Joaquin gæti farið til Everton í sumar. Þessi vængmaður Valencia vill yfirgefa spænska liðið eftir tímabil vonbrigða og David Moyes vill fá hann. Joaquin er einnig á óskalista ítalska liðsins Roma.
Umboðsmaður leikmannsins hefur staðfest að lið á Ítalíu og Englandi hafa sýnt honum áhuga. Það má búast við hreinsunum hjá Valencia í sumar og menn eins og David Villa, David Silva og Raul Albiol verða líklega seldir á útsöluverði.