Bandaríkin

Fréttamynd

Giuli­ani á­byrgur fyrir meið­yrðum í garð kosninga­starfs­manna

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að stöðva leið­angur að flaki Títaniks

Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit.

Erlent
Fréttamynd

Ó­ljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui

Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna.

Erlent
Fréttamynd

Hafi orðið heyrnar­laus af of miklu Viagra áti

Hugh Hefner, stofnandi, út­gefandi og aðal­rit­stjóri Play­boy-tíma­ritsins varð heyrnar­laus á öðru eyra af því að hann tók of mikið af stinningar­lyfinu Viagra. Þetta segir Crys­tal Hefner, ekkja rit­stjórans.

Lífið
Fréttamynd

Reiði beinist að DeSantis

Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina.

Erlent
Fréttamynd

Kettir Ásu fjar­lægðir og komið fyrir í „dauða­at­hvarfi“

Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir.

Erlent
Fréttamynd

Græddi tæpan milljarð á fanga­myndinni

Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump.

Erlent
Fréttamynd

Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum haka­krossum

Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir látnir eftir skot­á­rás í Flórída

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent
Fréttamynd

Ó­víst að upp­lýsingar um þyngd og hæð séu réttar

Ó­víst er að upp­lýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í At­lanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í um­fjöllun Was­hington Post.

Erlent
Fréttamynd

Trump handtekinn í tugthúsinu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Flestir fram­bjóð­endur myndu styðja Trump þrátt fyrir sak­­fellingu

Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnar­lambið

Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans.

Erlent
Fréttamynd

Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést

Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar.

Erlent
Fréttamynd

Hilary lék Kaliforníu grátt

Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð.

Erlent
Fréttamynd

Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ís­­nál

Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi.

Erlent