Lögreglumál Hljóp inn í mathöll með stungusár Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið. Innlent 27.6.2023 00:01 Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. Innlent 26.6.2023 22:10 Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Innlent 26.6.2023 15:49 Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. Innlent 26.6.2023 14:22 Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Innlent 26.6.2023 13:44 Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. Innlent 26.6.2023 06:46 Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni. Innlent 26.6.2023 06:35 Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Innlent 25.6.2023 19:21 Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. Innlent 25.6.2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Innlent 25.6.2023 10:11 Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Innlent 25.6.2023 07:44 Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2023 20:24 Munu krefjast gæsluvarðhalds vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Innlent 24.6.2023 16:35 Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. Innlent 24.6.2023 07:32 Þyngdu nauðgunardóm yfir Finni Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. Innlent 23.6.2023 16:26 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. Innlent 22.6.2023 14:45 „Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Innlent 21.6.2023 19:53 33 bifreiðar sektaðar í Vesturbænum vegna „ólöglegrar lagningar“ Tvær tilkynningar bárust lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær um líkamsárásir, í póstnúmerunum 104 og 111, en í báðum tilvikum urðu lítilsháttar meiðsl á þolandanum og vitað hver gerandinn er. Innlent 20.6.2023 06:18 Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur verið framlengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt. Innlent 19.6.2023 18:46 Sparkaði í hreðjar manns í miðborginni Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna líkamsárásar þar sem maður hafði sparkað í hreðjar annars manns. Innlent 19.6.2023 17:41 Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 19.6.2023 12:04 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 18.6.2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Innlent 18.6.2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. Innlent 18.6.2023 13:42 Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. Innlent 18.6.2023 11:18 Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári. Innlent 18.6.2023 07:30 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. Innlent 17.6.2023 23:29 Maður hótaði fólki með öxi á Bíladögum á Akureyri Sérsveitin var kölluð út í kvöld á Akureyri vegna manns sem hótaði fólki með öxi á tjaldsvæði Bíladaga sem nú standa þar yfir. Var maðurinn yfirbugaður og vistaður í fangaklefa Innlent 17.6.2023 22:30 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. Innlent 17.6.2023 15:48 Ungmenni til vandræða í Kópavogi Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti. Innlent 17.6.2023 07:56 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 279 ›
Hljóp inn í mathöll með stungusár Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið. Innlent 27.6.2023 00:01
Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. Innlent 26.6.2023 22:10
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Innlent 26.6.2023 15:49
Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. Innlent 26.6.2023 14:22
Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Innlent 26.6.2023 13:44
Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. Innlent 26.6.2023 06:46
Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni. Innlent 26.6.2023 06:35
Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Innlent 25.6.2023 19:21
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. Innlent 25.6.2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Innlent 25.6.2023 10:11
Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Innlent 25.6.2023 07:44
Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2023 20:24
Munu krefjast gæsluvarðhalds vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Innlent 24.6.2023 16:35
Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. Innlent 24.6.2023 07:32
Þyngdu nauðgunardóm yfir Finni Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. Innlent 23.6.2023 16:26
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. Innlent 22.6.2023 14:45
„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Innlent 21.6.2023 19:53
33 bifreiðar sektaðar í Vesturbænum vegna „ólöglegrar lagningar“ Tvær tilkynningar bárust lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær um líkamsárásir, í póstnúmerunum 104 og 111, en í báðum tilvikum urðu lítilsháttar meiðsl á þolandanum og vitað hver gerandinn er. Innlent 20.6.2023 06:18
Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur verið framlengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt. Innlent 19.6.2023 18:46
Sparkaði í hreðjar manns í miðborginni Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna líkamsárásar þar sem maður hafði sparkað í hreðjar annars manns. Innlent 19.6.2023 17:41
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 19.6.2023 12:04
Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 18.6.2023 23:59
Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Innlent 18.6.2023 20:01
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. Innlent 18.6.2023 13:42
Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. Innlent 18.6.2023 11:18
Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári. Innlent 18.6.2023 07:30
Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. Innlent 17.6.2023 23:29
Maður hótaði fólki með öxi á Bíladögum á Akureyri Sérsveitin var kölluð út í kvöld á Akureyri vegna manns sem hótaði fólki með öxi á tjaldsvæði Bíladaga sem nú standa þar yfir. Var maðurinn yfirbugaður og vistaður í fangaklefa Innlent 17.6.2023 22:30
Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. Innlent 17.6.2023 15:48
Ungmenni til vandræða í Kópavogi Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti. Innlent 17.6.2023 07:56