Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Akureyri 22-17| Mosfellingar í annað sætið Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosó skrifar 12. febrúar 2015 13:44 vísir/valli Afturelding lagði Akureyri 22-17 á heimavelli í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding var einu marki yfir í hálfeik 11-10 þrátt fyrir nokkra yfirburði. Heimamenn fóru illa með fjölda dauðafæra í fyrri hálfleik. Það stóð ekki steinn yfir steini í sókn Akureyri lengi framan af eða allt þar til gamalreyndi Heimir Örn Árnason tók við leikstjórninni en hann lék aðeins varnarleikinn framan af. Akureyri átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi en með Heimi við stjórnvölinn færðist meiri ró yfir leik liðsins sem réð um leið betur við vörn Aftureldingar. Engu að síður geta Mosfellingar fyrst og fremst kennt sjálfum sér um það hve leikurinn var jafn í hálfleik því liðið fór eins og áður segir mjög illa með fjölmörg dauðafæri. Mikið jafnvægi var á leiknum framan af seinni hálfleik en um miðbik hans hrundi sóknarleikur Akureyrar. Liðið tapaði boltanum klaufalega sókn eftir sókn og Mosfellingar gengu á lagið með auðveldum mörkum. Afturelding náði fjögurra marka forystu og náði Akureyri aldrei að minnka það forskot. Það var því lítil spenna á síðustu mínútum leiksins þó Tomas Olason ætti stórleik í markinu og færi langt með að halda sínu liði inni í leiknum allt til loka. Sóknarleikur Akureyrar varð liðinu að falli, sérstaklega í byrjun leiks og aftur síðasta stundarfjórðunginn. Afturelding lék mjög góða vörn og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur sóknarleikur liðsins var betri en 22 mörk gefa til kynna. Afturelding lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Akureyri er enn um miðja deild. Örn Ingi: Spiluðum tudda vörn„Það var kraftur og seigla í okkur í kvöld. Akureyri er kraftalið og við vissum alveg hvað þurfti til. Við þurftum að spila af sömu hörku ef ekki meiri til að vinna,“ sagði Örn Ingi Bjarkason leikstjórnandi Aftureldingar. „Við getum þetta. Við sýndum að við erum hörku lið. Við töluðum um það að þegar það líður að vori þá þurfum við að sýna alvöru leiki og halda dampi. Nú er allt upp á við hjá okkur. „Mér fannst við spila tudda vörn. Við náum að brjóta mikið. Náum að blokka og það sem mestu skiptir er að við vorum hreyfanlegir í vörninni. Við höfum verið staðir að undanförnu en núna færðum við allir sem einn og það gerði gæfu muninn varnarlega séð,“ sagði Örn Ingi sem segir það eina neikvæða við leikinn hve illa leikmenn fóru með dauðafærin. „Við vorum svekktir með okkur í hálfleik og getum verið svekktir með okkur eftir leik að hafa ekki nýtt þessi færi. Það fóru nokkur víti og fullt af fyrsta tempói hraðaupphlaupum. Við eigum nóg inni en spiluðum samt vel. „Við vissum að ef við myndum halda einbeitingu og aga út allan leikinn þá erum við alltaf á góðu róli. Ef við skilum því þá skilum við yfirleitt alltaf góðum úrslitum,“ sagði Örn Ingi. Heimir: Eitthvað í hausnum á mönnum„Horfum bara á töfluna, 17 mörk. Það er fáránlegt,“ sagði Heimir Örn Árnason aðspurður hvort sóknarleikurinn hafi orðið liðinu að falli í kvöld. „Þeir hefðu getað refsað okkur meira. Við vorum allt of staðir og ekki að gera það sem við erum að gera á æfingum. Það er eitthvað hik í mönnum í þessari sókn. Þetta kemur vonandi. „Það er nóg eftir en við þurfum að fara að bæta í sóknina annars er þetta ekki hægt. 22 mörk fengin á sig eiga að skila einu til tveimur stigum. „Við erum að spila ágætis vörn en það skilar okkur engu. „Þetta er búið að gerast í fyrstu þremur leikjunum eftir áramót. Þetta var eiginlega copy/paste af ÍR og Vals leiknum. Við spilum vel og framan af og svo kemur tíu mínútna kafli þar sem við gjörsamlega klúðrum þessum leikjum á augabragði. „Þetta er eitthvað í hausnum á mönnum sem við þurfum að laga,“ sagði Heimir sem segir liðið aðeins taka eitt jákvætt út úr leiknum. Frammistöðu Tomas Olason í markinu. „Hann var frábær. Hann var yndislegur. Ég veit að hans danske familie kom að horfa á þetta hjá honum. Þess vegna var hann alveg óður og varði eins og enginn væri morgundagurinn. Hann var eiginlega það eina jákvæða.“ Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Afturelding lagði Akureyri 22-17 á heimavelli í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding var einu marki yfir í hálfeik 11-10 þrátt fyrir nokkra yfirburði. Heimamenn fóru illa með fjölda dauðafæra í fyrri hálfleik. Það stóð ekki steinn yfir steini í sókn Akureyri lengi framan af eða allt þar til gamalreyndi Heimir Örn Árnason tók við leikstjórninni en hann lék aðeins varnarleikinn framan af. Akureyri átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi en með Heimi við stjórnvölinn færðist meiri ró yfir leik liðsins sem réð um leið betur við vörn Aftureldingar. Engu að síður geta Mosfellingar fyrst og fremst kennt sjálfum sér um það hve leikurinn var jafn í hálfleik því liðið fór eins og áður segir mjög illa með fjölmörg dauðafæri. Mikið jafnvægi var á leiknum framan af seinni hálfleik en um miðbik hans hrundi sóknarleikur Akureyrar. Liðið tapaði boltanum klaufalega sókn eftir sókn og Mosfellingar gengu á lagið með auðveldum mörkum. Afturelding náði fjögurra marka forystu og náði Akureyri aldrei að minnka það forskot. Það var því lítil spenna á síðustu mínútum leiksins þó Tomas Olason ætti stórleik í markinu og færi langt með að halda sínu liði inni í leiknum allt til loka. Sóknarleikur Akureyrar varð liðinu að falli, sérstaklega í byrjun leiks og aftur síðasta stundarfjórðunginn. Afturelding lék mjög góða vörn og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur sóknarleikur liðsins var betri en 22 mörk gefa til kynna. Afturelding lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Akureyri er enn um miðja deild. Örn Ingi: Spiluðum tudda vörn„Það var kraftur og seigla í okkur í kvöld. Akureyri er kraftalið og við vissum alveg hvað þurfti til. Við þurftum að spila af sömu hörku ef ekki meiri til að vinna,“ sagði Örn Ingi Bjarkason leikstjórnandi Aftureldingar. „Við getum þetta. Við sýndum að við erum hörku lið. Við töluðum um það að þegar það líður að vori þá þurfum við að sýna alvöru leiki og halda dampi. Nú er allt upp á við hjá okkur. „Mér fannst við spila tudda vörn. Við náum að brjóta mikið. Náum að blokka og það sem mestu skiptir er að við vorum hreyfanlegir í vörninni. Við höfum verið staðir að undanförnu en núna færðum við allir sem einn og það gerði gæfu muninn varnarlega séð,“ sagði Örn Ingi sem segir það eina neikvæða við leikinn hve illa leikmenn fóru með dauðafærin. „Við vorum svekktir með okkur í hálfleik og getum verið svekktir með okkur eftir leik að hafa ekki nýtt þessi færi. Það fóru nokkur víti og fullt af fyrsta tempói hraðaupphlaupum. Við eigum nóg inni en spiluðum samt vel. „Við vissum að ef við myndum halda einbeitingu og aga út allan leikinn þá erum við alltaf á góðu róli. Ef við skilum því þá skilum við yfirleitt alltaf góðum úrslitum,“ sagði Örn Ingi. Heimir: Eitthvað í hausnum á mönnum„Horfum bara á töfluna, 17 mörk. Það er fáránlegt,“ sagði Heimir Örn Árnason aðspurður hvort sóknarleikurinn hafi orðið liðinu að falli í kvöld. „Þeir hefðu getað refsað okkur meira. Við vorum allt of staðir og ekki að gera það sem við erum að gera á æfingum. Það er eitthvað hik í mönnum í þessari sókn. Þetta kemur vonandi. „Það er nóg eftir en við þurfum að fara að bæta í sóknina annars er þetta ekki hægt. 22 mörk fengin á sig eiga að skila einu til tveimur stigum. „Við erum að spila ágætis vörn en það skilar okkur engu. „Þetta er búið að gerast í fyrstu þremur leikjunum eftir áramót. Þetta var eiginlega copy/paste af ÍR og Vals leiknum. Við spilum vel og framan af og svo kemur tíu mínútna kafli þar sem við gjörsamlega klúðrum þessum leikjum á augabragði. „Þetta er eitthvað í hausnum á mönnum sem við þurfum að laga,“ sagði Heimir sem segir liðið aðeins taka eitt jákvætt út úr leiknum. Frammistöðu Tomas Olason í markinu. „Hann var frábær. Hann var yndislegur. Ég veit að hans danske familie kom að horfa á þetta hjá honum. Þess vegna var hann alveg óður og varði eins og enginn væri morgundagurinn. Hann var eiginlega það eina jákvæða.“
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira