio Figueredo, forseti knattspyrnusambands Suður-Ameríku (CONMEBOL), meðal þeirra handteknu. FIFA hefur boðað blaðamannafund klukkan níu að íslenskum tíma.Uppfært 9:45 Blaðamannafundinum er lokið. Fjölmiðlafulltrúi FIFA staðfesti meðal annars að forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru á föstudag muni fara fram. Sjá hér.Uppfært 11:00 Fyrstu erlendu fréttir af málinu sögðu sex hafa verið handtekna en þeir reyndust sjö.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Líkja Sepp Blatter við bæði Jesús og Nelson Mandela Sepp Blatter, forseti FIFA, ætti að geta treyst á nokkur atkvæði frá löndum Norður- og Mið-Ameríku í komandi forsetakosningunum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 17. apríl 2015 09:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Líkja Sepp Blatter við bæði Jesús og Nelson Mandela Sepp Blatter, forseti FIFA, ætti að geta treyst á nokkur atkvæði frá löndum Norður- og Mið-Ameríku í komandi forsetakosningunum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 17. apríl 2015 09:30