Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona steinlá fyrir Atletico

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona misstigu sig illa í toppbaráttunni á Spáni í kvöld þegar þeir fengu 4-2 skell gegn Atletico í Madrid. Á sama tíma vann Real Madrid 3-2 sigur á Recreativo á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard er ánægður hjá Barcelona

Bróðir þjálfarans Frank Rijkaard hjá Barcelona segir hann ánægðan í herbúðum liðsins og blæs á slúðurfréttir ensku blaðanna um að Rijkaard muni taka við Chelsea ef Avram Grant nær ekki að skila titli eða titlum í hús í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Forysta Real Madrid aðeins tvö stig

Mjög óvænt úrslit urðu í spænska boltanum í gær. Meistararnir í Real Madrid töpuðu 0-1 á heimavelli fyrir Getafe en það var Ikechukwu Uche sem skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto'o með þrennu

Samuel Eto'o skoraði þrennu fyrir Barcelona þegar liðið vann 5-1 stórsigur á Levante í spænsku deildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona og kom ekki við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður orðaður við PSG

Eiður Smári Guðjohnsen var í dag orðaður við Paris St. Germain í frönskum fjölmiðlum, þá sem eftirmaður Portúgalans Pauleta.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona að kaupa varnarmann

Barcelona mun síðar í vikunni ganga frá kaupunum á varnarmanninum Ezequiel Garay frá Racing Santander. Þetta kemur fram í spænsku dagblaði í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Forysta Real aðeins sex stig

Spánarmeistarar Real Madrid hafa nú aðeins sex stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að Barcelona vann nauman 1-0 sigur á Osasuna í kvöld. Xavi skoraði sigurmark heimamanna skömmu fyrir leikslok en Eiður Smári sat á bekknum allan tímann. Real steinlá 2-0 fyrir Almeria í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Áfall fyrir Barcelona

Spænska liðið Barcelona varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að fyrirliðinn Carles Puyol er með rifinn vöðva í fæti og getur því ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho orðaður við Valencia

Breska blaðið Sun fullyrðir að Jose Mourinho sé við það að taka við liði Valencia á Spáni. Spænska stórliðið er í krísu þessa dagana og er aðeins fimm stigum frá fallsæti í úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta framlengir við Barcelona

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hefur framlengt samning sinn við Barcelona til ársins 2014. Iniesta er 23 ára gamall en gamli samningurinn hans átti ekki að renna út fyrr en eftir tvö ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Barcelona og Villarreal

Barcelona gerði í kvöld 0-0 jafntefli við Villarreal í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænska konungsbikarsins. Heimamenn í Villarreal fengu betri færi í leiknum en Victor Valdez markvörður kom í veg fyrir tap Barcelona sem nú á síðari leikinn eftir á heimavelli. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður og lék síðustu 10 mínúturnar eða svo.

Fótbolti