
Jólafréttir

Ostakrækir hnuplar úr Búrinu
Írskur gáda-osthleifur var numinn á brott af heimili sínu í fyrrinótt og skömmu síðar varpað á jörðina. Osturinn, sem staðið hafði á afgreiðsluborði ostaverslunarinnar Búrsins við Nóatún, komst aftur óskaddaðar í réttar hendur.

Jólasveinar, móðir og másandi
Jólasveinar eru nú á harðahlaupum út um allan heim til þess að styrkja góð málefni.

Jólalestin lögð af stað
Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin hélt af stað fyrir um klukkutíma frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi. Hún mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 18:00. Þaðan verður ferðinni áfram haldið til kl. 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 km löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófst.

Ómótstæðileg jólakort
Jólakort úr hvítu súkkulaði með jólakveðju og mynd eru til þess fallin að gleðja ættingja og vini með óvæntum hætti. Sumir veigra sér þó við því að borða sína nánustu en erfitt er að standast freistinguna.

Ásdís Rán og Garðar með jólaboð á Oliver
Hjónakornin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugssonar hafa ekki mikinn tíma hér á landi yfir hátíðirnar oghafa af þeirri ástæðu ákveðið að halda ,,lítið jólaboð" á Café Oliver næstkomandi laugardag fyrir fjölskyldu og vini.

Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag
Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýðir Austurvöll þessi jól er tólf metra hátt og var höggvið í Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Oslóarbúa. Jólsveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Stúfur ætla að mæta á svæðið og syngja nokkur jólalög.

Requiem Mozarts á miðnætti
Laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember næstkomandi flytur Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfoníuhljómsveit og einsöngvurum Requiem Mozarts í Langholtskirkju.

Jólaþorpið á Thorsplani opnað
Búið er að opna jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði. Ýmislegt í boði í þorpinu, handverk og hönnun, heimabakaðar kökur, sultur og annað góðgæti, handmáluð kerti og jólakúlur, dúkkuföt, myndlist, leirlist svo fátt eitt sé nefnt.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnaður í dag
Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólamarkaðinn við Elliðvatn í Heiðmörk í dag. Þar er hægt að fá íslensk jólatré af öllum stærðum og gerðum og ýmis konar handverk.

Jólaljósin tendruð á Miðbakka
Ljósin á jólatrénu frá Hamborg sem er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð í dag klukkan fimm. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhendir forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, ávarpar samkomuna og tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar.

Jólakúlur, brjóstsykur og hekl á örnámskeiðum Heimilisiðnaðarfélagsins
Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir nokkrum „örnámskeiðum" á morgun, sem öl tengjast jólunum á einn eða annan hátt. Meðal þess sem hægt verður að læra er að þæfa jólajúlur, búa til brjóstsykur og hekla jólaseríur.

Íslensk hönnun er jólagjöfin í ár
Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun, að mati rannsóknarseturs verslunarinnar. Efnahagslægðin setur sitt mark á valið, en undanfarin ár hafa GPS-tæki, lófatölvur og safapressur orðið fyrir valinu.

Oxford bannar jól
Bæjaryfirvöld í Oxford í Bretlandi hafa ákveðið að nota ekki orðið „jól" yfir hátíðarhöld á sínum vegum í desember. Í staðinn munu hátíðarhöldin sem sumir kalla jól ganga undir nafninu „Vetrarljósahátíð".

Þriðji hver Dani í messu á aðfangadag
Í könnun sem gerð var fyrir Kristeligt Dagblad kemur fram að tæplega þriðjungur eða 31% Dana ætla sér að fara í messu á aðfangadag.

Þorgeir Ástvalds og Ómar Ragnarsson segja Hemma jólasveinasögur
Hemmi Gunni verður með veglegt jólaboð í þætti sínum Enn á tali kl. 16. á Þorláksmessu. Að sögn Hemma er stefnt að þætti með hátíðarblæ þar sem hlátur, hressleiki og hamingja verður þó ekki langt undan.

Brasílískur jólasveinn í kúlnahríð
Bófaflokkur í fátækrahverfi í Ríó de Janeiró í Brasílíu hóf í gær skothríð úr vélbyssum á þyrlu sem sveimaði yfir hverfinu þar sem þeir ráða lögum og lofum. Þetta þykir varla fréttnæmt í borginni en það sem ribbaldarnir vissu ekki var að um borð í þyrlunni var sjálfur jólasveinninn sem var á leið með pakka til fátækra barna í öðru fátæktarhverfi.

Sveinki hafnar bumbunni
Heilsuverndarsinnaður jólasveinn neitar að vera með púða á maganum þar sem hann telur að það ýti undir offitu barna. Bill Winton segir að börn líti á jólasveininn sem feitan og alist upp við að það sé í lagi að vera of þungur. Hinn áttræði Winton er Skoti segist hafa tekið ákvörðun þegar hann fór að taka eftir að börn sem settust á læri hans þyngdust ár frá ári.

Pósturinn kominn í jólastuð
Bréfberar og aðrir starfsmenn Póstsins segja mjög mikið farið að bera á jólaösinni nú þegar einungis vika er til jóla. „Nei, ég myndi nú ekki segja að bréfberarnir okkar væru að kikna undan álagi.

María og Jósef fá fría gistingu yfir jólin
Hótelkeðjan Travelodge í Bretlandi hefur ákveðið að bjóða öllum pörum sem bera skírnarnöfnin María og Jósef fría gistingu yfir jólin. Um 30 Maríur og Jósefar hafa þegar skráð sig til leiks en Hótelkeðjan segist með þessu vera að bera í bætifláka fyrir hóteliðnaðinn sem stóð sig ekki í stykkinu fyrir 2007 árum þegar María og Jósef komu alls staðar að lokuðum dyrum í Betlehem.

Skortur á jólatrjám angrar Evrópubúa
Það er skortur á jólatrjám í Evrópu og sá skortur mun verða viðvarandi næstu 5-6 árin.

Kúkur í jólapakka umhverfiverndarsinnans
Á tímum raðgreiðsla og fjöldaframleidds skrans getur verið erfitt að finna jólagjafir. Fólk á orðið allt, og vanti það eitthvað er minnsta mál að kaupa það með dyggri aðstoð krítarkortafyrirtækjanna.

Sveinki rekinn fyrir að segja „hó hó hó!"
Jólasveinn í ástralskri verslunarmiðstöð var rekinn á dögunum fyrir að segja „hó hó hó" og syngja jólalög fyrir börnin í búðinni. Jólasveinninn var í vinnu hjá jólasveinaþjónustu í borginni Canberra og yfirmenn þar á bæ höfðu tilkynnt jólasveinunum sínum að eftirleiðis ættu þeir að segja „ha ha ha" í stað „hó hó hó".

Jólasveinninn er nágranni Borats í Kakzakhstan
Ástæðan fyrir því að enginn hefur fundið híbýli jólasveinsins er sú að hann býr í Kazakhstan en ekki á Norðurpólnum, að sögn sænskra sérfræðinga.

Auðvelt að fá jólasveina en vantar Grýlu
Jólasveinaþjónustur eru nú að fara í fullan gang fyrir jólavertíðina. Yfirjólasveinninn Sæmundur Magnússon hjá jólasveinaþjónustunni Jólasveinarnir segir að ekkert þýði að auglýsa eftir fólki til að leika jólasveina, fólk leiti til hans af afspurn ef það hafi áhuga á að leika jólasvein; „Annað hvort hefurðu þetta í þér eða ekki. Nú sárvantar hins vegar Grýlu.“