Innlent Mun fleiri karlar en konur teknir fyrir ölvunarakstur Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru þrettán karlar og ein kona á fertugsaldri sem alloft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hún var einnig tekin fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. Innlent 11.6.2007 10:37 Kajakræðararnir eru fundnir heilir á húfi Erlendu kajakræðararnir, sem leitað hefur verið frá því síðdegis í gær, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fundust heilir á húfi við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð fyrir stundu. Fólkið hafði slegið upp tjöldum og amaði ekkert að því. Það voru björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði sem fundu fólkið en ekki ferðamaður eins og fyrst var greint frá. Innlent 11.6.2007 10:28 Bréf Actavis í 90 krónum á hlut Gengi hlutabréfa í Actavis hækkaði um 6,26 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag þegar kauptilboð í bréfin upp á 90 krónur á hlut. Þetta er um sex krónum hærra en yfirtökutilboð Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hljóðar upp á. Gengið lækkaði skömmu síðar og stendur nú í 86,5 krónum á hlut. Viðskipti innlent 11.6.2007 10:03 Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. Innlent 11.6.2007 09:49 Exista kaupir í breskri íþróttavörukeðju Sameiginlegt félag í eigu Exista hf. og Chris Ronnie hefur keypt 29 prósenta hlut í bresku íþróttavörukeðjunni JJB Sports. Kaupverð nemur samtals 190 milljónum punda, jafnvirði 24 milljarða króna. Viðskipti innlent 11.6.2007 09:29 Vilja endurbyggja Kútter Sigurfara Skipasmiðastöðin Skipavík í Stykkishólmi hefur gert tilboð í að endurbyggja Kútter Sigurfara, sem er að grotna niður á byggðasafninu á Akranesi. Innlent 11.6.2007 08:27 17 ára sviptur eftir annað hraðabrot Lögregla frá Eskifirði stöðvaði um heglina 17 ára pilt, eftir að hann hafði mælst á tæplega 150 kílómetra hraða í Fagradal á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Hann var umsvifalaust sviptur ökuréttindum enda var þetta annað hraðabrot hans á skömmum ökuferli. Innlent 11.6.2007 08:26 Bifhjólamaður stórslasaður eftir árekstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Félagi hans á öðru bifhjóli missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. Innlent 11.6.2007 07:18 Enn leitað að kajakræðurunum Hátt á annað hundrað björgunarsveitarmenn úr 20 björgunarsveitum, skip og bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa frá því snemma í gærkvöldi leitað tveggja erlendra kajakræðara, sem héldu frá Garðskaga á laugardagsmorgun og ætluðu til Snæfellsness. Innlent 11.6.2007 07:09 Fékk aðsvif og lenti í árekstri Kona um áttrætt missti stjórn á bíl sínum á Mýragötu á móts við Þingvallastræti á Akureyri í gærkvöldi. Bíll hennar rakst þá á annan bíl og hafnaði loks inni í húsagarði. Talið er að hún hafi fengið aðsvif og var hún flutt á sjúkrahúsið. Engan annan sakaði en nokkurt eignatjón varð. Innlent 11.6.2007 07:06 Á 170 kílómetra hraða á leið í flug Lögregla stöðvaði erlendan ferðamann á Suðurlandsvegi undir morgun, eftir að hann hafði mælst á 170 kílómetra hraða. Hann gaf þá skýringu að hann væri að flýta sér í flug, en ekkert varð af þeirri flugferð þar sem maðurinn var færður á lögrelgustöðina til að ganga frá málum sínum og greiða tugi þúsunda í sekt. Innlent 11.6.2007 07:05 Bílvelta í Hvalfjarðargöngum Umferðaröngþveiti skapaðist norðan við Hvalfjarðargöng í gærkvöldi þegar göngunum var lokað eftir að fólksbíll valt í þeim. Kona sem var ein í bílnum slapp ómeidd en bíllinn mun vera ónýtur. Hún ók utan í gangavegginn með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Innlent 11.6.2007 06:59 Heiður að hitta Pútín Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Innlent 10.6.2007 17:52 Sérsveit lögreglu situr um vopnaðan mann á Hnífsdal Sérsveit lögreglunnar situr nú um hús á Hnífsdal, á Vestfjörðum, þar sem inni er vopnaður maður sem talið er að hafi hleypt af skoti fyrr í kvöld. Sérsveitarmenn voru sendir með þyrlu frá Reykjavík. Þeir lentu í Hnífsdal upp úr miðnætti og umkringja nú húsið. Innlent 9.6.2007 01:11 Orkuveitan segir samning við Norðurál mjög hagstæðan Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um raforkuverð til Norðuráls Helguvíkur sf. Í tilkynningunni er fullyrt að mesta framlegðin í starfsemi fyrirtækisins komi frá orkusölu til stóriðju. Einnig er sagt að samningurinn á milli OR og Norðuráls Helguvíkur sf. gefi hærra orkuverð en vanalega og sé mjög hagstæður fyrirtækinu. Innlent 8.6.2007 20:02 Aukning á sölu nikótínvara í apótekum Greinileg aukning hefur orðið á sölu á nikótíntyggjói hjá apótekum eftir að reykingarbannið tók gildi á veitingastöðum síðustu helgi. Páll Guðmundsson lyfjafræðingur hjá Lyf og heilsu segir talsverða aukningu hafa orðið í sölu á nikótíntyggjóum og munnstykkjum. Innlent 8.6.2007 19:14 Kostnaður LSH vegna starfsmannaleiga tvöfaldaðist Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt. Innlent 8.6.2007 19:03 76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. Innlent 8.6.2007 16:39 Matís leitar leiða til að koldíoxímerkja matvæli Matís (Matvælarannsóknir Íslands) leita nú leiða til þess að koma til móts við kröfur Tesco, stærstu verslunarkeðju Breta, um koldíoxíðmerkingar matvæla. Erlent 8.6.2007 15:25 Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 8.6.2007 13:19 Exorka fær 3 ný virkjanaleyfi í Þýskalandi Exorka, dótturfélag Geysis Green Energy, hefur gengið frá kaupum á þremur leyfum fyrir jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi í Þýskalandi. Fyrir átti Exorka þar eitt virkjanaleyfi. Í kjölfarið getur Exorka byggt orkuver í Bæjaralandi sem framleitt getur 15-25 megawatta raforku á ári. Heildarvirði fjárfestingarinnar nemur 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 8.6.2007 13:06 Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. Innlent 8.6.2007 11:54 Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,07 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur hún nú í 7.953 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 15. maí síðastliðinn en þá rauf hún 8.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. Viðskipti innlent 8.6.2007 12:45 Sensa hlýtur viðurkenningu frá Cisco Systems Á árlegri ráðstefnu sem haldin er fyrir samstarfsaðila Cisco Systems var Sensa veitt viðurkenning sem besti Cisco Silver Partner ársins á Norðurlöndum. Sensa er í eigu Símans. Viðskipti innlent 8.6.2007 12:31 Þroskahamlaðir hlaupa hringinn Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999. Innlent 8.6.2007 11:30 Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. Innlent 8.6.2007 10:48 Velta í dagvöruverslun eykst um 8,8 prósent Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent í maí á föstu verðlagi samanborið við sama tíma í fyrra. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin hins vegar 13,2 prósentum, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem bætir við að fátt bendi til að einkaneysla sé að dragast saman. Megi búast við að sölutölur eigi eftir að hækka á næstunni. Viðskipti innlent 8.6.2007 09:58 Jón Ólafsson með tónleika í Hafnarborg Jón Ólafsson heldur tónleika í Hafnarborg föstudagskvöldið 8. júní kl. 21:00. Tónleikarnir eru hluti af Björtum dögum sem nú standa yfir í Hafnarfirði. Innlent 7.6.2007 22:57 Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn. Innlent 7.6.2007 21:24 KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld. Innlent 7.6.2007 19:57 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 334 ›
