Spænski boltinn

Fréttamynd

Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur

Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt

Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst.

Fótbolti
Fréttamynd

Lionel Messi kann að skutla sér | 50 marka maðurinn með tilþrif

Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni

Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Guardiola er mikilvægari en ég

Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi-sýningin heldur áfram

Það virðist ekkert geta stöðvað Argentínumanninn Lionel Messi þessa dagana. Hann skoraði í kvöld bæði mörk Barcelona í útisigri á Racing Santander.

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn fullkomni leikmaður

Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG gæti keypt Xavi fyrir 13,4 milljarða | Klausa í samningnum

Franska félagið Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga á að fá til sín spænska miðjumanninn Xavi og spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því að Frakkarnir séu tilbúnir að borga 80 milljónir evra fyrir þennan frábæra miðjumann Barca og spænska landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi í banni um helgina

Lionel Messi fær sjaldgæfa hvíld þegar Barcelona fær Sporting Gijon í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Barcelona er tíu stigum á eftir toppliði Real Madrid og má ekki við því að misstíga sig í fleiri leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar: Ronaldinho mælti með Barcelona

Brasilíumaðurinn Neymar hefur gefið vísbendingu um að hann muni á endanum ganga til liðs við Barcelona á Spáni. Þessi tvítugi kappi er nú á mála hjá Santos í heimalandinu en hann þykir einn efnilegasti knattspyrnumaður heims.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico

Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola

Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári.

Fótbolti