
Miss World Iceland

Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar
Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín.

Hugrún Birta og fyrrum herra heimur nýtt par
Fegurðardrottningin Hugrún Birta Egilsdóttir hefur fundið ástina með hinum enska Jack Heslewood. Þau kynntust í gegnum fegurðarsamkeppnina Miss world. Jack var kynnir á keppninni sem Hugrún keppti í fyrr á árinu og var sjálfur Herra heimur árið 2019.

Karolina Biewleska valin Miss World 2022
Ungfrú Pólland, Karolina Biewleska, var krýnd Miss World 2022 í gær. Keppnin fór fram í Púertó Ríkó. Áður hafði þurft að fresta keppninni vegna Covid-19 útbreiðslu á meðal keppenda en efstu 40 sneru aftur til Puerto Rico fyrir lokakvöld keppninnar.

Hugrún Birta í vali dómnefndar fyrir Miss World
Hugrún Birta Egilsdóttir hefur verið valin af dómnefnd í 25 manna hóp í Miss World keppninni og mun hún því keppa til úrslita. Keppnin átti upphaflega að fara fram í Puerto Rico í desember en var frestað vegna Covid. Nú er ljóst að hún muni fara þar fram þann 16. mars næstkomandi og verður það í sjötugasta skiptið sem keppnin er haldin.

Hugrún Birta verður fulltrúi Íslands í Miss World í desember
Förðunarfræðingurinn Hugrún Birta Egilsdóttir mun keppa fyrir hönd Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss World 2021 sem fer fram í Puerto Rico í desember.