Íslenski körfuboltinn

Semaj byrjaði með látum hjá Haukum - skoraði 46 stig á 28 mínútum
Semaj Inge sýndi mátt sinn á körfuboltavellinum á Ásvöllum í kvöld þegar hann fór mikinn í 52 stiga sigri Hauka á ÍA, 131-79 í 1. deild karla. Semaj skoraði 46 stig á 28 mínútum í leiknum en þetta var fyrsti leikur hans með Hafnarfjarðarliðinu.

Hóf vikuna með KR en endar hana með Haukum í kvöld
Semaj Inge fór ekki langt þegar KR-ingar ráku hann á miðvikudagskvöldið því þessi bandaríski bakvörður hefur gert samning við 1.deildarlið Hauka og ætlar að reyna að hjálpa Hafnarfjarðarliðinu að komast upp í Iceland Express deildina.

Keflavík örugglega inn í bikarúrslitin eftir stórsigur
Keflavíkurkonur eru komnar í úrslitaleik Subwaybikars kvenna eftir 49 stiga sigur, 97-48, á 1. deildarliði Fjölnis í undanúrslitaleik liðanna í Grafarvogi. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða Njarðvík sem mætast í hinum leiknum á sunnudaginn.

Komast Keflavíkurkonur í Höllina í 18. sinn á 23 árum?
Fyrri undanúrslitaleikurinn í Subwaybikar kvenna í körfubolta fer fram í Dalhúsum í Garfarvogi í kvöld þegar 1.deildarlið Fjölnis tekur á móti sjóðheitum Keflavíkurkonum sem stöðvuðu fjórtán leikja sigurgöngu KR í deildinni á miðvikudaginn.

Guðjón Skúlason: Ég er hrikalega ánægður með þetta
Guðjón Skúlason stýrði Keflvíkingum til glæsilegs 20 stiga sigurs á Njarðvíkingum í átta liða úrslitum Subwaybikars karla í kvöld á móti hans gamla þjálfara Sigurði Ingimundarsyni en Sigurður þjálfar nú Njarðvík.

Keflvíkingar komnir í undanúrslit Subwaybikarsins eftir stórsigur
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 93-73, í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði allan leikinn og verða í pottinum ásamt Grindavík, ÍR og Snæfelli þegar dregið verður á miðvikudaginn.

Keflvíkingar að rassskella Njarðvíkinga í fyrri hálfleik
Keflvíkingar eru að fara illa með nágranna sína í Njarðvík í stórleik átta liða úrslita Subwaybikars karla í körfubolta en lið mætast í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavík hefur 21 stigs forskot í hálfleik, 51-30, og er komið með annan fótinn í undanúrslitin.

Snæfell þurfti framlengingu til að vinna Fjölni
Snæfell er komið áfram í undanúrslit Subwaybikars karla í körfubolta eftir 100-96 sigur á nýliðum Fjölnis í framlengdum leik í Stykkishólmi.

Grindavík áfram en það þarf að framlengja í Hólminum
Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla í körfubolta með 96-86 sigri á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Grindavík er því komið áfram eins og ÍR en það þurfti hinsvegar að framlengja leik Snæfells og Fjölnis í Stykkishólmi.

Keflavíkurkonur slógu út KR-banana í Hamar
Keflavíkurkonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta þegar þær unnu sextán stiga sigur á KR-bönunum í Hamri, 86-72, í Toyota-höllinni í Keflavík. Keflavík hafði örugga forustu allan leikinn og sigur liðsins var aldrei í hættu.

Heather Ezell með þrennu þriðja leikinn í röð - Haukar í undanúrslit
Heather Ezell náði þrefaldri tvennu þriðja leikinn í röð þegar Haukakonur komust í undanúrslit Subwaybikars kvenna í körfubolta eftir 84-61 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Ezell var með 23 stig 15 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum.

ÍR-ingar fyrstir liða inn í undanúrslitin
ÍR tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla með því að vinna sjö stiga sigur á Breiðabliki, 87-94, í Smáranum í Kópavogi í dag. Michael Jefferson skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði ÍR.

Hattarmenn bæta við sig tveimur erlendum mönnum fyrir kvöldið
1. deildarlið Hattar hefur styrkt sig fyrir seinni hluta tímabilsins en Bandaríkskur bakvörður og pólskur miðherji hafa gert tveggja mánaða samning við félagið. Höttur mætir Þór Akureyri á heimavelli í kvöld í mikilvægum leik í neðri hluta 1. deildarinnar.

Páll Axel með 54 stig í Grindavík
Páll Axel Vilbergsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 54 stig þegar að Grindavík vann stórsigur á Tindastóli á heimavelli, 124-85.

Haukar fóru létt með Skallagrím í toppslagnum - KFÍ í toppsætinu
Haukar unnu öruggan 40 stiga sigur á Skallagrími, 105-65 í Borganesi í toppslag í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Liðin voru fyrir leikinn jöfn í 1. til 3. sæti deildarinnar og voru jafnframt þau einu sem höfðu aðeins tapað einum leik í deildinni.

Engin Evrópukeppni hjá körfuboltalandsliðunum næstu árin
Körfuknattleiksamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að senda ekki landsliðin sín til keppni í Evrópukeppni á árunum 2010 og 2011 en A-landslið karla hefur tekið þátt í Evrópukeppninni sleitulaust undanfarna þrjá áratugi og stelpurnar hafa verið með frá 2006.

Margrét Kara og Shouse best
Margrét Kara Sturludóttir, KR og Justin Shouse, Stjörnunni, voru valin bestu leikmenn fyrri umferða í Iceland Express-deildum karla og kvenna.

Helena fyrst til að vera valin fimm ár í röð
Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson voru í gær valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins 2009 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þau settu bæði með því met, Jón Arnór fékk þessa útnefningu í sjöunda sinn og Helena varð fyrst til þess að hljóta hana fimm ár í röð.

KR tapaði aftur í Kína
KR tapaði fyrir Beijing Aoeshen í síðari sýningarleik liðanna í Chengdu í Kína í morgun, 104-81.

KR tapaði í Kína
KR tapaði í morgun fyrir Beijing Aoeshen í sýningarleik sem fór fram í Chengdu. Lokatölur voru 101-73.

Þrjú lið jöfn á toppi 1. deildar karla um jólin
Ármann vann óvæntan 83-77 sigur á toppliði KFÍ í 1. deild karla í Laugardalshöllinni í kvöld sem þýðir að Haukar og Skallagrímur eru með jöfn mörg stig og Ísfirðingar þegar deildin fer í jólafrí.

Benedikt stjórnar ekki KR-liðinu í kvöld - er á leið til Kína með karlaliðinu
Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, stjórnar liði sínu ekki á móti Keflavík í stórleik Iceland Express deild kvenna í kvöld. Benedikt flaug með meistaraflokki KR til Kína í morgun þar sem Íslandsmeistararnir mæta kínverska liðinu Beijing Aoshen í tveimur sýningarleikjum um næstu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Myndaveisla: Stjörnuleiksdagur KKÍ
Stjörnuleiksdagur KKÍ fór fram í Grafarvogi í gær. Þar var mikið um flott tilþrif og stemningin afar góð.

Skoraði 48 af 55 stigum sínum með þriggja stiga skotum
Sean Burton, bandarískur bakvörður Snæfellinga, var heldur betur í stuði í 130-75 sigurleik liðsins á Hamar í Subwaybikarnum í kvöld. Burton skoraði 55 stig þar af 48 þeirra úr þriggja stiga skotum. Burton hitti úr 16 af 20 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Hamar sló bikarmeistara KR út í DHL-Höllinni
Hamar varð fyrsta liðið til þess að vinna KR í kvennakörfunni í vetur þegar liðið vann tíu stiga sigur á KR, 64-74, í DHL-Höllinni í kvöld. KR var með frumkvæðið framan af leik en frábær sprettur Hamars í upphafi fjórða leikhluta lagði grunninn að sigrinum.

Snæfell, ÍR og Fjölnir fóru áfram í bikarnum
Iceland Express deildar liðin Snæfell, ÍR og Fjölnir eru öll komin í átta liða úrslit Subway-bikars karla eftir sigra í leikjum sínum í sextán liða úrslitunum í kvöld. Snæfell vann 130-75 sigur á Hamar í Hólminum, ÍR vann 93-86 sigur á KFÍ á Ísafirði og Fjölnir vann 84-63 sigur á Skallagrími í Borgarnesi.

Fjögur lið yfir hundrað stigin í Subwaybikarnum
Iceland Express deildarliðin Grindavík, Breiðablik, Njarðvík og Keflavík unnu öll góða sigra í sextán liða úrslitum Subwaybikars karla í dag. Grindavík vann Ármann 132-76, Breiðablik vann 102-58 sigur á ÍBV, Njarðvíkingar unnu UMFH 107-55 á Flúðum og Keflavík vann 100-90 sigur á Val á Hlíðarenda.

Haukakonur unnu Val örugglega í bikarnum
Haukakonur eru komnar í átta liða úrslit Subwaybikars kvenna í körfubolta eftir 68-53 sigur á Val á Ásvöllum í dag. Valsliðið byrjaði vel og var 20-15 yfir eftir fyrst leikhluta en staðan var 32-30 fyrir Hauka í hálfleik. Haukar urðu þar með annað liðið á eftir Keflavík til að tryggja sér sæti í pottinum í næstu umferð.

Keflavíkurkonur fyrstar inn i átta liða úrslitin
Keflavíkurkonur urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Subwaybikarsins í körfubolta eftir 70-61sigur á Grindavík í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Leikurinn hófst á óvenjulegum tíma eða klukkan 13.00.

Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leik Snæfells og Hamars
Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring.