Forsetakjör

Fréttamynd

Mun dræmari kjörsókn

Kjörsókn í forsetakosningunum virðist almennt dræmari nú en áður. Klukkan 13 höfðu 12,17% kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður komið á kjörstað. Í forsetakosningunum 1996, þegar Reykjavík var eitt kjördæmi, var kjörsókn á sama tíma 18,53%.

Innlent
Fréttamynd

Eiginkonur kjósa ekki

Forsetaframbjóðendurnir þrír hafa auðvitað ekki hugmynd um hverjir kjósa þá og hverjir ekki. Eitt geta þeir þó allir verið vissir um, og það er að eiginkonur þeirra greiða þeim ekki atkvæði. Það er forvitinlegt að allar eiginkonur frambjóðendanna eru útlendingar og enginn þeirra hefur kosningarétt á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar í dag

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi

Í Norðvesturkjördæmi hafa nú verið talin 500 atkvæði en talning þar fór seint af stað. Litlar breytingar eru á fylgi frambjóðendanna miðað við fyrstu tölur úr öðrum kjördæmum.

Innlent
Fréttamynd

Lokasprettur frambjóðenda

Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið en kosningu lýkur klukkan 22 annað kvöld. Þótt áhugi fyrir þessum kosningum hafi ekki verið talinn mikill var annað að sjá hjá sýslumanninum í Reykjavík í dag þar sem streymdi fólk að til að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór á Gauknum annað kvöld

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi mun halda móttöku fyrir stuðningmenn sýna annað kvöld á Gauk á stöng í miðbæ Reykjavíkur. Ástþór kynntist konu sinni Natalíu Wium á Gauk á Stöng á á styrktartónleikum mæðrastyrksnefndar fyrir um þremur árum og þótti þeim við hæfi að bjóða stuðningsfólki sínu þangað. Móttakan verður 26. júní milli 22 og 00.

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega 5.000 búnir að kjósa

Alls voru 5336 manns búnir að skila inn utankjörstaðaratkvæði til sýslumannsins í Reykjavík í gær en kosningar um forseta Íslands fara fram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tölur klukkan 22

Atkvæðatalning í forsetakosningunum hefst klukkan 19:00 í kvöld í öllum kjördæmum landsins  og er búist við fyrstu tölum klukkan 22:00

Innlent
Fréttamynd

Ólafur getur vel við unað

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur það ekki vera áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson þótt hlutfall auðra seðla verði hátt í forsetakosningunum á laugardaginn kemur.

Innlent
Fréttamynd

Eruð þið ekki með eyru spyr Baldur

"Þarf ég að skutla ykkur heim? Eruð þið ekki með eyru? Ég vil ekki tala við ykkur," sagði Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi afundinn við útsendara DV þegar þeir hugðust fylgjast með Baldri í heimsókn í sjónvarpsþættinum 70 mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að viðhalda kosningarétti

Íslendingar búsettir erlendis halda kosningarétti sínum í átta ár, en eftir það þarf að viðhalda honum með því að skrá sig sérstaklega á kjörskrá og gildir skráningin í fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Fáir hafa kosið utan kjörstaðar

Helmingi færri hafa greitt atkvæði utankjörfundar nú en fyrir síðustu forsetakosningar. Þrátt fyrir það var þó nokkuð að gera hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík í dag þar sem margir voru að nýta atkvæðisréttinn. 547 greiddu þar atkvæði í dag, en samtals eru 2957 búnir að kjósa í Skógarhlíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtungur skilar auðu á laugardag

Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar með 70% fylgi

Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður forsetakosninga á laugardag verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

35 þúsund kjósa í fyrsta sinn

Hagstofan hefur gefið út kjörskrárstofn vegna forsetakjörsins næstkomandi laugardag. Alls eru 213.553 kjósendur á kjörskrá samkvæmt stofninum, 107.119 konur og 106.434 karlar. Sveitarfélög semja endanlega kjörskrá upp úr kjörskrárstofni Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur með álíka fylgi og Vigdís

Ólafur Ragnar Grímsson virðist njóta álíka fylgis og Vigdís Finnbogadóttir í forsetakosningunum 1988, þegar litið er til þeirra sem taka afstöðu til frambjóðenda. Samkvæmt könnun Gallup stefnir þó í að auðir seðlar og ógildir verði margfalt fleiri að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

19 þúsund fleiri á kjörskrá

Hátt í nítján þúsund fleiri verða á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar núna, en voru fyrir síðustu forsetakosningar árið 1996. Þetta er fjölgun upp á tæp tíu prósent. Samkvæmt kjörskrárstofni sem Hagstofan hefur unnið fyrir sveitarfélögin til að semja kjörskrár eftir, mega 213.553 kjósa núna.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór mætir ekki í upptöku RÚV

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi telur sér ekki fært að mæta í sjónvarpsupptöku RÚV á þriðjudagsmorgun þar sem ástæða sé til að ætla að þátturinn verði ritskoðaður og síðan klipptur og skorinn eftir geðþótta starfsmanna RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Segir RÚV beita ritskoðun

Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur hafnað boði um að mæta til sjónvarpsupptöku hjá Ríkissjónvarpinu á morgun þar sem hann ætlar að starfsmenn stofnunarinnar klippi þáttinn til í brenglaðri mynd.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur hefði neitað EES-samningnum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin.

Innlent
Fréttamynd

„Kostar líka sitt að hafa einræði“

Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Forseti neitar stríði við Alþingi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór afhendir Ólafi áskorun

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í húsi Ríkisútvarpsins eftir hádegi og afhenti honum bréf með áskorun um að mæta sér í kappræðum. Bréf Ástþórs er stílað á Hans hátign herra forseta Ólaf Ragnar Grímsson.

Innlent
Fréttamynd

Frambjóðendur ógna ekki forsetanum

"Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór óánægður með Ólaf Ragnar

Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forsetaembættið ekki pólitískara

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann ætli ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. Hann segist ekki hafa hannað þá atburðarás sem færði fjölmiðlafrumvarpið í hendur forseta Íslands. Hann segir tal um vanhæfi sitt vegna Norðurljósa ævintýralega vitleysu.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn er ekki bara puntudúkka

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður.

Innlent
Fréttamynd

Mun færri kjósa utan kjörfundar

Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Forseti fagnar ummælum Vigdísar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segist í viðtali við DV fagna því að Vigdís Finnbogadóttir forveri sinn í forsetaembætti skuli telja málskotsréttinn svo vakandi og sterkan, að hún lýsi því nú yfir að hún hefði beitt honum í Kárahnjúkamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Forseti fagnar ummælum Vigdísar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segist í viðtali við DV fagna því að Vigdís Finnbogadóttir, forveri sinn í forsetaembætti, skuli telja málskotsréttinn svo vakandi og sterkan að hún lýsi því nú yfir að hún hefði beitt honum í Kárahnjúkamálinu.

Innlent