Lögreglumál Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Innlent 7.2.2022 12:10 Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Innlent 7.2.2022 11:50 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. Innlent 7.2.2022 10:33 Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. Innlent 6.2.2022 19:29 Reyndi að stinga annan mann með skrúfjárni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í miðborg Reykjavíkur, eftir að hann hafði gert tilraun til þess að stinga annan mann með skrúfjárni. Innlent 6.2.2022 07:24 Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Innlent 5.2.2022 18:17 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5.2.2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5.2.2022 13:45 Covid-sjúklingur tekinn fastur fyrir utan sóttvarnahótel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu. Innlent 5.2.2022 07:16 Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf. Innlent 3.2.2022 09:29 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. Innlent 2.2.2022 23:01 Lofa hálfri milljón í fundarlaun fyrir vélsleða Verslunin Ellingsen lofar ríflegum fundarlaunum til þess sem veitt getur upplýsingar um stolna vélsleða. Sleðunum var stolið af lóð verslunarinnar á Fiskislóð úti á Granda í Reykjavík í gær. Innlent 2.2.2022 17:56 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Innlent 2.2.2022 17:48 Aðgerðum lokið í Bríetartúni Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar. Innlent 2.2.2022 14:25 Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum. Innlent 2.2.2022 06:11 „Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“ Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. Innlent 1.2.2022 17:36 Varð vitni að því þegar menn reyndu að spenna upp hurð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hverfi 110 í gærkvöldi en sá sem hringdi inn varð vitni að því þegar tveir menn reyndu að spenna upp hurð að fyrirtæki. Innlent 1.2.2022 06:05 Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið. Innlent 31.1.2022 15:47 Fjórir handteknir vegna líkamsárásar og eldur slökktur í strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt og handtók alla fjóra sem voru í bílnum vegna gruns um líkamsárás. Þá er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Innlent 31.1.2022 06:29 Þrír drengir fluttir á Landspítala eftir flugeldaslys Þrír drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítalann um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra. Voru þeir með áverka á höndum, í andliti, á augum og við eyrun. Innlent 31.1.2022 06:10 Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Innlent 30.1.2022 16:48 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Innlent 30.1.2022 15:00 Fór úr axlarlið í líkamsárás Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið. Innlent 30.1.2022 07:23 Ók á brott eftir að hafa ekið á konu Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. Innlent 30.1.2022 07:14 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. Innlent 29.1.2022 23:17 Keyrði réttindalaus á fyrirtækjabíl Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í nótt og reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að hann var að keyra bíl í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á lykla bílsins. Innlent 29.1.2022 07:29 Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. Innlent 28.1.2022 16:39 Ófremdarástand í fangelsunum landsins og fangaverðir óttast um líf sitt og limi Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til þeirra sem annast málaflokkinn þar sem á er bent að ástandið sé með þeim hætti að ekki verði við búið. Undirmönnun sem leiðir til kulnunar og veikindi hefur verið viðvarandi. Innlent 28.1.2022 12:40 Tilkynnt um að hundur hafi bitið barn Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu. Innlent 28.1.2022 06:14 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. Innlent 27.1.2022 13:59 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 274 ›
Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Innlent 7.2.2022 12:10
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Innlent 7.2.2022 11:50
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. Innlent 7.2.2022 10:33
Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. Innlent 6.2.2022 19:29
Reyndi að stinga annan mann með skrúfjárni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í miðborg Reykjavíkur, eftir að hann hafði gert tilraun til þess að stinga annan mann með skrúfjárni. Innlent 6.2.2022 07:24
Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Innlent 5.2.2022 18:17
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5.2.2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5.2.2022 13:45
Covid-sjúklingur tekinn fastur fyrir utan sóttvarnahótel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu. Innlent 5.2.2022 07:16
Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf. Innlent 3.2.2022 09:29
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. Innlent 2.2.2022 23:01
Lofa hálfri milljón í fundarlaun fyrir vélsleða Verslunin Ellingsen lofar ríflegum fundarlaunum til þess sem veitt getur upplýsingar um stolna vélsleða. Sleðunum var stolið af lóð verslunarinnar á Fiskislóð úti á Granda í Reykjavík í gær. Innlent 2.2.2022 17:56
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Innlent 2.2.2022 17:48
Aðgerðum lokið í Bríetartúni Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar. Innlent 2.2.2022 14:25
Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum. Innlent 2.2.2022 06:11
„Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“ Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. Innlent 1.2.2022 17:36
Varð vitni að því þegar menn reyndu að spenna upp hurð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hverfi 110 í gærkvöldi en sá sem hringdi inn varð vitni að því þegar tveir menn reyndu að spenna upp hurð að fyrirtæki. Innlent 1.2.2022 06:05
Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið. Innlent 31.1.2022 15:47
Fjórir handteknir vegna líkamsárásar og eldur slökktur í strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt og handtók alla fjóra sem voru í bílnum vegna gruns um líkamsárás. Þá er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Innlent 31.1.2022 06:29
Þrír drengir fluttir á Landspítala eftir flugeldaslys Þrír drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítalann um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra. Voru þeir með áverka á höndum, í andliti, á augum og við eyrun. Innlent 31.1.2022 06:10
Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Innlent 30.1.2022 16:48
„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Innlent 30.1.2022 15:00
Fór úr axlarlið í líkamsárás Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið. Innlent 30.1.2022 07:23
Ók á brott eftir að hafa ekið á konu Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. Innlent 30.1.2022 07:14
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. Innlent 29.1.2022 23:17
Keyrði réttindalaus á fyrirtækjabíl Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í nótt og reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að hann var að keyra bíl í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á lykla bílsins. Innlent 29.1.2022 07:29
Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. Innlent 28.1.2022 16:39
Ófremdarástand í fangelsunum landsins og fangaverðir óttast um líf sitt og limi Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til þeirra sem annast málaflokkinn þar sem á er bent að ástandið sé með þeim hætti að ekki verði við búið. Undirmönnun sem leiðir til kulnunar og veikindi hefur verið viðvarandi. Innlent 28.1.2022 12:40
Tilkynnt um að hundur hafi bitið barn Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu. Innlent 28.1.2022 06:14
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. Innlent 27.1.2022 13:59