Mun fleiri karlar en konur teknir fyrir ölvunarakstur Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru þrettán karlar og ein kona á fertugsaldri sem alloft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hún var einnig tekin fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. Innlent 11.6.2007 10:37
Kajakræðararnir eru fundnir heilir á húfi Erlendu kajakræðararnir, sem leitað hefur verið frá því síðdegis í gær, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fundust heilir á húfi við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð fyrir stundu. Fólkið hafði slegið upp tjöldum og amaði ekkert að því. Það voru björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði sem fundu fólkið en ekki ferðamaður eins og fyrst var greint frá. Innlent 11.6.2007 10:28
Bréf Actavis í 90 krónum á hlut Gengi hlutabréfa í Actavis hækkaði um 6,26 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag þegar kauptilboð í bréfin upp á 90 krónur á hlut. Þetta er um sex krónum hærra en yfirtökutilboð Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hljóðar upp á. Gengið lækkaði skömmu síðar og stendur nú í 86,5 krónum á hlut. Viðskipti innlent 11.6.2007 10:03
Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. Innlent 11.6.2007 09:49
Exista kaupir í breskri íþróttavörukeðju Sameiginlegt félag í eigu Exista hf. og Chris Ronnie hefur keypt 29 prósenta hlut í bresku íþróttavörukeðjunni JJB Sports. Kaupverð nemur samtals 190 milljónum punda, jafnvirði 24 milljarða króna. Viðskipti innlent 11.6.2007 09:29
Vilja endurbyggja Kútter Sigurfara Skipasmiðastöðin Skipavík í Stykkishólmi hefur gert tilboð í að endurbyggja Kútter Sigurfara, sem er að grotna niður á byggðasafninu á Akranesi. Innlent 11.6.2007 08:27
17 ára sviptur eftir annað hraðabrot Lögregla frá Eskifirði stöðvaði um heglina 17 ára pilt, eftir að hann hafði mælst á tæplega 150 kílómetra hraða í Fagradal á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Hann var umsvifalaust sviptur ökuréttindum enda var þetta annað hraðabrot hans á skömmum ökuferli. Innlent 11.6.2007 08:26
Bifhjólamaður stórslasaður eftir árekstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Félagi hans á öðru bifhjóli missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. Innlent 11.6.2007 07:18
Enn leitað að kajakræðurunum Hátt á annað hundrað björgunarsveitarmenn úr 20 björgunarsveitum, skip og bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa frá því snemma í gærkvöldi leitað tveggja erlendra kajakræðara, sem héldu frá Garðskaga á laugardagsmorgun og ætluðu til Snæfellsness. Innlent 11.6.2007 07:09
Fékk aðsvif og lenti í árekstri Kona um áttrætt missti stjórn á bíl sínum á Mýragötu á móts við Þingvallastræti á Akureyri í gærkvöldi. Bíll hennar rakst þá á annan bíl og hafnaði loks inni í húsagarði. Talið er að hún hafi fengið aðsvif og var hún flutt á sjúkrahúsið. Engan annan sakaði en nokkurt eignatjón varð. Innlent 11.6.2007 07:06
Á 170 kílómetra hraða á leið í flug Lögregla stöðvaði erlendan ferðamann á Suðurlandsvegi undir morgun, eftir að hann hafði mælst á 170 kílómetra hraða. Hann gaf þá skýringu að hann væri að flýta sér í flug, en ekkert varð af þeirri flugferð þar sem maðurinn var færður á lögrelgustöðina til að ganga frá málum sínum og greiða tugi þúsunda í sekt. Innlent 11.6.2007 07:05
Bílvelta í Hvalfjarðargöngum Umferðaröngþveiti skapaðist norðan við Hvalfjarðargöng í gærkvöldi þegar göngunum var lokað eftir að fólksbíll valt í þeim. Kona sem var ein í bílnum slapp ómeidd en bíllinn mun vera ónýtur. Hún ók utan í gangavegginn með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Innlent 11.6.2007 06:59
Heiður að hitta Pútín Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Innlent 10.6.2007 17:52
Sérsveit lögreglu situr um vopnaðan mann á Hnífsdal Sérsveit lögreglunnar situr nú um hús á Hnífsdal, á Vestfjörðum, þar sem inni er vopnaður maður sem talið er að hafi hleypt af skoti fyrr í kvöld. Sérsveitarmenn voru sendir með þyrlu frá Reykjavík. Þeir lentu í Hnífsdal upp úr miðnætti og umkringja nú húsið. Innlent 9.6.2007 01:11
Orkuveitan segir samning við Norðurál mjög hagstæðan Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um raforkuverð til Norðuráls Helguvíkur sf. Í tilkynningunni er fullyrt að mesta framlegðin í starfsemi fyrirtækisins komi frá orkusölu til stóriðju. Einnig er sagt að samningurinn á milli OR og Norðuráls Helguvíkur sf. gefi hærra orkuverð en vanalega og sé mjög hagstæður fyrirtækinu. Innlent 8.6.2007 20:02
Aukning á sölu nikótínvara í apótekum Greinileg aukning hefur orðið á sölu á nikótíntyggjói hjá apótekum eftir að reykingarbannið tók gildi á veitingastöðum síðustu helgi. Páll Guðmundsson lyfjafræðingur hjá Lyf og heilsu segir talsverða aukningu hafa orðið í sölu á nikótíntyggjóum og munnstykkjum. Innlent 8.6.2007 19:14
Kostnaður LSH vegna starfsmannaleiga tvöfaldaðist Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt. Innlent 8.6.2007 19:03
76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. Innlent 8.6.2007 16:39
Matís leitar leiða til að koldíoxímerkja matvæli Matís (Matvælarannsóknir Íslands) leita nú leiða til þess að koma til móts við kröfur Tesco, stærstu verslunarkeðju Breta, um koldíoxíðmerkingar matvæla. Erlent 8.6.2007 15:25
Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 8.6.2007 13:19
Exorka fær 3 ný virkjanaleyfi í Þýskalandi Exorka, dótturfélag Geysis Green Energy, hefur gengið frá kaupum á þremur leyfum fyrir jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi í Þýskalandi. Fyrir átti Exorka þar eitt virkjanaleyfi. Í kjölfarið getur Exorka byggt orkuver í Bæjaralandi sem framleitt getur 15-25 megawatta raforku á ári. Heildarvirði fjárfestingarinnar nemur 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 8.6.2007 13:06
Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. Innlent 8.6.2007 11:54
Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,07 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur hún nú í 7.953 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 15. maí síðastliðinn en þá rauf hún 8.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. Viðskipti innlent 8.6.2007 12:45
Sensa hlýtur viðurkenningu frá Cisco Systems Á árlegri ráðstefnu sem haldin er fyrir samstarfsaðila Cisco Systems var Sensa veitt viðurkenning sem besti Cisco Silver Partner ársins á Norðurlöndum. Sensa er í eigu Símans. Viðskipti innlent 8.6.2007 12:31
Þroskahamlaðir hlaupa hringinn Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999. Innlent 8.6.2007 11:30
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. Innlent 8.6.2007 10:48
Velta í dagvöruverslun eykst um 8,8 prósent Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent í maí á föstu verðlagi samanborið við sama tíma í fyrra. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin hins vegar 13,2 prósentum, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem bætir við að fátt bendi til að einkaneysla sé að dragast saman. Megi búast við að sölutölur eigi eftir að hækka á næstunni. Viðskipti innlent 8.6.2007 09:58
Jón Ólafsson með tónleika í Hafnarborg Jón Ólafsson heldur tónleika í Hafnarborg föstudagskvöldið 8. júní kl. 21:00. Tónleikarnir eru hluti af Björtum dögum sem nú standa yfir í Hafnarfirði. Innlent 7.6.2007 22:57
Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn. Innlent 7.6.2007 21:24
KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld. Innlent 7.6.2007 19:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent