Innlent Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Innlent 14.6.2007 19:18 Skora á ráðherra að endurskoða lög um torfæruhjól Umferðarstofa og forráðamenn Forvarnarhússins skora á samgönguráðherra að endurskoða undanþágu frá umferðarlögum sem leyfa börnum niður í sex ára að keyra torfæruhjól sem ná allt að 100 kílómetra hraða. Um er að ræða undanþágu frá umferðarlögum sem tók gildi í byrjun júnímánaðar. Hún kveður á um að börn niður í sex ára aldur megi nota mótorhjólin til æfinga og keppni. Innlent 14.6.2007 18:47 Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Viðskipti innlent 14.6.2007 17:09 Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:49 PFS fylgist með verðlagsþróun reikigjalda Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðleg reikisímtöl í farsíma landa á milli sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:08 706 sjóliðar í Reykjavík um helgina 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Innlent 14.6.2007 12:14 Century Aluminum skráð í Kauphöllina Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var skráð á First North Iceland-hlutabréfalistann í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, héldu stutta tölu og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Að því loknu opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, fyrir viðskipti dagsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 10:38 Tekinn með ólöglegan hníf og eiturlyf Svonefndur butterfly hnífur fannst á manni sem lögregla í Reykjavík leitaði á eftir að hafa stöðvað bíl sem hann var farþegi í. Einnig fundust fíkniefni á honum og voru hann og ökumaður teknir til yfirheyrslu. Þeim var sleppt eftir þær. Lögregla lagði hald á eiturlyfin og hnífinn. Hnífar þessir eru ólöglegir en þeir virðast vera algengir í fíkniefnaheiminum. Innlent 14.6.2007 07:14 Vörubretti brunnu í Fossvogsdal Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að athafnasvæði Skógræktar ríkisins í Fossvogsdal laust fyrir miðnætti þar sem reyk lagði til himins. Þar reyndist eldur loga í vörubrettastæðu og rusli og gekk greiðlega að slökkva eldinn áður en hann ylli tjóni á mannvirkjum. Fullvíst er talið að einhver hafi kveikt þar í en ekki er vitað hver hann er. Innlent 14.6.2007 07:11 Annað lærbrot eftir slys á torfæruhjóli Ungur maður lærbrotnaði þegar hann ók torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl í íbúðahverfi á Akranesi í gærkvöldi. Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi og eftir aðhlynningu þar var svo farið með hann á Slysadeild Landsspítalans þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn lögreglu má hann teljast heppinn að hafa ekki slasast meira. Innlent 14.6.2007 07:10 Framvísuðu fölsuðum vegabréfum Kona á fimmtugs aldri, ættuð frá Srí Lanka, og Hvít-Rússi á fertugsaldri voru dæmd í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurnesja í gær fyrir að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins. Konan var með kanadískt vegabréf en karlinn framvísaði vegabréfi frá Litháen. Innlent 14.6.2007 07:06 Aðeins 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal Aðeins 374 umsóknir bárust í 115 lóðir sem borgin auglýsti í Úlfarsárdal í Reykjavík. Þetta eru mikil umskipti frá því þegar á sjöunda þúsund umsóknir bárust í lóðir við Lambasel í Reykjavík í fyrra. Lóðirnar í Úlfarsárdal eru boðnar á föstu verði og er uppbygging félagslegrar þjónustu í hverfinu innbyggð í verðið auk venjulegra gatnagerðargjalda. Innlent 14.6.2007 07:02 Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. Innlent 13.6.2007 19:28 Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. Innlent 13.6.2007 18:37 Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum í Danmörku í gær. Verið var að hreinsa ána þegar það fannst. Barnið var drengur, 50 cm langur. Hann var í hvítum plastpoka sem hafði verið þyngdur með steini. Á steininum stendur: "Fyrirgefðu. Hvíl í friði. Mamma og pabbi elska þig, litli drengurinn minn". Erlent 13.6.2007 17:51 Öðrum hluta útboðsins lokið Lokað hefur verið fyrir skráningar í hlutafjárútboði í Föroya Banka, þar sem hver og einn fjárfestir gat skráð sig fyrir tveimur milljónum danskra króna eða minna, vegna mikillar eftirspurnar fjárfesta. Viðskipti innlent 13.6.2007 15:50 Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. Innlent 13.6.2007 14:31 Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Innlent 13.6.2007 12:49 Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. Innlent 13.6.2007 09:57 Eimskip gerir formlegt yfirtökutilboð í Versacold Hf. Eimskipafélag Íslands sendi í dag út formlegt yfirtökutilboð til allra hluthafa í kæli- og frystigeymslufélaginu Versacold Income Fund. Eins og áður hefur verið tilkynnt hyggst félagið bjóða í allt útistandandi hlutafé Versacold fyrir 12,25 Kanadadollara á hlut í reiðufé. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:56 Fimm ára samfelldu vaxtarskeiði lokið Landsframleiðsla var nánast óbreytt á fyrsta fjórðungi þess árs miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 1,2 prósent á milli ára og sé þar með lokið samfelldu vaxtarskeiði einkaneyslunnar sem staðið hefur frá því á fjórða ársfjórðungi árið 2002. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:12 Hús flutt af Laugavegi vestur á Granda Vel gekk að flytja húsið að Laugavegi 74 af grunni sínum í nótt og vestur á Granda þar sem það verður geymt til bráðabirgða. Þetta er einlyft timburhús með háu risi og er í ráði að nýbygging sem á að rísa á reitnum verði í svipuðum stíl nema mun stærri. Innlent 13.6.2007 08:52 Björgunarsveit aðstoðaði fiskibát í vanda Tveir sjómenn á litlum fiskibáti lentu í vanda þegar sjór flæddi inn í vélarrúm bátsins með þeim afleiðingum að það drapst á vélinni en báturinn var staddur austur af Reyðarfirði á fimmta tímanum í morgun. Innlent 13.6.2007 07:25 Fimmtán ára hlaut opið beinbrot Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Hann var fluttur á Slysadeild Landspítalans, þar sem hann dvelur enn. Innlent 13.6.2007 07:21 Réðust að leigubílstjóra Tveir ölvaðir menn brugðust ókvæða við þegar leigubílstjóri ætlaði að sækja þá í Lækjargötu í Reykjavík í nótt. Mennirnir höfðu beðið um Benz eða Lincoln bifreið en fengu næsta bíl. Þegar bíllinn kom á staðinn spörkuðu þeir í hann og skemmdu talsvert. Annar mannanna sló til bílstjórans þannig að gleraugu hans brotnuðu, en hann sakaði ekki. Innlent 13.6.2007 07:18 Skúta strandaði í Skerjafirði Engan sakaði þegar skúta með fimm manns um borð, strandaði á skeri í Skerjafirði um klukkan átta í gærkvöldi. Lögreglubátur og bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru sendir á vettvang og tókst að losa skútuna af skerinu. Innlent 13.6.2007 06:58 Fagfjárfestar sitja að hlutafjárútboði í Føroya Banka Fagfjárfestum og öðrum stórum fjárfestum býðst að kaupa um 80 prósent þess hlutafjár sem færeyska landsstjórnin ætlar að selja í hlutafjárútboði Føroya Banka sem hófst í þremur löndum á mánudaginn. Almenningur og aðrir smærri fjárfestar fá því um fimmtungsskerf í sinn hlut en íslenskum fjárfestum stendur til boða að kaupa hlutabréf í útboðinu í gegnum Landsbankann. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Kaupa franskt plastfyrirtæki Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið fyrirtækið Dekoplast í Frakklandi. Dekoplast, sem framleiðir umbúðir fyrir snyrtivöru- og lyfjaframleiðendur, er með árlega sölu yfir sautján milljónum evra. Kaupverð félagsins er ekki gefið upp. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Ólík sýn á hagvöxt Verðbólga lækkaði í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þær segja spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veglega. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 SPRON veitir styrki SPRON hefur afhent styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljón króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna en auk þess voru veittir aðrir styrkir samtals að upphæð 625 þúsund krónur, vegna brúðkaupa, stórafmæla, fæðinga og ferðalaga. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 « ‹ 68 69 70 71 72 73 74 75 76 … 334 ›
Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Innlent 14.6.2007 19:18
Skora á ráðherra að endurskoða lög um torfæruhjól Umferðarstofa og forráðamenn Forvarnarhússins skora á samgönguráðherra að endurskoða undanþágu frá umferðarlögum sem leyfa börnum niður í sex ára að keyra torfæruhjól sem ná allt að 100 kílómetra hraða. Um er að ræða undanþágu frá umferðarlögum sem tók gildi í byrjun júnímánaðar. Hún kveður á um að börn niður í sex ára aldur megi nota mótorhjólin til æfinga og keppni. Innlent 14.6.2007 18:47
Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Viðskipti innlent 14.6.2007 17:09
Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:49
PFS fylgist með verðlagsþróun reikigjalda Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðleg reikisímtöl í farsíma landa á milli sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:08
706 sjóliðar í Reykjavík um helgina 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Innlent 14.6.2007 12:14
Century Aluminum skráð í Kauphöllina Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var skráð á First North Iceland-hlutabréfalistann í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, héldu stutta tölu og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Að því loknu opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, fyrir viðskipti dagsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 10:38
Tekinn með ólöglegan hníf og eiturlyf Svonefndur butterfly hnífur fannst á manni sem lögregla í Reykjavík leitaði á eftir að hafa stöðvað bíl sem hann var farþegi í. Einnig fundust fíkniefni á honum og voru hann og ökumaður teknir til yfirheyrslu. Þeim var sleppt eftir þær. Lögregla lagði hald á eiturlyfin og hnífinn. Hnífar þessir eru ólöglegir en þeir virðast vera algengir í fíkniefnaheiminum. Innlent 14.6.2007 07:14
Vörubretti brunnu í Fossvogsdal Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að athafnasvæði Skógræktar ríkisins í Fossvogsdal laust fyrir miðnætti þar sem reyk lagði til himins. Þar reyndist eldur loga í vörubrettastæðu og rusli og gekk greiðlega að slökkva eldinn áður en hann ylli tjóni á mannvirkjum. Fullvíst er talið að einhver hafi kveikt þar í en ekki er vitað hver hann er. Innlent 14.6.2007 07:11
Annað lærbrot eftir slys á torfæruhjóli Ungur maður lærbrotnaði þegar hann ók torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl í íbúðahverfi á Akranesi í gærkvöldi. Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi og eftir aðhlynningu þar var svo farið með hann á Slysadeild Landsspítalans þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn lögreglu má hann teljast heppinn að hafa ekki slasast meira. Innlent 14.6.2007 07:10
Framvísuðu fölsuðum vegabréfum Kona á fimmtugs aldri, ættuð frá Srí Lanka, og Hvít-Rússi á fertugsaldri voru dæmd í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurnesja í gær fyrir að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins. Konan var með kanadískt vegabréf en karlinn framvísaði vegabréfi frá Litháen. Innlent 14.6.2007 07:06
Aðeins 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal Aðeins 374 umsóknir bárust í 115 lóðir sem borgin auglýsti í Úlfarsárdal í Reykjavík. Þetta eru mikil umskipti frá því þegar á sjöunda þúsund umsóknir bárust í lóðir við Lambasel í Reykjavík í fyrra. Lóðirnar í Úlfarsárdal eru boðnar á föstu verði og er uppbygging félagslegrar þjónustu í hverfinu innbyggð í verðið auk venjulegra gatnagerðargjalda. Innlent 14.6.2007 07:02
Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. Innlent 13.6.2007 19:28
Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. Innlent 13.6.2007 18:37
Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum í Danmörku í gær. Verið var að hreinsa ána þegar það fannst. Barnið var drengur, 50 cm langur. Hann var í hvítum plastpoka sem hafði verið þyngdur með steini. Á steininum stendur: "Fyrirgefðu. Hvíl í friði. Mamma og pabbi elska þig, litli drengurinn minn". Erlent 13.6.2007 17:51
