Illugi Jökulsson

Fréttamynd

Grafarholtið er umkringt skriðdrekum

Gott fólk. Reynið að ímynda ykkur hvernig börnunum okkar myndi líða ef hér brytist skyndilega út óskiljanleg grimmileg borgarastyrjöld. Grafarholtið væri umkringt skriðdrekum. Í Vesturbænum stæði hreinlega ekki steinn yfir steini.

Skoðun
Fréttamynd

Útrýmum mönnum!

Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu

Skoðun
Fréttamynd

Mig langar að vera með

Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni.

Skoðun
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunin

Nú – Nóbelsverðlaunin eru að tínast inn eins og fólk hefur vafalaust tekið eftir – nú í morgun var tilkynnt hver fengi friðarverðlaun Nóbels og ótrúlegt nokk þá var það ekki George Bush Bandaríkjaforseti sem þó hafði víst verið tilnefndur af einhverjum aðila – á ég að giska á að sá sé búsettur vestanhafs eins og Bandaríkjaforseti, kannski í Texas, þó ég viti það ekki, en verðlaunin fékk altso Múhamed el Baradei framkvæmdastjóri alþjóða kjarnorkumála stofnunarinnar – og hafði umsjón með leitinni að hinum alræmdu gereyðingarvopnum sem Bush og Halldór Ásgrímsson töldu fullvíst að væru þar falin – en el Baradei efaðist stórlega og fann heldur ekkert.

Fastir pennar
Fréttamynd

Davíð farinn

Jæja, þá er Davíð Oddsson bara að hætta. Einhvern tíma hefði sú fregn vakið mér meiri tilfinningar en núna. Einhvern tíma hefði ég meira að segja talið ástæðu til að fagna þessari fregn nokkuð vel – það var áður en við Davíð gerðumst báðir gamlir og ráðsettir og þarf meira en lítið til að róta okkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Örlög Arnar Jákup

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvers vegna ungur samkynhneigður piltur kaus að svipta sig lífi, þótt talsmenn samkynhneigðra haldi því fram að fordómar gegn þeim fari minnkandi. Og hann spyr hvort vera kunni að kirkjan eigi hér einhverja sök.

Fastir pennar
Fréttamynd

Da Vinci-lykillinn og sannleikurinn 2.hluti

Nú - í gær var ég að fjalla hér svolítið um hina geysivinsælu bók Dans Brown sem heitir Da Vinci-lykillinn og lesa upp úr grein sem Bernard nokkur Hamilton skrifaði fyrir skemmstu í enska bókmenntaritið TLS um þá bók, og þá einkum og sér í lagi hvernig hún mistúlkar kirkjusöguna og kristnar kenningar. Fyrst hálfnað var verk, þá er best ég held áfram að glugga í grein Hamiltons....

Fastir pennar
Fréttamynd

Da Vinci-lykillinn og sannleikurinn 1.hluti

Jæja, Michael Jackson var sýknaður en hefur lofað því að láta ekki framar litla stráka sofa uppi í rúmi hjá sér. Hannes Hólmsteinn var líka sýknaður, eða málinu gegn honum réttara sagt vísað frá, en hefur lofað að bæta tilvísunum og gæsalöppum inn í næstu útgáfu af bókinni sinni um Halldór Laxness. Halldór Ásgrímsson var líka sýknaður, eða réttara sagt hvítþveginn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Faðerni og pólitískar deilur

Afar sérkennilegt dómsmál hefur komist í fjölmiðla undanfarna daga, sem snýst um að Lúðvík Gizurarson lögfræðingur er nú á efri árum að reyna að komast að því hver var hans raunverulegi faðir - því hann fékk nýlega staðfest með DNA-rannsókn að Gizur sá Bergsteinsson sem hann hefur alla ævi kennt sig við, hann var hreint ekki raunverulegur faðir hans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fálkaorðan orðin glingur Habsburgara

Og þótt veraldleg gæfa Habsburgaranna hafi sannarlega verið mikil gegnum tíðina, þá finnst mér skorta töluvert á andleg afrek hennar - sérstaklega miðað við hve þrálát hefur verið tilvist ættarinnar og setur hennar í hásætum hingað og þangað um Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífsháski

Ég lenti í því í gærkvöldi að horfa á fyrstu þrjá þættina af bandarísku sjónvarpsseríunni Lífsháski eða Lost sem endursýndir voru í einni bunu. Mér skilst þeir hafi vakið allmikla athygli að undanförnu en þeim hafði samt tekist að fara gersamlega framhjá mér, þangað til í gær......

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvernig Ratzinger komst í páfastól

Fyrir fáeinum árum – þá sagði Ratzinger kunningja sínum í trúnaði að hann byggist fastlega við að verða páfi þegar Jóhannes Páll hyrfi til Guðs. Og spænska sjónvarpið sýndi á dögunum póstkort sem Joseph Ratzinger sendi fyrir tveimur árum spænskum vini sínum. Undirskriftin var ekki Joseph Ratzinger – heldur Benedikt sextándi.....

Skoðun
Fréttamynd

Má nú berja konur?

....það er einfaldlega ótækt og óleyfilegt og refsivert samkvæmt lögum að berja fólk og taka það kyrkingartaki og niðurstaða Guðmundar L. Jóhannessonar er því einfaldlega furðuleg, einfaldlega röng og raunar einfaldlega mjög hneykslanleg. Þeim mun furðulegra er að Hæstiréttur skuli nú hafa í reynd staðfest þessa niðurstöðu með því að skilorðsbinda alla þá refsingu sem hann gerir þó karlmanninum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tjáningarfrelsið og fjölmiðlar

Við eigum að standa vörð um ríkisútvarpið en við megum ekki láta það kæfa einkareknu miðlana. Við eigum að eiga rödd sem er óháð viðskiptasjónarmiðum. Og við eigum að eiga raddir sem eru óháðar stjórnmálaskoðunum. Við eigum að tryggja það að það séu skýrar reglur um umgengnina við máttarstólp lýðræðisins, um grundvöll allra okkar borgaralegu réttinda.

Skoðun
Fréttamynd

Harmsaga fréttastjórans á RÚV

Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd.

Skoðun
Fréttamynd

Fegurðarsamkeppni í fréttamennsku

Í hvert einasta sinn sem þessir ríkisstjórnarflokkar sýna vald sitt með þessum hætti – þá heldur maður að nú hljóti þeim sjálfum að hafa blöskrað – nú hljóti að vera komið nóg – þetta geti ekki gengið svona endalaust. Valdníðslan – fyrirlitningin. En það er greinilega aldrei komið nóg – hver ótrúlega mannaráðningin eftir aðra – öll þessi ár – það þyrfti reyndar að fara að taka það saman – Hæstarétt, Ríkisútvarpið, umboðsmann barna – æ, ég hef ekki geð í mér til að halda því áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fréttamennska eða flæðilínur?

Ég get ekki annað en kennt í brjósti um Markús Örn að hafa verið skikkaður til þess af pólitískum yfirboðurum sínum að ráða í stöðuna þann mann sem dagljóst var að hefði minnstar faglegar kvalifíkasjónir í þetta starf. Markús Örn kom á sínum tíma inn á Ríkisútvarpið sem útsendari Sjálfstæðisflokksins – þetta var árið 1984 og hann hafði beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í keppninni um oddvitastól sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavík..............

Fastir pennar
Fréttamynd

Litla fólkið, vingjarnlegir refir og góðar rottur

Væri hægt að gera það sama við menn? Taka menn með einhverja vissa eiginleika og rækta þá saman og eftir aðeins rúmar fjörutíu kynslóðir, þá væru þeir eiginleikar orðnir partur af eðli þeirra og nálega komin fram á sjónarsviðið ný manntegund - þannig séð.

Fastir pennar