Bandaríkin

Fréttamynd

Greene vikið úr nefndum bandaríska þingsins

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í gærkvöldi að refsa þingmanni Repúblikana í deildinni, Marjorie Taylor Greene, með því að reka hana úr þeim tveimur nefndum sem hún hafði verið skipuð í.

Erlent
Fréttamynd

Krefst milljarða í bætur frá Fox og lög­mönnum Trump

Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar ekki að bera vitni

Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Sér eftir stuðningi við QAnon

Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallaður til vitnis

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið boðið að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar.

Erlent
Fréttamynd

Fox gróf upp við­tal Jóhanns Bjarna við Kerry í um­fjöllun um flug­véla­eign fjöl­skyldunnar

Bandaríska fréttastofan Fox birti í gær frétt þar sem stuðst er við viðtal Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, fréttamanns RÚV, við John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi erindreka Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, frá þeim tíma þegar hann var staddur á Íslandi árið 2019. Í fréttinni er einkaþotueign fjölskyldu Kerry til umfjöllunar.

Lífið
Fréttamynd

Vilja handtaka Rittenhouse aftur

Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar.

Erlent
Fréttamynd

SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot

Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur.

Erlent
Fréttamynd

Úr Hollywood í „Holly­boob“

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið sex manns fyrir að hafa breytt hinu víðfræga Hollywood-skilti, þannig að merking þess varð heldur önnur. Skiltinu var breytt þannig að það myndaði orðið „Hollyboob,“ eða „Holly-brjóst.“

Lífið
Fréttamynd

„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps

Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Hal Hol­brook fallinn frá

Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight!

Lífið
Fréttamynd

Trump situr á digrum sjóðum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Önnur lota Wall Street við netverja

Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing

Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“

Erlent
Fréttamynd

Trump skyndi­lega án lög­manna þegar stutt er í réttar­höldin

Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara.

Erlent