Ástin á götunni

Fréttamynd

Minning um Sigurstein Gíslason

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fyrrum samherji Sigursteins Gíslasonar hjá ÍA og KR, hefur sett saman myndband í minningu Sigursteins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Þór hefur ekkert hugsað um landsliðið

Arnar Þór Viðarsson er í fámennum hópi en aðeins 21 leikmaður á meira en 50 landsleiki að baki. Arnar hefur spilað 52 landsleiki á ferlinum en á þó ekki sérstaklega góðar minningar frá síðasta landsleik, en þá tapaði Ísland fyrir Liechtenstein ytra, 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiðar í hóp hinna útvöldu

Heiðar Helguson er aðeins sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins í 56 ára sögu kjörsins. "Óvænt og mikil ánægja,“ segir Heiðar sem átti ekki einu sinni von á því að vera tilnefndur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar fundar með stelpunum um jólin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar. Þetta kemur fram á KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hallbera Guðný spilar í Svíþjóð næsta sumar

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur fengið tilboð frá þremur liðum í sænsku úrvalsdeildinni og ætlar að taka næstu vikuna til að fara yfir þau. Hún á von á því að taka ákvörðun fyrir áramót og segir að það liggi nokkuð ljóst fyrir að hún sé á leið frá Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn

Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar byrja á móti Þýskalandi á Algarve

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í A-riðli á hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári en nú er búið að draga í riðla fyrir keppnina. Íslenska liðið er í riðli með Þýskalandi, Kína og Svíþjóð en í B-riðlinum eru bæði Heimsmeistarar Japans og bandaríska landsliðið auk Noregs og Danmörku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigursteinn Gíslason fékk gullmerki KSÍ í gær

Sigursteinn Gíslason er ásamt Gunnari Guðmannssyni sá núlifandi Íslendingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta oftast eða níu sinnum. Gunnar og Sigursteinn fengu í gær af því tilefni afhent fyrstu eintökin af síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins eftir Sigmund Ó. Steinarsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lars Lagerbäck byrjar á móti Svartfjallalandi

Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012. Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars mun ræða aftur við Heiðar

Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Íslenski boltinn