Spænski boltinn Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Enski boltinn 28.8.2007 13:41 Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum. Fótbolti 27.8.2007 15:54 Robben og Heinze búnir að skrifa undir hjá Real Madrid Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. Fótbolti 23.8.2007 16:21 Van Nistelrooy valinn á ný Ruud van Nistelrooy, framherji Real Madrid, hefur verið valinn í hollenska landsliðið á ný eftir að hafa verið úti í kuldanum frá því á HM í fyrra. Fótbolti 17.8.2007 17:33 Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslum sínum Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Barcelona en þær eru allar í biðstöðu vegna hnémeiðsla hans. Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslunum því að bati er enginn og sprautumeðferð hefur ekki skilað neinum árangri. Eiður Smári vonast til að þurfa ekki að fara undir hnífinn. Fótbolti 13.8.2007 20:02 Barcelona hafnar 40 milljón pundum frá AC Milan Umboðsmaður Ronaldinho, Roberto Assis, sagði í viðtali við blaðið Gazzetta della Sport um helgina að Barcelona hefði hafnað 40 milljón punda tilboði í leikmanninn. Assis sem er einnig bróðir leikmannsins segir að svo virðist sem Barcelona ætli í staðinn að leggja fram nýtt samningstilboð sem haldi Ronaldinho hjá Barcelona til ferill hans er enda. Fótbolti 13.8.2007 09:13 Hvetur Eið til að leita á önnur mið Yfirmaður knattspyrnudeildar hjá Barcelona hvetur Eið Smára Guðjohnsen til að leita á önnur mið. Hann segir ákvörðun Eiðs um að vera áfram hjá félaginu, slæma ákvörðun. Fótbolti 11.8.2007 18:01 Sevilla hefur hafnað tveimur tilboðum í Alves Forráðamenn Sevilla segjast hafa hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn eftirsótta Daniel Alves. Ástæðuna segja þeir vera að þeir séu að bíða eftir ásættanlegu tilboði. Talið er að Chelsea standi á bakvið tilboðin sem hljómuðu upp á 21,7 milljónir punda og 23,7 milljónir punda, en Chelsea hefur verið sterklega orðað við leikmanninn. Fótbolti 10.8.2007 15:54 Nicolau Casaus látinn Nicolau Casaus, fyrrverandi varaforseti Barcelona er látinn, 94 ára að aldri. Í virðingarskyni fyrir Casaus verður öllum fánum liðsins flaggað í hálfa stöng í dag. Minningarathöfn þessa sterka persónuleika verður haldin á hádegi á morgun við Tanatorio de Les Corts í Barcelona. Fótbolti 9.8.2007 15:03 Valencia að tryggja sér Zigic? Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur spænska liðið Valencia náð samkomulagi um kaup á hávaxna framherjanum Nikola Zigic frá Racing Santander. Talið er að umsamið verð á leikmanninum sé um 10,1 milljón punda. Fleiri félög hafa sýnt þessum serbneska landsliðsmanni áhuga, þ.á.m. Manchester City, Werder Bermen og Fenerbache. Fótbolti 8.8.2007 18:40 Eiður Smári og Messi æfðu í gær - Eiður aðeins í 15 mínútur Eiður Smári Guðjohnsen æfði í gær á æfingasvæði Barcelona með Lionel Messi en þetta var fyrsta æfing Messi eftir þáttöku hans í Suður-Ameríkubikarnum í sumar. Þeir tóku létta æfingu þar sem þeir hlupu með bolta, æfðu sendingar og gerðu stuttar þolæfingar. Eiður Smári æfði þó aðeins í 15 mínútur þar sem hann er að jafna sig af hnémeiðslum, en Messi æfði einn í kjölfarið. Fótbolti 8.8.2007 15:39 Eiður telur sig eiga góða möguleika Enskir fjölmiðlar héldu áfram að bendla Eið Smára Guðjohnsen við sölu til West Ham í gær eftir að Íslendingafélagið samþykkti tveggja milljón króna greiðslu frá umboðsmanninum Kia Joorabchian til að losa argentínska framherjann Carlos Tevez undan samningi við félagið. Fótbolti 3.8.2007 15:36 Eiður Smári fer ekki til Asíu með Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki ferðast með Barcelona til Asíu í æfingaferð vegna meiðsla á hné. Landsliðsfyrirliðinn missti einnig af æfingaferð Barcelona til Skotlands í síðustu viku. Carlos Puyol og Edmílson eru einnig meiddir og fara því ekki með til Asíu. Þar að auki eru Lionel Messi, Rafa Márques og Gabi Milito enn í frí vegna þátttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 31.7.2007 15:53 Deco vill vinna aftur með Mourinho Miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur gefið það út að hann myndi langa að vinna með José Mourinho, framkvæmdastjóra Chelsea. Deco var einn af lykilmönnum Porto þegar liðið varð Evrópumeistari undir stjórn Mourinho. Orðrómur hefur verið á kreiki að Barcelona vilji losna við leikmanninn vegna komu Thierry Henry í liðið. Fótbolti 31.7.2007 14:17 Atletico Madrid klófestir Reyes Atletico Madrid hefur staðfest að þeir hafi nælt sér í Jose Antonio Reyes frá Arsenal. Spænski framherjinn hefur ekki farið leynt með að hann vilji spila í heimalandinu eftir vonbrigði á Englandi með Arsenal, en hann var á láni hjá Real Madrid á síðasta tímabili. Á vefsíðu Skysports kemur fram að Reyes muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og kaupverðið er talið vera um 8,1 milljón punda. Fótbolti 30.7.2007 21:55 Arnór: Eiður er opinn fyrir að ganga til liðs við West Ham Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn væri áhugasamur um að ganga til liðs við West Ham. Eiður hefur verið sterklega orðaður við West Ham í sumar. Eftir að Barcelona keypti Thierry Henry fyrr í sumar er ljóst að Eiður hefur færst aftar í goggunarröðina. Fótbolti 30.7.2007 16:22 Nicola Zigic vinsæll í Evrópu Nicola Zigic, serbneski framherjinn hjá Racing Santander, er vinsæll á meðal liða víðs vegar um Evrópu. Fenerbache og Manchester City höfðu bæði lýst yfir áhuga sínum á kappanum og nú hefur Werder Bremen bæst í hópinn. Fótbolti 30.7.2007 14:13 Rijkaard segir það ekki vera vandamál að stilla stjörnunum í byrjunarliðið Frank Rijkaard segir að að það verði ekkert mál að stilla stjörnunum fjórum upp saman í byrjunarliði Barcelona. Þar á hann við Samuel Eto´o, Lionel Messi, Ronaldinho og Thierry Henry, en mikið hefur verið rætt um að þeir gætu ekki allir verið í byrjunarliðinu. Fótbolti 27.7.2007 14:29 Henry skoraði í fyrsta leiknum fyrir Barcelona Thierry Henry skoraði eina mark Barcelona í sigri gegn Dundee United í Skotlandi í kvöld. Markið kom á 89. mínútu eftir vítaspyrnu. Henry tók spyrnuna sem var varin en hann fylgdi vel á eftir. Þetta var fyrsti leikurinn sem Henry spilar fyrir Barcelona en hann kom frá Arsenal í sumar. Fótbolti 26.7.2007 21:42 Eiður ekki með Barcelona í Skotlandi Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með Barcelona í æfingaferð liðsins til Skotlands vegna meiðsla á hné. Carlos Puyol verður ekki heldur með vegna meiðsla, auk þess sem að Lionel Messi, Gaby Milito og Rafa Márguez er enn í fríi vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 23.7.2007 15:07 Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. Fótbolti 22.7.2007 13:47 Helguera samdi við Valencia Spænski varnarmaðurinn Ivan Helguera gekk í gær frá samningi við Valencia eftir átta ár hjá Real Madrid. Helguera er 32 ára gamall og vann á sínum tíma þrjá deildarmeistaratitla og tvo Evróputitla með félaginu. Helguera hefur samið við Valencia til þriggja ára og verður ætlað að fylla skarð Roberto Ayala í vörninni. Fótbolti 21.7.2007 16:49 Cannavaro ekki á förum frá Real Madrid Ítalski varnarjaxlinn Fabio Cannavaro segist ekki vera á förum frá Real Madrid þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis í fjölmiðlum í heimalandi hans. Cannavaro er 34 ára gamall og segist kunna vel við sig á Spáni. Sagt var að framtíð hans væri óráðin í kjölfar þess að landi hans Fabio Capello var rekinn úr þjálfarastóli á dögunum. Fótbolti 21.7.2007 14:18 Lyon hefur áhuga á Reyes Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands. Fótbolti 21.7.2007 14:02 Forlan: Ég er enginn Torres Framherjinn Diego Forlan sem gekk í raðir Atletico Madrid á dögunum segist ekki vera að hugsa um það að hann sé arftaki Fernando Torres hjá félaginu. Forlan verður engu að síður ætlað að fylla skarð "El Nino" hjá Atletico, en hann hefur að mestu séð um markaskorun hjá félaginu síðustu ár. Fótbolti 17.7.2007 17:21 Ayala gengur frá umdeildum samningi við Zaragoza Argentínski varnarjaxlinn Roberto Ayala hefur gengið frá þriggja ára samningi við Real Zaragoza á Spáni, aðeins stuttu eftir að hann skrifaði undir samning við Villarreal. Ayala skrifaði undir við Villarreal fyrir nokkru en ákvað að kaupa sig út úr samningnum og semja heldur við Zaragoza. Fótbolti 17.7.2007 17:12 Laudrup: Villarreal verður að halda auðmýktinni Michael Laudrup, nýráðinn þjálfari spænska liðsins Villarreal, segir að félagið verði að halda þeirri auðmýkt sem einkennt hefur leik liðsins síðustu ár til að geta náð góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Fótbolti 17.7.2007 17:30 Cuper tekur við Betis Hector Cuper, fyrrum þjálfari Inter og Valencia, var í gær ráðinn þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Real Betis. Cuper er 51 árs gamall Argentínumaður og var síðast við stjórnvölinn hjá Mallorca. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Andalúsíufélagið, sem naumlega náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð. Fótbolti 17.7.2007 14:37 Real Madrid fær Dudek Real Madrid hefur klófest pólska markvörðinn Jerzy Dudek frá Liverpool en þeir þurftu ekkert að borga fyrir leikmanninnn þar sem hann var með lausan samning. Real Madrid fengu hann til liðsins til þess að vera varamaður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn, Iker Casillas. Fótbolti 12.7.2007 11:03 Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho? Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna. Fótbolti 11.7.2007 16:33 « ‹ 234 235 236 237 238 239 240 241 242 … 268 ›
Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Enski boltinn 28.8.2007 13:41
Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum. Fótbolti 27.8.2007 15:54
Robben og Heinze búnir að skrifa undir hjá Real Madrid Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. Fótbolti 23.8.2007 16:21
Van Nistelrooy valinn á ný Ruud van Nistelrooy, framherji Real Madrid, hefur verið valinn í hollenska landsliðið á ný eftir að hafa verið úti í kuldanum frá því á HM í fyrra. Fótbolti 17.8.2007 17:33
Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslum sínum Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Barcelona en þær eru allar í biðstöðu vegna hnémeiðsla hans. Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslunum því að bati er enginn og sprautumeðferð hefur ekki skilað neinum árangri. Eiður Smári vonast til að þurfa ekki að fara undir hnífinn. Fótbolti 13.8.2007 20:02
Barcelona hafnar 40 milljón pundum frá AC Milan Umboðsmaður Ronaldinho, Roberto Assis, sagði í viðtali við blaðið Gazzetta della Sport um helgina að Barcelona hefði hafnað 40 milljón punda tilboði í leikmanninn. Assis sem er einnig bróðir leikmannsins segir að svo virðist sem Barcelona ætli í staðinn að leggja fram nýtt samningstilboð sem haldi Ronaldinho hjá Barcelona til ferill hans er enda. Fótbolti 13.8.2007 09:13
Hvetur Eið til að leita á önnur mið Yfirmaður knattspyrnudeildar hjá Barcelona hvetur Eið Smára Guðjohnsen til að leita á önnur mið. Hann segir ákvörðun Eiðs um að vera áfram hjá félaginu, slæma ákvörðun. Fótbolti 11.8.2007 18:01
Sevilla hefur hafnað tveimur tilboðum í Alves Forráðamenn Sevilla segjast hafa hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn eftirsótta Daniel Alves. Ástæðuna segja þeir vera að þeir séu að bíða eftir ásættanlegu tilboði. Talið er að Chelsea standi á bakvið tilboðin sem hljómuðu upp á 21,7 milljónir punda og 23,7 milljónir punda, en Chelsea hefur verið sterklega orðað við leikmanninn. Fótbolti 10.8.2007 15:54
