Robert Williams-Jones var þjálfari Amlwch Town FC liðsins þegar hann gekk upp að aðstoðardómaranum í miðjum leik og gaf honum einn á hann.
Liðið hans var að spila á móti erkifjendum í Norður Wales og tapaði leiknum á endanum 8-0.
Línuvörðurinn var leikmaður Penrhyndeudraeth FC sem var mótherji Amlwch Town liðsins í umræddum leik. Höggið var mikið og strákurinn steinlá.
Það voru aðeins fimmtán mínútur liðnar af leiknum þegar atvikið varð en þetta gerðist í apríl í fyrra.
Williams-Jones játaði sök og var dæmdur fyrir líkamsárás en myndband náðist af atvikinu sem auðveldaði lögreglunni rannsókn málsins.
Williams-Jones var dæmdur í 24 vikna skilorðsbundið fangelsi. Hann sleppur hins vegar við fangelsisvist hagi hann sér vel næstu tólf mánuði.
Williams-Jones þarf reyndar að skila 150 klukkutíma samfélagsþjónustu og borga þúsund pund í bætur sem gera um 173 þúsund krónur íslenskar.
Hér fyrir neðan má sjá atvikið.