Ísland í dag

Fréttamynd

Dansinn reif Sollu úr kulnun

Solla Eiríks er líklegast þekktust fyrir að vera algjör frumkvöðull á sviði hollustufæðis hér á landi. Núna er Solla að taka þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og segist vera komin í mun betra form eftir að æfingar hófust.

Lífið
Fréttamynd

Evu Maríu hótað þegar hún stofnaði Sætar syndir

Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í síðastliðinn föstudag á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

„Ég man að ég hugsaði að þetta væri eitthvað minniháttar“

Aron Sigurvinsson er 21 árs fótboltastrákur sem spilað hefur með Hetti á Egilsstöðum. Hann er búsettur í Mosfellsbæ og í fyrra kláraði hann stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund. Til stóð að hann byrjaði í lögfræði í haust en þá lenti hann í alvarlegu bílslysi.

Lífið
Fréttamynd

Sigga Beinteins fékk blóðtappa

Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna.

Lífið
Fréttamynd

Býr sig undir að sjá föðurfjölskylduna aldrei aftur

Saga Nazari er ung tónlistar- og útvarpskona á X-inu 977. Hún hafði einungis verið í gagnkynhneigðum samböndum, allt þar til í fyrra, þegar hún varð ástfangin af stelpu í fyrsta sinn. Sú stelpa kom svo út sem trans-strákurinn Bjarki Steinn Pétursson stuttu seinna.

Lífið
Fréttamynd

„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters.

Lífið
Fréttamynd

Karítas var ranglega greind með mígreni sem reyndist vera ólæknandi heilaæxli

Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata.

Lífið