Nicolau Casaus látinn Nicolau Casaus, fyrrverandi varaforseti Barcelona er látinn, 94 ára að aldri. Í virðingarskyni fyrir Casaus verður öllum fánum liðsins flaggað í hálfa stöng í dag. Minningarathöfn þessa sterka persónuleika verður haldin á hádegi á morgun við Tanatorio de Les Corts í Barcelona. Fótbolti 9.8.2007 15:03
Valencia að tryggja sér Zigic? Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur spænska liðið Valencia náð samkomulagi um kaup á hávaxna framherjanum Nikola Zigic frá Racing Santander. Talið er að umsamið verð á leikmanninum sé um 10,1 milljón punda. Fleiri félög hafa sýnt þessum serbneska landsliðsmanni áhuga, þ.á.m. Manchester City, Werder Bermen og Fenerbache. Fótbolti 8.8.2007 18:40
Eiður Smári og Messi æfðu í gær - Eiður aðeins í 15 mínútur Eiður Smári Guðjohnsen æfði í gær á æfingasvæði Barcelona með Lionel Messi en þetta var fyrsta æfing Messi eftir þáttöku hans í Suður-Ameríkubikarnum í sumar. Þeir tóku létta æfingu þar sem þeir hlupu með bolta, æfðu sendingar og gerðu stuttar þolæfingar. Eiður Smári æfði þó aðeins í 15 mínútur þar sem hann er að jafna sig af hnémeiðslum, en Messi æfði einn í kjölfarið. Fótbolti 8.8.2007 15:39
Eiður telur sig eiga góða möguleika Enskir fjölmiðlar héldu áfram að bendla Eið Smára Guðjohnsen við sölu til West Ham í gær eftir að Íslendingafélagið samþykkti tveggja milljón króna greiðslu frá umboðsmanninum Kia Joorabchian til að losa argentínska framherjann Carlos Tevez undan samningi við félagið. Fótbolti 3.8.2007 15:36
Eiður Smári fer ekki til Asíu með Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki ferðast með Barcelona til Asíu í æfingaferð vegna meiðsla á hné. Landsliðsfyrirliðinn missti einnig af æfingaferð Barcelona til Skotlands í síðustu viku. Carlos Puyol og Edmílson eru einnig meiddir og fara því ekki með til Asíu. Þar að auki eru Lionel Messi, Rafa Márques og Gabi Milito enn í frí vegna þátttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 31.7.2007 15:53
Deco vill vinna aftur með Mourinho Miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur gefið það út að hann myndi langa að vinna með José Mourinho, framkvæmdastjóra Chelsea. Deco var einn af lykilmönnum Porto þegar liðið varð Evrópumeistari undir stjórn Mourinho. Orðrómur hefur verið á kreiki að Barcelona vilji losna við leikmanninn vegna komu Thierry Henry í liðið. Fótbolti 31.7.2007 14:17
Atletico Madrid klófestir Reyes Atletico Madrid hefur staðfest að þeir hafi nælt sér í Jose Antonio Reyes frá Arsenal. Spænski framherjinn hefur ekki farið leynt með að hann vilji spila í heimalandinu eftir vonbrigði á Englandi með Arsenal, en hann var á láni hjá Real Madrid á síðasta tímabili. Á vefsíðu Skysports kemur fram að Reyes muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og kaupverðið er talið vera um 8,1 milljón punda. Fótbolti 30.7.2007 21:55
Arnór: Eiður er opinn fyrir að ganga til liðs við West Ham Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn væri áhugasamur um að ganga til liðs við West Ham. Eiður hefur verið sterklega orðaður við West Ham í sumar. Eftir að Barcelona keypti Thierry Henry fyrr í sumar er ljóst að Eiður hefur færst aftar í goggunarröðina. Fótbolti 30.7.2007 16:22
Nicola Zigic vinsæll í Evrópu Nicola Zigic, serbneski framherjinn hjá Racing Santander, er vinsæll á meðal liða víðs vegar um Evrópu. Fenerbache og Manchester City höfðu bæði lýst yfir áhuga sínum á kappanum og nú hefur Werder Bremen bæst í hópinn. Fótbolti 30.7.2007 14:13
Rijkaard segir það ekki vera vandamál að stilla stjörnunum í byrjunarliðið Frank Rijkaard segir að að það verði ekkert mál að stilla stjörnunum fjórum upp saman í byrjunarliði Barcelona. Þar á hann við Samuel Eto´o, Lionel Messi, Ronaldinho og Thierry Henry, en mikið hefur verið rætt um að þeir gætu ekki allir verið í byrjunarliðinu. Fótbolti 27.7.2007 14:29
Henry skoraði í fyrsta leiknum fyrir Barcelona Thierry Henry skoraði eina mark Barcelona í sigri gegn Dundee United í Skotlandi í kvöld. Markið kom á 89. mínútu eftir vítaspyrnu. Henry tók spyrnuna sem var varin en hann fylgdi vel á eftir. Þetta var fyrsti leikurinn sem Henry spilar fyrir Barcelona en hann kom frá Arsenal í sumar. Fótbolti 26.7.2007 21:42
Eiður ekki með Barcelona í Skotlandi Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með Barcelona í æfingaferð liðsins til Skotlands vegna meiðsla á hné. Carlos Puyol verður ekki heldur með vegna meiðsla, auk þess sem að Lionel Messi, Gaby Milito og Rafa Márguez er enn í fríi vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 23.7.2007 15:07
Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. Fótbolti 22.7.2007 13:47
Helguera samdi við Valencia Spænski varnarmaðurinn Ivan Helguera gekk í gær frá samningi við Valencia eftir átta ár hjá Real Madrid. Helguera er 32 ára gamall og vann á sínum tíma þrjá deildarmeistaratitla og tvo Evróputitla með félaginu. Helguera hefur samið við Valencia til þriggja ára og verður ætlað að fylla skarð Roberto Ayala í vörninni. Fótbolti 21.7.2007 16:49
Cannavaro ekki á förum frá Real Madrid Ítalski varnarjaxlinn Fabio Cannavaro segist ekki vera á förum frá Real Madrid þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis í fjölmiðlum í heimalandi hans. Cannavaro er 34 ára gamall og segist kunna vel við sig á Spáni. Sagt var að framtíð hans væri óráðin í kjölfar þess að landi hans Fabio Capello var rekinn úr þjálfarastóli á dögunum. Fótbolti 21.7.2007 14:18
Lyon hefur áhuga á Reyes Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands. Fótbolti 21.7.2007 14:02
Forlan: Ég er enginn Torres Framherjinn Diego Forlan sem gekk í raðir Atletico Madrid á dögunum segist ekki vera að hugsa um það að hann sé arftaki Fernando Torres hjá félaginu. Forlan verður engu að síður ætlað að fylla skarð "El Nino" hjá Atletico, en hann hefur að mestu séð um markaskorun hjá félaginu síðustu ár. Fótbolti 17.7.2007 17:21
Ayala gengur frá umdeildum samningi við Zaragoza Argentínski varnarjaxlinn Roberto Ayala hefur gengið frá þriggja ára samningi við Real Zaragoza á Spáni, aðeins stuttu eftir að hann skrifaði undir samning við Villarreal. Ayala skrifaði undir við Villarreal fyrir nokkru en ákvað að kaupa sig út úr samningnum og semja heldur við Zaragoza. Fótbolti 17.7.2007 17:12
Laudrup: Villarreal verður að halda auðmýktinni Michael Laudrup, nýráðinn þjálfari spænska liðsins Villarreal, segir að félagið verði að halda þeirri auðmýkt sem einkennt hefur leik liðsins síðustu ár til að geta náð góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Fótbolti 17.7.2007 17:30
Cuper tekur við Betis Hector Cuper, fyrrum þjálfari Inter og Valencia, var í gær ráðinn þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Real Betis. Cuper er 51 árs gamall Argentínumaður og var síðast við stjórnvölinn hjá Mallorca. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Andalúsíufélagið, sem naumlega náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð. Fótbolti 17.7.2007 14:37
Real Madrid fær Dudek Real Madrid hefur klófest pólska markvörðinn Jerzy Dudek frá Liverpool en þeir þurftu ekkert að borga fyrir leikmanninnn þar sem hann var með lausan samning. Real Madrid fengu hann til liðsins til þess að vera varamaður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn, Iker Casillas. Fótbolti 12.7.2007 11:03
Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho? Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna. Fótbolti 11.7.2007 16:33