Heiður að hitta Pútín Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 19:00 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira