Sund

Fréttamynd

Dæmdur í 14 mánaða bann vegna myndar á Instagram

Margverðlaunaði sundkappinn Ryan Lochte mun ekki keppa í sundi á næstu 14 mánuðum því hann var settur í bann vegna brota á lyfjareglum. Upp komst um brotið eftir að kappinn setti sjálfur mynd á samfélagsmiðla.

Sport
Fréttamynd

Félagið vildi fara nýjar leiðir

Eftir tíu ára störf fyrir Ægi sem hefur skilað mörgu af fremsta sundfólki landsins tók félagið ákvörðun um að segja upp þjálfaranum Jacky Pellerin. Markmiðið er að finna þjálfara sem vill byggja upp grasrótina.

Sport
Fréttamynd

Eygló tvöfaldur Íslandsmeistari

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann sín önnur gullverðlaun á Íslandsmótinu í sundi í Laugardalslaug í dag þegar hún sigraði 100m baksundi.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur hætt að keppa á stórmótum

Hrafnhildur Lúthersdóttir er hætt keppni á stórmótum erlendis, eins og liðsfélagi hennar Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Þetta tilkynntu þær á þakkargjörðarhátið sem þær héldu í Ásvallalaug í dag.

Sport
Fréttamynd

Ingibjörg og Eygló hvorugar áfram

Ingibjörg Kristín, Eygló Ósk og Aron Örn komust ekki áfram í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Aron Örn færðist nær Íslandsmetinu

Aron Örn Stefánsson bætti árangur sinn í 50 metra skriðsundi um sjö hundraðshluta úr sekúndu þegar hann synti í undanrásum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn í morgun. Aron synti á 22,47 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk komst ekki áfram

Eygló Ósk Gústafsdóttir var langt frá sínu besta og komst ekki í undanúrslit í 100 metra baksundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Kaupmannahafn.

Sport
Fréttamynd

Thelma synti á nýju Íslandsmeti

Thelma Björg Björnsdóttir setti í nótt nýtt Íslandsmet á lokadegi Heimsmeistaramóts fatlaðra í 50m laug sem fram fór í Mexíkó.

Sport