Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. Innlent 10.10.2023 17:15 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 10.10.2023 14:58 „Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. Innlent 10.10.2023 14:13 Bein útsending: Rýnt í afsögn Bjarna og framhaldið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag. Innlent 10.10.2023 13:51 Bjarni sá ellefti til að segja af sér Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Innlent 10.10.2023 13:13 Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Innlent 10.10.2023 12:02 „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. Innlent 10.10.2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. Innlent 10.10.2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. Innlent 10.10.2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Innlent 10.10.2023 10:47 Bjarni ekki hæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki hafa verið hæfan þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut. Innlent 10.10.2023 10:02 Svona tilkynnti Bjarni afsögn sína sem fjármálaráðherra Fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaðamannafundar á tíunda tímanum í morgun. Efni fundarins var ekki gefið upp en fljótlega kom í ljós hvert tilefnið var. Innlent 10.10.2023 09:45 « ‹ 1 2 ›
Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. Innlent 10.10.2023 17:15
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 10.10.2023 14:58
„Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. Innlent 10.10.2023 14:13
Bein útsending: Rýnt í afsögn Bjarna og framhaldið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag. Innlent 10.10.2023 13:51
Bjarni sá ellefti til að segja af sér Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Innlent 10.10.2023 13:13
Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Innlent 10.10.2023 12:02
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. Innlent 10.10.2023 11:42
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. Innlent 10.10.2023 11:37
„Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. Innlent 10.10.2023 11:31
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Innlent 10.10.2023 10:47
Bjarni ekki hæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki hafa verið hæfan þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut. Innlent 10.10.2023 10:02
Svona tilkynnti Bjarni afsögn sína sem fjármálaráðherra Fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaðamannafundar á tíunda tímanum í morgun. Efni fundarins var ekki gefið upp en fljótlega kom í ljós hvert tilefnið var. Innlent 10.10.2023 09:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent