
Powerade-bikarinn

Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt
Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum.

Myndasyrpa frá fögnuði Fram
Fram varð á laugardag bikarmeistari karlaí handbolta. Anton Brink ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði fögnuðinn.

Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali
Karen Knútsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hún tilkynnti þetta eftir leik Fram og Hauka í úrslitum Powerade bikars kvenna í gær.

Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka
Haukar urðu á laugardag bikarmeistari kvenna í handbolta. Var þetta fyrsti bikartitill kvennaliðsins í 18 ár.


„Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“
Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hefði viljað nýta meðbyrinn sem félagið var með um miðjan seinni hálfleikinn betur en Stjarnan tapaði 31-25 fyrir Fram í úrslitum Powerade-bikarsins í dag.

„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“
Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik.

„Ég er bara klökkur“
Rúnar Kárason var eitt sólskinsbros eftir sigur Framara á Stjörunni í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik. Hann sagði frábært að sjá góða niðurstöðu eftir mikla vinnu hjá félaginu.

„Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri
„Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram.

Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari
Fram er bikarmeistari karla í handbolta árið 2025. Þeir lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000.

Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár
Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni.

Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni
Óhætt er að segja að Fram hafi gengið brösuglega í bikarúrslitum karla í handbolta. Framarar hafa tapað ellefu af tólf bikarúrslitaleikjum sem þeir hafa komist í.

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld.

„Getum gengið stoltar frá borði“
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði sex mörk fyrir lið sitt þegar það laut í lægra haldi fyrir Haukum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna að Ásvöllum í kvöld. Karlotta gat fundið jákvæða punkta við frammistöðu Gróttuliðsins í leiknum þrátt fyrir tapið.

Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum
Haukar munu mæta Fram í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir afar sannfærandi sigur Haukaliðsins gegn Gróttu í leik liðanna í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann”
Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn.

Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit
Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20.

„Litla höggið í sjálfstraustið“
„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga
29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur.

Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit
Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir sigur í svakalegum undanúrslitaleik á móti Aftureldingu á Ásvöllum í gær.

Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu
Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33. Leikurinn fór alla leið í framlengingu þar sem Framarar höfðu betur og mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“
Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn.

„Veit ekki hvar on-takkinn er“
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld.

„Þetta bara svíngekk“
Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með nokkuð öruggum fimm marka sigri gegn ÍBV, 34-29.

Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár
Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn.

Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár
„Það stefna allir á það að vera með í þessari viku og þetta er alltaf jafn gaman og við finnum sannarlega fyrir stemningu í bænum,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar fyrir undanúrslitaleikinn gegn Fram í Powerade bikarnum á Ásvöllum klukkan 20:15 í kvöld.

Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu.

Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni
ÍBV tryggði sér í dag sæti í úrslitahelgi Powerade-bikarsins í handbolta með dramatískum sigri gegn FH eftir tvríframlengdan leik og vítakeppni.

Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“
Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð HSÍ í kjölfar leiks liðsins gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta.