Verslun Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt. Innlent 22.11.2025 12:18 Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup. Neytendur 21.11.2025 13:43 GK Reykjavík minnkar við sig Starfsemi fataverslunarinnar GK Reykjavík hefur lokað á Hafnartorgi. Starfseminni hefur verið komið fyrir inni í verslun Evu á Laugarvegi. Viðskipti innlent 21.11.2025 13:33 Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Fjörðurinn, verslunarmiðstöð Hafnarfjarðar, hefur tekið miklum breytingum og tvöfaldast að stærð. Fjöldi nýrra verslana opnar í verslunarmiðstöðinni í dag. Innlent 21.11.2025 12:53 Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup „Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir. Samstarf 21.11.2025 12:29 Steinar Waage opnar á Akureyri Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:30 Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tilkynnt að jólagjöf ársins sé praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að um óvanalega gjöf sé að ræða en hún fylgi samt sem áður tíðarandanum. Lífið 20.11.2025 18:28 Áfram talsverður kraftur í innlendri kortaveltu heimilanna Áfram er nokkur kraftur í neyslu landsmanna en kortavelta heimilanna í verslunum hér á landi jókst um liðlega tvö prósent að raunvirði í október miðað við sama tíma í fyrra. Innherjamolar 18.11.2025 10:18 Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. Neytendur 13.11.2025 17:34 Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Neytendur 11.11.2025 12:09 „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10.11.2025 14:01 Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Happy Hydrate seldi vörur fyrir rúmar 302 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tíföldun rekstrartekna frá árinu þar á undan en þrátt fyrir það var félagið rekið með tæplega 900 þúsund króna tapi. Viðskipti innlent 8.11.2025 12:52 „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55 Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. Neytendur 4.11.2025 15:38 Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Neytendur 4.11.2025 13:01 Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Innlent 2.11.2025 15:48 Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Nýleg kaup konu á uppþvottavél frá Rafha á tíu þúsund krónur reyndust of góð til að vera sönn. Konan krafðist þess að raftækjabúðinni yrði gert að standa við söluna sem byggðist á tæknilegum mistökum í sölukerfinu. Neytendur 29.10.2025 13:05 Hamona Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Skoðun 27.10.2025 13:01 Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Drangar hf. og félag í eigu InfoCapital ehf. hafa undirritað samning um uppbyggingu verslunar og þjónustu á Blönduósi. Fyrirhugað er að opna lágvöruverslun og veitingaþjónustu ásamt eldsneytissölu, hraðhleðslu og bílaþvottastöð í bænum. Viðskipti innlent 24.10.2025 10:08 Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð. Innherji 21.10.2025 15:47 Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Epal hefur verið til í 50 ár og eigandinn vill ekki endilega vera stærstur, bara bestur. Sindri hitti Eyjólf sem er stoltur af þriðja barninu sínu sem hann vill helst aldrei selja en söguna má heyra og sjá í spilaranum hér að ofan. Lífið 14.10.2025 11:00 Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð. Neytendur 13.10.2025 08:12 Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ég er ásamt fjölskyldu minni búinn að þurfa að standa í því síðustu dægrin,af illri nauðsyn, að endurnýja svo til allt á heimilinu. Hvort sem litið er til sturtu eða eldhúsinnréttingu. Það hefur verið þannig í gegnum þetta ferli að ég hef rekið mig á allskonar hindranir. Skoðun 10.10.2025 11:32 Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Skoðun 6.10.2025 13:32 Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 6.10.2025 11:13 Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50). Lífið 26.9.2025 21:00 Viðskiptavinurinn alltaf í fókus BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins. Samstarf 25.9.2025 12:21 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. Viðskipti innlent 24.9.2025 14:22 „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Eigendur fyrirtækja eru að drukkna í beiðnum frá fólki sem vill fá allt fyrir ekkert að sögn verslunareiganda. Ákveðin betlmenning hafi hreiðrar um sig sem alltof mikill tími fari í að sinna. Viðskipti innlent 22.9.2025 21:13 Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Krónan hyggst opna verslun að Hafnarbraut 60 á Höfn í Hornafirði árið 2026 í nýju verslunarhúsnæði. Stefnt er að opnun verslunarinnar, sem verður um 1500 fermetrar að stærð, fyrir næsta sumar eða í síðasta lagi um haustið. Viðskipti innlent 19.9.2025 08:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 48 ›
Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt. Innlent 22.11.2025 12:18
Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup. Neytendur 21.11.2025 13:43
GK Reykjavík minnkar við sig Starfsemi fataverslunarinnar GK Reykjavík hefur lokað á Hafnartorgi. Starfseminni hefur verið komið fyrir inni í verslun Evu á Laugarvegi. Viðskipti innlent 21.11.2025 13:33
Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Fjörðurinn, verslunarmiðstöð Hafnarfjarðar, hefur tekið miklum breytingum og tvöfaldast að stærð. Fjöldi nýrra verslana opnar í verslunarmiðstöðinni í dag. Innlent 21.11.2025 12:53
Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup „Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir. Samstarf 21.11.2025 12:29
Steinar Waage opnar á Akureyri Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:30
Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tilkynnt að jólagjöf ársins sé praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að um óvanalega gjöf sé að ræða en hún fylgi samt sem áður tíðarandanum. Lífið 20.11.2025 18:28
Áfram talsverður kraftur í innlendri kortaveltu heimilanna Áfram er nokkur kraftur í neyslu landsmanna en kortavelta heimilanna í verslunum hér á landi jókst um liðlega tvö prósent að raunvirði í október miðað við sama tíma í fyrra. Innherjamolar 18.11.2025 10:18
Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. Neytendur 13.11.2025 17:34
Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Neytendur 11.11.2025 12:09
„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10.11.2025 14:01
Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Happy Hydrate seldi vörur fyrir rúmar 302 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tíföldun rekstrartekna frá árinu þar á undan en þrátt fyrir það var félagið rekið með tæplega 900 þúsund króna tapi. Viðskipti innlent 8.11.2025 12:52
„Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55
Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. Neytendur 4.11.2025 15:38
Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Neytendur 4.11.2025 13:01
Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Innlent 2.11.2025 15:48
Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Nýleg kaup konu á uppþvottavél frá Rafha á tíu þúsund krónur reyndust of góð til að vera sönn. Konan krafðist þess að raftækjabúðinni yrði gert að standa við söluna sem byggðist á tæknilegum mistökum í sölukerfinu. Neytendur 29.10.2025 13:05
Hamona Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Skoðun 27.10.2025 13:01
Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Drangar hf. og félag í eigu InfoCapital ehf. hafa undirritað samning um uppbyggingu verslunar og þjónustu á Blönduósi. Fyrirhugað er að opna lágvöruverslun og veitingaþjónustu ásamt eldsneytissölu, hraðhleðslu og bílaþvottastöð í bænum. Viðskipti innlent 24.10.2025 10:08
Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð. Innherji 21.10.2025 15:47
Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Epal hefur verið til í 50 ár og eigandinn vill ekki endilega vera stærstur, bara bestur. Sindri hitti Eyjólf sem er stoltur af þriðja barninu sínu sem hann vill helst aldrei selja en söguna má heyra og sjá í spilaranum hér að ofan. Lífið 14.10.2025 11:00
Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð. Neytendur 13.10.2025 08:12
Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ég er ásamt fjölskyldu minni búinn að þurfa að standa í því síðustu dægrin,af illri nauðsyn, að endurnýja svo til allt á heimilinu. Hvort sem litið er til sturtu eða eldhúsinnréttingu. Það hefur verið þannig í gegnum þetta ferli að ég hef rekið mig á allskonar hindranir. Skoðun 10.10.2025 11:32
Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Skoðun 6.10.2025 13:32
Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 6.10.2025 11:13
Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50). Lífið 26.9.2025 21:00
Viðskiptavinurinn alltaf í fókus BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins. Samstarf 25.9.2025 12:21
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. Viðskipti innlent 24.9.2025 14:22
„Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Eigendur fyrirtækja eru að drukkna í beiðnum frá fólki sem vill fá allt fyrir ekkert að sögn verslunareiganda. Ákveðin betlmenning hafi hreiðrar um sig sem alltof mikill tími fari í að sinna. Viðskipti innlent 22.9.2025 21:13
Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Krónan hyggst opna verslun að Hafnarbraut 60 á Höfn í Hornafirði árið 2026 í nýju verslunarhúsnæði. Stefnt er að opnun verslunarinnar, sem verður um 1500 fermetrar að stærð, fyrir næsta sumar eða í síðasta lagi um haustið. Viðskipti innlent 19.9.2025 08:25