Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mancini íhugar að hætta

Roberto Mancini þjálfari Inter sagði í gærkvöld að hann reiknaði með að vera á sínu síðasta tímabili með liðið. Inter féll úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap gegn Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Hector Cuper tekur við Parma

Hector Cuper verður í kvöld kynntur sem nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Cuper er reynslumikill argentínskur þjálfari sem hefur stýrt Inter, Valencia, Mallorca og Real Betis en hann var rekinn frá síðastnefnda félaginu í lok síðasta árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Presturinn fékk að sjá rautt

Óvenjuleg uppákoma átti sér stað á Klerkamótinu svokallaða sem orðið er árlegur viðburður í Vatikaninu í Róm. Þetta er knattspyrnumót guðfræðinema og presta frá öllum heimshornum.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan að fara að framlengja

Zlatan Ibrahimovic hefur samþykkt nýjan samning við Inter og er hann til fimm ára. Samningurinn mun gera hann að einum allra launahæsta leikmanni í ítalska boltanum ásamt Kaka hjá AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekur Nevio Scala við Parma?

Nevio Scala er talinn líklegastur til að taka við stjórn ítalska liðsins Parma. Félagið rak þjálfarann Domenico Di Carlo í morgun en Parma tapaði fyrir Sampdoria í gær og er í fjórða neðsta sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Spalletti: Getum orðið meistarar

Luciano Spalletti, þjálfari Roma, er ekki búinn að leggja árar í bát í titilbaráttunni á Ítalíu. Rómverjar eru í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði Inter en Spalletti hefur fulla trú á því að Roma geti endað á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lék í tapleik

Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður í liði Reggina sem tapaði, 2-0, fyrir toppliði Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalskur dómari í felur

Mauro Bergonzi, ítalskur knattspyrnudómari, hefur verið sendur í felur af lögregluyfirvöldum þar í landi eftir að ráðist var á mann sem líktist honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter stendur undir nafni

Óhætt er að segja að FC Internazionale standi undir nafni þetta tímabilið en félagið fagnar 100 ára afmæli sínu á sunnudaginn kemur.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo verður boðinn nýr samningur

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir ekkert því til fyrirstöðu að framherjanum Ronaldo verði boðinn nýr samningur hjá félaginu þrátt fyrir að hann eigi fyrir höndum 9 mánuði á hliðarlínunni vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Collina fékk senda byssukúlu

Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála á Ítalíu, heldur áfram að fá hótunarbréf. Í umslagi sem sent var á heimili hans á dögunum var byssukúla en málið er litið mjög alvarlegum augum.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano í fimm leikja bann

Antonio Cassano, sóknarmaður Sampdoria, hefur verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann af ítalska knattspyrnusambandinu. Auk þess þarf þessi þekkti vandræðagemlingur að borga sekt.

Fótbolti
Fréttamynd

Spalletti vill skora á Spáni

Luciano Spalletti, þjálfari Roma, segist ekki ætla að láta sína menn liggja til baka og reyna verja forskot sitt á morgun. Þá mætir liðið Real Madrid á útivelli en Roma vann heimaleikinn 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil kominn með sinn þriðja þjálfara hjá Reggina

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er kominn með sinn þriðja þjálfara á fyrsta tímabili sínu hjá Reggina á Ítalíu. Félagið rak í morgun Renzo Ulivieri og réð í hans stað fyrrum unglingaþjálfarann Nevio Orlandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Jú annars, kallið mig Keisarann

Framherjinn Adriano hefur farið þess á leit við fjölmiðlamenn í Brasilíu að byrja aftur að kalla sig Keisarann. Hann baðst undan því að vera kallaður gamla gælunafninu þegar hann kom til Sao Paolo sem lánsmaður fyrr í vetur, en vill nú taka það upp á ný.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Fiorentina í Tórínó í 20 ár

Fiorentina vann langþráðan sigur á Juventus í hörkuleik í dag sem endaði 3-2 fyrir gestina. Fiorentina hafði ekki unnið Juventus á útivelli í tvo áratugi og náði að vinna leikinn þrátt fyrir að lenda undir 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti skoraði í 600. leiknum

Francesco Totti lék sinn 600. leik fyrir Roma á Ítalíu í gær í fræknum 4-0 sigri liðsins á Udinese. Totti fékk sérstaka viðurkenningu fyrir leikinn og var dramatískur að venju. "Það sem ég fann í dag eru tilfinningar sem munu fylgja mér alla ævi," sagði Totti sem hefur haldið með og spilað með Roma allan sinn feril og er í guðatölu í rauða hluta Rómarborgar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gilardino til Juventus í sumar?

Nú er talið líklegt að ítalski landsliðsframherjinn Alberto Gilardino muni ganga í raðir Juventus frá Milan í sumar. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Milan eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Parma árið 2005, en er sjálfur harður stuðningsmaður Juventus. Viðræður munu standa yfir milli félaganna að sögn Tuttosport á Ítalíu og vilja forráðamenn Milan endilega leyfa honum að fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lék í tapleik Reggina

Reggina tapaði í kvöld fyrir Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0. Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Reggina.

Fótbolti
Fréttamynd

Crespo langar að spila með Roma

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter hefur lýst því yfir að hann væri alveg til í að ganga í raðir Roma á næstu leiktíð. Crespo hefur lítið fengið að spila með Inter í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka gæti átt stuttan feril

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segist óttast að Brasilíumaðurinn Kaka gæti þurfti að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum eins og Hollendingurinn Marco Van Basten nema hann fái meiri vernd frá dómurum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í Tórínó-slagnum

Einn leikur var í ítölsku A-deildinni í kvöld. Juventus og Tórínó gerðu markalaust jafntefli í grannaslag. Bæði lið áttu skot í tréverkið í leiknum en tókst ekki að finna leiðina yfir línuna góðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti reiknar með Kaka

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist sannfærður um að brasilíski snillingurinn Kaka verði tilbúinn í slaginn fyrir seinni viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Kemur til greina að hætta

Brasilíski framherjinn Ronaldo segir alls ekki útilokað að hann leggi skóna á hilluna eftir að hann meiddist illa á hné í leik með AC Milan fyrir hálfum mánuði.

Fótbolti