Innlent Góð afkoma hjá Alfesca Alfesca skilaði hagnaði upp á 1,3 milljónir evra, jafnvirði 109,5 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 150 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 524 þúsundum evra, 43,9 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.5.2007 10:24 Samráðshópur fer yfir áform um athvarf í Njálsgötu Fjögurra manna samráðshópur verður væntanlega skipaður til að fara nánar yfir áform borgarinnar um að opna athvarf fyrir heimilislausa í húsnæði gistiheimilis að Njálsgötu 74. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gerði þetta að tilögu sinni á fundi með íbúum í grennd við fyrirhugað athvarf, sem haldinn var í gærkvöldi. Innlent 23.5.2007 07:51 Sluppu ómeiddir eftir árekstur við Hvítá Ökumenn, sem voru einir í bílum sínum, sluppu ómeiddir þegar bílar þeirra skullu saman úr gagnstæðum áttum á Iðubrú yfir Hvítá í Biskupstungum í gærkvöldi. Brúin er einbreið hengibrú og þegar ökumaður annars bílsins sá að hinn bíllinn var kominn langt inn á brúnna, ætlaði hann að bremsa, en bremsurnar biluðu með þessum afleiðingum. Báðir ökumenn voru í bílbeltum. Innlent 23.5.2007 07:10 Viðskiptaráðuneytið spennandi Björgvin G. Sigurðsson nýr viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar segir viðskiptaráðuneytið spennandi ráðuneyti og mörg stór verkefni framundan á þeim vettvangi. Hann lýsti ánægju sinni með stjórnarsáttmálann, sáttmálinn væri metnaðarfullur og hefði fengið glymjandi fínar móttökur hjá flokksmönnum. Innlent 22.5.2007 21:53 Endurvinnsluátak í pappír Aðeins fjörutíu prósent af dagblöðum, tímaritum og bæklingum sem borin eru í hús fara í endurvinnslu og næstum þriðjungur af heimilissorpinu er pappír. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að hefja átak til að hvetja almenning til endurvinnslu á pappír. Innlent 22.5.2007 18:45 Njálsgötubúar á íbúafundi í Austurbæjarskóla Bakgarðurinn við fyrirhugað heimili fyrir húsnæðislausa á Njálsgötunni verður segull á ógæfumenn miðborgarinnar, segir íbúi við Njálsgötu. Íbúar fjölmenntu nú síðdegis á fund sem borgin hélt um málið. Borgarstjóri boðaði þar samráðshóp með fulltrúum íbúa. Innlent 22.5.2007 18:29 Konum fækkar í stjórnum fyrirtækja Engin kona situr í stjórn rúmlega sjötíu af hundrað stærstu fyrirtækjum landsins. Tvær konur gegna í þeim stjórnarformennsku. Innlent 22.5.2007 18:26 Enn eitt metið í Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 22.5.2007 16:05 Kaupa ekki fisk frá hvalatengdum fyrirtækjum Sjö leiðandi matvöruverslanakeðjur í Bretlandi hafa heitið því að kaupa ekki fisk frá fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum. Hvalur er stór hluthafi í Granda, sem er stærsta útgerðarfélag hér á landi. Keðjurnar eru Waitrose, Tesco, Sainhsbury´s, Marks og Spencer, Co-up og Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs. Innlent 22.5.2007 11:48 Peningamálastefna stjórnvalda gengur að sjávarútvegi dauðum Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, segir nauðsynlegt að horfið verði frá núverandi peningamálastefnu stjórnvalda og vextir lækkaðir. Núgildandi stefna sé að ganga frá sjávarútveginum dauðum og ný ríkisstjórn hljóti að breyta stefnunni. Innlent 22.5.2007 11:59 Á annað þúsund ökutæki kolefnisjafna útblástur sinn Á annað þúsund ökutæki á vegum fyrirtækja og einstaklinga hafa kolefnisjafnað útblástur sinn. Rúmlega sextíu þúsund tré verða gróðursett á Geitasandi sem er fyrsta skógtæktarland fyrir kolviðaskóga hér á landi. Ef kolefnisjafna ætti alla bíla á Íslandi þyrfti að gróðursetja um sjö milljónir trjáa á ári. Innlent 22.5.2007 11:52 Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun. Viðskipti innlent 22.5.2007 11:28 Stefna að yfirtöku á finnskum banka Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið. Viðskipti innlent 22.5.2007 09:20 Hvalfjarðargöng lokuð næstu tvær nætur Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds aðfaranótt miðvikudags 23. maí til og með aðfaranætur föstudagsins 25. maí frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 22.5.2007 08:30 Hnefastór ísköggull Bóndinn í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu fann hnefastóran ísköggul eftir að haglél gekk þar yfir í gærmorgun, að því er Morgunblaðið greinir frá. Fréttastofunni er kunnugt um álíka atburð í Noregi fyrir hátt í fimmtán árum sem setti vísindasamfélagið í Noregi á annan endan. Innlent 22.5.2007 07:11 Hálka víða um land í nótt Talsverð hálka myndaðist á Reykjanesbraut í nótt og var alveg fram undir morgun, en ekkert óhapp varð, sem rekja má til hennar eins og í fyrrinótt. Þá var hálka á Hellsheiði og í Þrengslum í morgun, en engin óhöpp urðu þar. Innlent 22.5.2007 07:01 Vinnuálag getur leitt til sýklalyfjaónæmis barna Vinnuálag foreldra kallar á skyndilausnir við eyrnarbólgum barna og afleiðingin getur orðið sýklalyfjaónæmi, segir heilsugæsluæknir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir umræðu um ofnotkun sýklalyfja hefur salan á þeim aukist. Innlent 21.5.2007 19:02 Hjólhýsasprengja Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum. Innlent 21.5.2007 18:59 Spá 4,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu. Viðskipti innlent 21.5.2007 16:13 Icebank og Arev stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta er eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis, sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. Viðskipti innlent 21.5.2007 10:19 Árni og Björn niður um eitt sæti Björn Bjarnason og Árni Johnsen færast báðir niður um eitt sæti á listum Sjálfstæðismanna vegna útstrikana, samkvæmt niðurstöðu landskjörstjórnar. Björn færist niður í þriðja sæti í Reykjavík- suður, en Illugi Gunnarsson færist upp í annað sætið. Innlent 21.5.2007 07:11 Fjórir bílar útaf á Reykjanesbraut Fjórir bílar fóru út af Reykjanesbraut, á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar síðla nætur, eftir að ökumenn þeirra misstu stjón á þeim í krapa og hálku. Nokkrir úr bílunum voru fluttir á Slysadeild, en engin reyndist alvarlega slasaður. Innlent 21.5.2007 07:05 Reykspóluðu og kveiktu í bílnum Eldur kviknaði í báðum afturdekkjum bíls, sem tveir sautján ára piltar höfðu verið að reykspóla á bílastæði við flugvöllinn í Vestmannaeyjum undir kvöld í gær. Lögreglumaður á frívakt sá mikinn reyk leggja frá bílnum og kallaði flugvallarslökkvibílinn á vettvang, sem kom í veg fyrir að bíllinn brynni til kaldra kola. Innlent 21.5.2007 06:58 Einar leitar að söngstrákum Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar. Innlent 20.5.2007 19:45 Niðurfærsla Björns og Árna staðfest Innlent 20.5.2007 19:16 Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar. Innlent 20.5.2007 17:05 Flestir hálendisvegir lokaðir Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. Innlent 20.5.2007 16:34 Stuðningur vex við Álver á Húsavík Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. Innlent 20.5.2007 15:16 Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Innlent 20.5.2007 13:36 Jóhannes í Bónus á ekki von á sáttum Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. Innlent 20.5.2007 12:38 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 334 ›
Góð afkoma hjá Alfesca Alfesca skilaði hagnaði upp á 1,3 milljónir evra, jafnvirði 109,5 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 150 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 524 þúsundum evra, 43,9 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.5.2007 10:24
Samráðshópur fer yfir áform um athvarf í Njálsgötu Fjögurra manna samráðshópur verður væntanlega skipaður til að fara nánar yfir áform borgarinnar um að opna athvarf fyrir heimilislausa í húsnæði gistiheimilis að Njálsgötu 74. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gerði þetta að tilögu sinni á fundi með íbúum í grennd við fyrirhugað athvarf, sem haldinn var í gærkvöldi. Innlent 23.5.2007 07:51
Sluppu ómeiddir eftir árekstur við Hvítá Ökumenn, sem voru einir í bílum sínum, sluppu ómeiddir þegar bílar þeirra skullu saman úr gagnstæðum áttum á Iðubrú yfir Hvítá í Biskupstungum í gærkvöldi. Brúin er einbreið hengibrú og þegar ökumaður annars bílsins sá að hinn bíllinn var kominn langt inn á brúnna, ætlaði hann að bremsa, en bremsurnar biluðu með þessum afleiðingum. Báðir ökumenn voru í bílbeltum. Innlent 23.5.2007 07:10
Viðskiptaráðuneytið spennandi Björgvin G. Sigurðsson nýr viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar segir viðskiptaráðuneytið spennandi ráðuneyti og mörg stór verkefni framundan á þeim vettvangi. Hann lýsti ánægju sinni með stjórnarsáttmálann, sáttmálinn væri metnaðarfullur og hefði fengið glymjandi fínar móttökur hjá flokksmönnum. Innlent 22.5.2007 21:53
Endurvinnsluátak í pappír Aðeins fjörutíu prósent af dagblöðum, tímaritum og bæklingum sem borin eru í hús fara í endurvinnslu og næstum þriðjungur af heimilissorpinu er pappír. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að hefja átak til að hvetja almenning til endurvinnslu á pappír. Innlent 22.5.2007 18:45
Njálsgötubúar á íbúafundi í Austurbæjarskóla Bakgarðurinn við fyrirhugað heimili fyrir húsnæðislausa á Njálsgötunni verður segull á ógæfumenn miðborgarinnar, segir íbúi við Njálsgötu. Íbúar fjölmenntu nú síðdegis á fund sem borgin hélt um málið. Borgarstjóri boðaði þar samráðshóp með fulltrúum íbúa. Innlent 22.5.2007 18:29
Konum fækkar í stjórnum fyrirtækja Engin kona situr í stjórn rúmlega sjötíu af hundrað stærstu fyrirtækjum landsins. Tvær konur gegna í þeim stjórnarformennsku. Innlent 22.5.2007 18:26
Enn eitt metið í Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 22.5.2007 16:05
Kaupa ekki fisk frá hvalatengdum fyrirtækjum Sjö leiðandi matvöruverslanakeðjur í Bretlandi hafa heitið því að kaupa ekki fisk frá fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum. Hvalur er stór hluthafi í Granda, sem er stærsta útgerðarfélag hér á landi. Keðjurnar eru Waitrose, Tesco, Sainhsbury´s, Marks og Spencer, Co-up og Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs. Innlent 22.5.2007 11:48
Peningamálastefna stjórnvalda gengur að sjávarútvegi dauðum Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, segir nauðsynlegt að horfið verði frá núverandi peningamálastefnu stjórnvalda og vextir lækkaðir. Núgildandi stefna sé að ganga frá sjávarútveginum dauðum og ný ríkisstjórn hljóti að breyta stefnunni. Innlent 22.5.2007 11:59
Á annað þúsund ökutæki kolefnisjafna útblástur sinn Á annað þúsund ökutæki á vegum fyrirtækja og einstaklinga hafa kolefnisjafnað útblástur sinn. Rúmlega sextíu þúsund tré verða gróðursett á Geitasandi sem er fyrsta skógtæktarland fyrir kolviðaskóga hér á landi. Ef kolefnisjafna ætti alla bíla á Íslandi þyrfti að gróðursetja um sjö milljónir trjáa á ári. Innlent 22.5.2007 11:52
Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun. Viðskipti innlent 22.5.2007 11:28
Stefna að yfirtöku á finnskum banka Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið. Viðskipti innlent 22.5.2007 09:20
Hvalfjarðargöng lokuð næstu tvær nætur Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds aðfaranótt miðvikudags 23. maí til og með aðfaranætur föstudagsins 25. maí frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 22.5.2007 08:30
Hnefastór ísköggull Bóndinn í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu fann hnefastóran ísköggul eftir að haglél gekk þar yfir í gærmorgun, að því er Morgunblaðið greinir frá. Fréttastofunni er kunnugt um álíka atburð í Noregi fyrir hátt í fimmtán árum sem setti vísindasamfélagið í Noregi á annan endan. Innlent 22.5.2007 07:11
Hálka víða um land í nótt Talsverð hálka myndaðist á Reykjanesbraut í nótt og var alveg fram undir morgun, en ekkert óhapp varð, sem rekja má til hennar eins og í fyrrinótt. Þá var hálka á Hellsheiði og í Þrengslum í morgun, en engin óhöpp urðu þar. Innlent 22.5.2007 07:01
Vinnuálag getur leitt til sýklalyfjaónæmis barna Vinnuálag foreldra kallar á skyndilausnir við eyrnarbólgum barna og afleiðingin getur orðið sýklalyfjaónæmi, segir heilsugæsluæknir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir umræðu um ofnotkun sýklalyfja hefur salan á þeim aukist. Innlent 21.5.2007 19:02
Hjólhýsasprengja Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum. Innlent 21.5.2007 18:59
Spá 4,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu. Viðskipti innlent 21.5.2007 16:13
Icebank og Arev stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta er eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis, sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. Viðskipti innlent 21.5.2007 10:19
Árni og Björn niður um eitt sæti Björn Bjarnason og Árni Johnsen færast báðir niður um eitt sæti á listum Sjálfstæðismanna vegna útstrikana, samkvæmt niðurstöðu landskjörstjórnar. Björn færist niður í þriðja sæti í Reykjavík- suður, en Illugi Gunnarsson færist upp í annað sætið. Innlent 21.5.2007 07:11
Fjórir bílar útaf á Reykjanesbraut Fjórir bílar fóru út af Reykjanesbraut, á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar síðla nætur, eftir að ökumenn þeirra misstu stjón á þeim í krapa og hálku. Nokkrir úr bílunum voru fluttir á Slysadeild, en engin reyndist alvarlega slasaður. Innlent 21.5.2007 07:05
Reykspóluðu og kveiktu í bílnum Eldur kviknaði í báðum afturdekkjum bíls, sem tveir sautján ára piltar höfðu verið að reykspóla á bílastæði við flugvöllinn í Vestmannaeyjum undir kvöld í gær. Lögreglumaður á frívakt sá mikinn reyk leggja frá bílnum og kallaði flugvallarslökkvibílinn á vettvang, sem kom í veg fyrir að bíllinn brynni til kaldra kola. Innlent 21.5.2007 06:58
Einar leitar að söngstrákum Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar. Innlent 20.5.2007 19:45
Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar. Innlent 20.5.2007 17:05
Flestir hálendisvegir lokaðir Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. Innlent 20.5.2007 16:34
Stuðningur vex við Álver á Húsavík Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. Innlent 20.5.2007 15:16
Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Innlent 20.5.2007 13:36
Jóhannes í Bónus á ekki von á sáttum Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. Innlent 20.5.2007 12:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent