Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 19:18 Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér. Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira