Innlent Lýsir yfir vonbrigðum með þjóðkirkjuna Formaður Samtakanna '78 segir vonbrigði að þjóðkirkjan sé ekki tilbúin að leggja hjúskap samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra. Tillaga um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi, að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör, var felld á Prestastefnu sem lauk í gær. Innlent 27.4.2007 19:24 Uppsagnir í Bolungarvík Stærsti vinnuveitandi Bolungarvíkur hefur sagt upp meginhluta starfsfólks síns. 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. Innlent 27.4.2007 19:22 Sláandi lík lógó Umræða um það hve vörumerki geta oft verið keimlík kviknaði fyrr í mánuðinum þegar sameinuð félög ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja kynntu nýja nafnið sitt N1 og þar með nýtt vörumerki. ESSO merkið gamla var þurrkað út og N1 kom í staðinn. Vakti merkið reiði hjá forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Þótti merkið hjá N einum sláandi líkt N fjórum. Innlent 27.4.2007 19:09 Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Innlent 27.4.2007 19:06 Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 27.4.2007 17:30 Líkamsmeiðingum fjölgar um helming Fjöldi líkamsmeiðinga sem tilkynntar voru til lögreglu í mars fjölgaði um 50 prósent miðað við marsmánuð á síðasta ári. Ölvunarakstursbrot jukust um rúmlega 40 prósent. Þá hefur tíðni fíkniefnabrota stigvaxið í mánuðinum frá árinu 2003, en flest þeirra eru framin frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í nýrri samantekt lögreglunnar um fjölda afbrota á landinu í marsmánuði síðastliðin ár. Innlent 27.4.2007 17:09 Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu ESB Róið er að því öllum árum að markaðsvæða heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta sagði Dorte Sindbjerg Martinsen frá Kaupmannahafnarháskóla í erindi sem hún flutti á ársfundi norrænna verkalýðsfélaga í vikunni. Hún segir ekki fara mikið fyrir áformunum, en ýmsir hagsmunaaðilar séu á bakvið þau. Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB. Innlent 27.4.2007 15:44 Sáttatillaga Hótel Sögu til klámframleiðenda Hótel Saga hefur svarað kröfu lögmanna aðstandenda klámráðstefnunnar sem halda átti hér á landi með sáttatillögu. Ekki hefur verið gefið upp hver upphæð sáttatillögunnar er en aðstandendur ráðstefnunnar krefjast rúmlega 10 milljóna króna í skaðabætur frá hótelinu. Innlent 27.4.2007 13:39 Fimm ár fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í gær Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sína og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Innlent 27.4.2007 13:20 Markmiðið að tryggja sameiginlega hagsmuni Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Erlent 27.4.2007 12:36 Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. Viðskipti innlent 27.4.2007 12:29 Áhyggjur af viðbrögðum veitingamanna Samtök ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur lækkaði. Þau segja samtöðu í málinu auka trúverðugleika samtakanna gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar hafi skammtímasjónarmið ráðið ferðinni hjá mörgum á tímabilinu. Innlent 27.4.2007 12:21 Siðmennt fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Þeir telja að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Siðmennt sendi Allsherjarþingi Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra á síðasta ári. Innlent 27.4.2007 12:02 Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Viðskipti innlent 27.4.2007 10:12 FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:45 Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:13 Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 22:34 Samstarfsmaður Orkuveitunnar fær “Litla Nóbelinn” Wallace S. Broecker helsti samstarfsmaður Orkuveitur Reykjavíkur í verkefninu CO2á Hengilssvæðinu hlaut í dag Crafoord verðlaunin. Verðlaunin eru virtustu jarðvísindaverðlaun heims. Þau eru oft kölluð Litli Nóbelinn og eru veitt af Sænsku vísindaakademíunni, eins og Nóbelsverðlaunin. Innlent 26.4.2007 20:20 Þjónusta við geðfatlaða færist til borgarinnar Til stendur að Reykjavíkurborg taki að sér uppbyggingu búsetu og þjónustu við geðfatlað fólk í Reykjavík. Velferðarráð borgarinnar samþykkti á fundi í gær að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytisins um viðræður þess efnis. Innlent 26.4.2007 20:00 Fíkniefnahundur finnur efni í bifreið Fíkniefnahundurinn Bea sem er í eign lögreglunnar á Selfossi fann 29 grömm af hassi við leit í bifreið á Eskifirði. Lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina í almenni eftirliti. Grunur vaknaði um að fíkniefni væru í bifreiðinni og var hundateymi kallað til aðstoðar. Í framhaldiinu varð gerð húsleit á heimili hins grunaða. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 26.4.2007 18:13 Fimm teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík en þetta voru allt karlmenn. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Sá þriðji var með löngu útrunnið ökuskírteini og lenti þar að auki í umferðaróhappi. Innlent 26.4.2007 18:10 Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn skrifstofu barna- og fjölskyldumála í Félagsmálaráðuneytinu. Meginverkefni hennar verða að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Það verður meðal annars gert í samvinnu við Barnaverndarstofu. Innlent 26.4.2007 17:38 Skemmdir unnar á lögreglubifreiðum Nokkuð hefur borið á því undanfarin misseri að unnar séu skemmdir á lögreglubifreiðum. Slík atvik eru litin afar alvarlegum augum af embætti ríkislögreglustjóra. Fyrir nokkru var ákveðið að fela lögmannsstofu að útbúa ítarlegar bótakröfur í slíkum tilvikum og fylgja innheimtu þeirra eftir. Það hefur gefið góða raun og verður þess vegna haldið áfram. Innlent 26.4.2007 17:12 Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum. Viðskipti innlent 26.4.2007 16:09 Exista selur hlut sinn í IGI Group Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 26.4.2007 15:51 Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 14:38 Systirin selur bræðrum sínum Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl. Viðskipti innlent 26.4.2007 11:46 Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:36 Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:57 Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:08 « ‹ 86 87 88 89 90 91 92 93 94 … 334 ›
Lýsir yfir vonbrigðum með þjóðkirkjuna Formaður Samtakanna '78 segir vonbrigði að þjóðkirkjan sé ekki tilbúin að leggja hjúskap samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra. Tillaga um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi, að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör, var felld á Prestastefnu sem lauk í gær. Innlent 27.4.2007 19:24
Uppsagnir í Bolungarvík Stærsti vinnuveitandi Bolungarvíkur hefur sagt upp meginhluta starfsfólks síns. 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. Innlent 27.4.2007 19:22
Sláandi lík lógó Umræða um það hve vörumerki geta oft verið keimlík kviknaði fyrr í mánuðinum þegar sameinuð félög ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja kynntu nýja nafnið sitt N1 og þar með nýtt vörumerki. ESSO merkið gamla var þurrkað út og N1 kom í staðinn. Vakti merkið reiði hjá forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Þótti merkið hjá N einum sláandi líkt N fjórum. Innlent 27.4.2007 19:09
Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Innlent 27.4.2007 19:06
Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 27.4.2007 17:30
Líkamsmeiðingum fjölgar um helming Fjöldi líkamsmeiðinga sem tilkynntar voru til lögreglu í mars fjölgaði um 50 prósent miðað við marsmánuð á síðasta ári. Ölvunarakstursbrot jukust um rúmlega 40 prósent. Þá hefur tíðni fíkniefnabrota stigvaxið í mánuðinum frá árinu 2003, en flest þeirra eru framin frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í nýrri samantekt lögreglunnar um fjölda afbrota á landinu í marsmánuði síðastliðin ár. Innlent 27.4.2007 17:09
Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu ESB Róið er að því öllum árum að markaðsvæða heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta sagði Dorte Sindbjerg Martinsen frá Kaupmannahafnarháskóla í erindi sem hún flutti á ársfundi norrænna verkalýðsfélaga í vikunni. Hún segir ekki fara mikið fyrir áformunum, en ýmsir hagsmunaaðilar séu á bakvið þau. Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB. Innlent 27.4.2007 15:44
Sáttatillaga Hótel Sögu til klámframleiðenda Hótel Saga hefur svarað kröfu lögmanna aðstandenda klámráðstefnunnar sem halda átti hér á landi með sáttatillögu. Ekki hefur verið gefið upp hver upphæð sáttatillögunnar er en aðstandendur ráðstefnunnar krefjast rúmlega 10 milljóna króna í skaðabætur frá hótelinu. Innlent 27.4.2007 13:39
Fimm ár fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í gær Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sína og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Innlent 27.4.2007 13:20
Markmiðið að tryggja sameiginlega hagsmuni Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Erlent 27.4.2007 12:36
Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. Viðskipti innlent 27.4.2007 12:29
Áhyggjur af viðbrögðum veitingamanna Samtök ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur lækkaði. Þau segja samtöðu í málinu auka trúverðugleika samtakanna gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar hafi skammtímasjónarmið ráðið ferðinni hjá mörgum á tímabilinu. Innlent 27.4.2007 12:21
Siðmennt fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Þeir telja að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Siðmennt sendi Allsherjarþingi Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra á síðasta ári. Innlent 27.4.2007 12:02
Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Viðskipti innlent 27.4.2007 10:12
FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:45
Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:13
Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 22:34
Samstarfsmaður Orkuveitunnar fær “Litla Nóbelinn” Wallace S. Broecker helsti samstarfsmaður Orkuveitur Reykjavíkur í verkefninu CO2á Hengilssvæðinu hlaut í dag Crafoord verðlaunin. Verðlaunin eru virtustu jarðvísindaverðlaun heims. Þau eru oft kölluð Litli Nóbelinn og eru veitt af Sænsku vísindaakademíunni, eins og Nóbelsverðlaunin. Innlent 26.4.2007 20:20
Þjónusta við geðfatlaða færist til borgarinnar Til stendur að Reykjavíkurborg taki að sér uppbyggingu búsetu og þjónustu við geðfatlað fólk í Reykjavík. Velferðarráð borgarinnar samþykkti á fundi í gær að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytisins um viðræður þess efnis. Innlent 26.4.2007 20:00
Fíkniefnahundur finnur efni í bifreið Fíkniefnahundurinn Bea sem er í eign lögreglunnar á Selfossi fann 29 grömm af hassi við leit í bifreið á Eskifirði. Lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina í almenni eftirliti. Grunur vaknaði um að fíkniefni væru í bifreiðinni og var hundateymi kallað til aðstoðar. Í framhaldiinu varð gerð húsleit á heimili hins grunaða. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 26.4.2007 18:13
Fimm teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík en þetta voru allt karlmenn. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Sá þriðji var með löngu útrunnið ökuskírteini og lenti þar að auki í umferðaróhappi. Innlent 26.4.2007 18:10
Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn skrifstofu barna- og fjölskyldumála í Félagsmálaráðuneytinu. Meginverkefni hennar verða að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Það verður meðal annars gert í samvinnu við Barnaverndarstofu. Innlent 26.4.2007 17:38
Skemmdir unnar á lögreglubifreiðum Nokkuð hefur borið á því undanfarin misseri að unnar séu skemmdir á lögreglubifreiðum. Slík atvik eru litin afar alvarlegum augum af embætti ríkislögreglustjóra. Fyrir nokkru var ákveðið að fela lögmannsstofu að útbúa ítarlegar bótakröfur í slíkum tilvikum og fylgja innheimtu þeirra eftir. Það hefur gefið góða raun og verður þess vegna haldið áfram. Innlent 26.4.2007 17:12
Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum. Viðskipti innlent 26.4.2007 16:09
Exista selur hlut sinn í IGI Group Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 26.4.2007 15:51
Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 14:38
Systirin selur bræðrum sínum Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl. Viðskipti innlent 26.4.2007 11:46
Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:36
Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:57
Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:08
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent