Spænski boltinn

Fréttamynd

Allt í járnum í spænsku úrvalsdeildinni

Mikil spenna er hlaupin í spænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir að Real Madrid sigraði Osasuna í kvöld á sama tíma og Sevilla náði aðeins markalausu jafntefli gegn Racing Santander á heimavelli sínum. Barcelona er því enn á toppnum, með eins stigs forskot á Sevilla, en á tvö stig á Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður kom inn á í tapleik Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Barcelona sem tapaði fyrir Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Zaragoza vann 1-0 en það var argentínski framherjinn Diego Milito sem skoraði eina mark leiksins. Barcelona er áfram með tveggja stiga forystu á Sevilla á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Reyes fór úr axlarlið

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn

Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham farinn að æfa á ný

David Beckham er nú farinn að æfa með Real Madrid á ný eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Getafe í byrjun mars. Beckham æfði lyftingar einn síns liðs á meðan hann var meiddur en er nú kominn til liðs við félaga sína á æfingasvæðinu á ný. Ekki er vitað hvort hann verður í leikmannahópi Real þegar liðið tekur á móti Osasuna um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Lukkan á bandi Real Madrid

Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona

Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona á toppnum

Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia lagði Espanyol

Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola verður að vera þolinmóður

Argentínski framherjinn Javier Saviola verður að vera þolinmóður og bíða lengur eftir því að forráðamenn Barcelona bjóði honum nýjan samning. Þetta segir Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Samningur Saviola rennur út í sumar en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik fyrir Barca í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola lofaður nýjur samningur

Argentínski framherjinn Javier Saviola hjá Barcelona býst við því að vera boðinn nýr samningur við spænska stórveldið í vikunni. Verði sú raunin fá þær vangaveltur sem segja Eið Smára Guðjohnsen á förum frá Barcelona í sumar byr undir báða vængi.

Fótbolti
Fréttamynd

Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona

Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid

Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe mætir Barcelona í bikarnum

Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní.

Fótbolti
Fréttamynd

Sir Alex vill Eið Smára

Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bann Navarro gildir í öllum keppnum

Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Benítez á leið til Real Madrid?

Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield.

Fótbolti
Fréttamynd

Þeir voru lélegri en ég hélt

Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Reyes óljós

Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill semja við Ronaldinho til 2014

Varaforeti Barcelona segir félagið hafa mikinn hug á að halda Brasilíumanninum Ronaldinho eins lengi og mögulegt er. Hann segir samning í smíðum sem gilda muni til ársins 2014 og segir Barcelona heldur ekki vilja selja menn eins og Deco og Leo Messi.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia og Inter áfrýja

Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Deco þarf í uppskurð

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona þarf að fara í uppskurð vegna handarmeiðsla á og missir væntanlega af landsleikjum Portúgala við Belga og Serba. Deco fór af velli meiddur á fingri í leik Barcelona og Recreativo í gær og fer í uppskurð á morgun ef marka má frétt á heimasíðu félagsins. Hann mun væntanlega þurfa einar þrjár vikur til að jafna sig eftir uppskurðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Robinho tryggði Real sigur

Real Madrid var ekki ýkja sannfærandi í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann nauman sigur á smáliði Gimnastic Tarragona 2-0 eftir að vera manni fleiri í 85 mínútur. Real liðið var andlaust í fyrri hálfleik en Robinho breytti gangi leiksins þegar hann kom inn sem varamaður og skoraði fyrra mark liðsins eftir 55 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Barcelona

Barcelona er aftur komið á toppinn á Spáni eftir auðveldan 4-0 útisigur gegn Recreativo. Barcelona hefur nú þriggja stiga forystu á toppnum og er til alls líklegt í deildinni þrátt fyrir að vera úr leik í Evrópukeppninni. Samuel Eto´o skoraði tvívegis í kvöld og þeir Zambrotta og Messi sitt markið hvor. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu tíu mínúturnar í leiknum. Valencia steinlá 2-0 á heimavelli fyrir Santander fyrr í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Robinho hótar að hætta hjá Real

Brasilíski framherjinn Robinho hefur nú endanlega fengið sig fullsaddan af því að sitja á tréverkinu hjá Real Madrid og hefur sent forráðamönnum félagsins skýr skilaboð. Leyfið mér að spila eða ég er farinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard: Áfall að missa af Henry

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho orðaður við AC Milan

Mikið er nú slúðrað um framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona í spænskum og ítölskum fjölmiðlum. Corriere dello Sport greindi frá því í dag að AC Milan væri að undirbúa tilboð í kappann eftir að bróðir hans og umboðsmaður sást snæða kvöldverð með framkvæmdastjóra ítalska félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Motta: Ég tapaði sjálfstraustinu

Brasilíumaðurinn Thiago Motta hjá Barcelona hefur nú beðist afsökunar á því að hafa ekki mætt á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og ber því við að hann hafi tapað sjálfstraustinu eftir slakan fyrri leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Flöskukastarinn kærður og settur í bann

Þrítugur ársmiðahafi hjá spænska liðinu Real Betis hefur verið settur í bann af félaginu og kærður til lögreglu fyrir að kasta plastflösku í Juande Ramos þjálfara Sevilla í bikarleik liðanna á dögunum. Leikurinn var flautaður af eftir að Sevilla hafði náð 1-0 forystu, en honum verður haldið áfram fyrir luktum dyrum á heimavelli Getafe þann 20. mars næstkomandi.

Fótbolti