Öðrum hluta útboðsins lokið Lokað hefur verið fyrir skráningar í hlutafjárútboði í Föroya Banka, þar sem hver og einn fjárfestir gat skráð sig fyrir tveimur milljónum danskra króna eða minna, vegna mikillar eftirspurnar fjárfesta. Viðskipti innlent 13.6.2007 15:50
Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. Innlent 13.6.2007 14:31
Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Innlent 13.6.2007 12:49
Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. Innlent 13.6.2007 09:57
Eimskip gerir formlegt yfirtökutilboð í Versacold Hf. Eimskipafélag Íslands sendi í dag út formlegt yfirtökutilboð til allra hluthafa í kæli- og frystigeymslufélaginu Versacold Income Fund. Eins og áður hefur verið tilkynnt hyggst félagið bjóða í allt útistandandi hlutafé Versacold fyrir 12,25 Kanadadollara á hlut í reiðufé. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:56
Fimm ára samfelldu vaxtarskeiði lokið Landsframleiðsla var nánast óbreytt á fyrsta fjórðungi þess árs miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 1,2 prósent á milli ára og sé þar með lokið samfelldu vaxtarskeiði einkaneyslunnar sem staðið hefur frá því á fjórða ársfjórðungi árið 2002. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:12
Hús flutt af Laugavegi vestur á Granda Vel gekk að flytja húsið að Laugavegi 74 af grunni sínum í nótt og vestur á Granda þar sem það verður geymt til bráðabirgða. Þetta er einlyft timburhús með háu risi og er í ráði að nýbygging sem á að rísa á reitnum verði í svipuðum stíl nema mun stærri. Innlent 13.6.2007 08:52
Björgunarsveit aðstoðaði fiskibát í vanda Tveir sjómenn á litlum fiskibáti lentu í vanda þegar sjór flæddi inn í vélarrúm bátsins með þeim afleiðingum að það drapst á vélinni en báturinn var staddur austur af Reyðarfirði á fimmta tímanum í morgun. Innlent 13.6.2007 07:25
Fimmtán ára hlaut opið beinbrot Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Hann var fluttur á Slysadeild Landspítalans, þar sem hann dvelur enn. Innlent 13.6.2007 07:21
Réðust að leigubílstjóra Tveir ölvaðir menn brugðust ókvæða við þegar leigubílstjóri ætlaði að sækja þá í Lækjargötu í Reykjavík í nótt. Mennirnir höfðu beðið um Benz eða Lincoln bifreið en fengu næsta bíl. Þegar bíllinn kom á staðinn spörkuðu þeir í hann og skemmdu talsvert. Annar mannanna sló til bílstjórans þannig að gleraugu hans brotnuðu, en hann sakaði ekki. Innlent 13.6.2007 07:18
Skúta strandaði í Skerjafirði Engan sakaði þegar skúta með fimm manns um borð, strandaði á skeri í Skerjafirði um klukkan átta í gærkvöldi. Lögreglubátur og bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru sendir á vettvang og tókst að losa skútuna af skerinu. Innlent 13.6.2007 06:58
Fagfjárfestar sitja að hlutafjárútboði í Føroya Banka Fagfjárfestum og öðrum stórum fjárfestum býðst að kaupa um 80 prósent þess hlutafjár sem færeyska landsstjórnin ætlar að selja í hlutafjárútboði Føroya Banka sem hófst í þremur löndum á mánudaginn. Almenningur og aðrir smærri fjárfestar fá því um fimmtungsskerf í sinn hlut en íslenskum fjárfestum stendur til boða að kaupa hlutabréf í útboðinu í gegnum Landsbankann. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Kaupa franskt plastfyrirtæki Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið fyrirtækið Dekoplast í Frakklandi. Dekoplast, sem framleiðir umbúðir fyrir snyrtivöru- og lyfjaframleiðendur, er með árlega sölu yfir sautján milljónum evra. Kaupverð félagsins er ekki gefið upp. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Ólík sýn á hagvöxt Verðbólga lækkaði í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þær segja spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veglega. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
SPRON veitir styrki SPRON hefur afhent styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljón króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna en auk þess voru veittir aðrir styrkir samtals að upphæð 625 þúsund krónur, vegna brúðkaupa, stórafmæla, fæðinga og ferðalaga. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent