Fjöldi fólks var samankominn á flugvellinum í Hangzhou til að fagna Yang sem vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi á HM í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Aðdáendur Suns héldu á myndum af honum og skiltum með hvetjandi skilaboðum.
Drugs cheat Chinese swimmer Sun Yang returns home following furious at World Championships https://t.co/JkhoYtlTjWpic.twitter.com/xwk3RbQfur
— Distinct Athlete (@DistinctAthlete) July 29, 2019
Sun er afar umdeildur innan sundheimsins en hann var dæmdur í þriggja mánaða bann eftir að hann féll á lyfjaprófi 2014. Örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans.
Eftir að hafa tekið út bannið sneri Sun aftur í laugina og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna, þ.á.m. til tvennra gullverðlauna á HM í Gwangju sem lauk um helgina. Margir af helstu keppninautum Suns telja að hann eigi ekki að fá að keppa og tveir þeirra mótmæltu á áberandi hátt á HM í Gwangju.
Í bæði 200 og 400 metra skriðsundi neituðu verðlaunahafar að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun. Skotinn Duncan Scott varð þriðji í 200 metra skriðsundi og Ástralinn Mack Horton tók silfrið í 400 metra skriðsundinu. Báðir neituðu þeir að deila verðlaunapallinum með Sun og vildu ekki láta taka myndir af sér með honum.
Sun svaraði fyrir sig, öskraði á Scott að hann væri tapsár og sakaði Horton um að sýna Kína vanvirðingu með uppátæki sínu.
Sun, Scott og Horton voru allir áminntir af Alþjóðalega sundsambandinu fyrir framkomu sína.