Innlent Kvennréttindafélag Íslands afhjúpar minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttir Þann 28. júní síðastliðinn afhjúpaði Kvennréttindafélag Íslands minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega athöfn. Minnisvarðinn er staðsettur á fæðingarstað hennar að Haukagili í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu. Innlent 11.7.2007 10:26 Kartöfludagurinn er í dag Fyrstu íslensku kartöflunar voru teknar upp í morgun hjá Birki Ármannssyni, bónda í Brekku í Þykkvabæ. Kartöflunum verður strax ekið til Reykjavíkur, þeim pakkað í sérmerktar umbúðir og komið í verslanir þar sem þær verða í hillunum undir hádegi. Innlent 11.7.2007 09:48 Fyrsta skrefið í innleiðingu vetnisfólksbíla verður tekið í dag Fyrsta skrefið í innleiðingu vetnisfólksbíla verður tekið í dag þegar Friðrik Sophusson og Guðmundur Þóroddsson taka við vetnisbíl frá DaimlerChrysler fyrir hönd Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti fólksbíllinn sem fer í almenna umferð á Íslandi og knúinn er með vetnisrafala. Hann verður í sameiginlegri notkun Orkuveitunnar og Landsvirkjunnar. Innlent 11.7.2007 09:22 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrir nokkrum dögum, yfir síbrotamanni. Ekki eru nema níu dagar síðan að sami Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð sama Héraðsdóms um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir sama manni, sem þá sat í gæsluvarðhaldi, þannig að honum var sleppt lausum fyrir níu dögum. Innlent 11.7.2007 08:06 Um 4.000 manns sáu TOTO í gær Um fjögur þúsund manns mættu á tónleika hljómsveitarinnar TOTO í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin lauk þar með tónleikaferð sem farin var til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar „Falling In Between". TOTO á þrjátíu ára feril að baki og hefur selt yfir 25 milljónir platna sem innhalda til dæmis lög eins og Rosanna, Georgy Porgy, Hold the line og Africa. Innlent 11.7.2007 08:02 Sandsíli fækkar við Eyjar Enn minna af sandsíli virðist vera umhverfis Vestmannaeyjar en á sama tíma í fyrra, samkvæmt fyrstu fregnum af sandsílarannsóknum Hafrannsóknastofnunar á svæðinu. Sandsílið er þýðingarmesta fæða lundans og hefur stórlega dregið úr varpi hans tvö ár í röð. Innlent 11.7.2007 07:18 Benedikt varð að hætta Benedikt Hjartarson sundmaður varð að hætta við sund sitt yfir Ermasund á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar hann átti skamman spöl ófarinn. Miklir straumar voru honum erfiðir, líkt og nafna hans nokkrum dögum fyrr. Benedikt gafst upp eftir að hafa lent í miklum bylgjugangi frá stórri ferju, sem sigldi hjá. Innlent 11.7.2007 07:11 Lögregla telur um íkveikju að ræða Lögregla rannsakar brunann við Grettisgötu í Reykjavík í gærkvöldi sem íkveikju, en engin mun hafa verið handtekinn vegna málsins. Húsið stóð autt og stóð til að rífa það en engu að síður skapaðist stór hætta af eldinum fyrir nágranna og nálæg hús, þannig að málið er litið alvarlegum augum. Slökkvistarf gekk vel þótt mikill eldur logaði um allt húsið þegar það kom á vettvang. Innlent 11.7.2007 07:10 Verður reykspól ólöglegt? Það skýrist á næstu dögum hvort það er ólöglegt að reykspóla en svo nefnist þegar ökumenn láta bíla sína spóla í hringi, gjarnan inni á bílastæðum. Lögreglunni á Selfossi barst ábending um slíkt í gærkvöldi og ákvað að kæra ökumanninn fyrir ógætilegan akstur, fyrir að valda ónæði og fyrir að spilla umferðarmerkingum á vettvangi, þar sem svart gúmmíið úr dekkjunum huldi merkingar. Innlent 11.7.2007 07:09 Ökumaður undir áhrifum fíkniefna Ökumaður, sem ók bíl sínum á miklum hraða aftan á annan bíl á Strandvegi í Grafarvogi síðdegis í gær, reyndist vera vankaður af fíkniefnaneyslu og er hann enn í haldi lögreglu. Innlent 11.7.2007 07:08 Ný hraðleið í Leifsstöð Farþegar á Saga Class hjá Icelandair geta nú notið þess að komast hraðar í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð en áður. Sérstök braut hefur verið gerð fyrir þá sem ferðast á Saga Class, og mun hún auka bæði þægindi og hraða. Fordæmi fyrir þessa þjónustu þekkist víða, t.d. má nefna Kaupmannahöfn, heathrow og Frankfurt. Innlent 10.7.2007 12:17 Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráðiðið telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. Innlent 10.7.2007 11:36 TM og Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirrita samstarfssamning Tryggingamiðstöðin og og Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning, og samkvæmt honum mun Tryggingamiðstöðin verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts Siglufjarðar. Mótið mun nú heita Pæjumót TM Siglufirði. Innlent 10.7.2007 10:20 Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 5. júlí og embættið verður veitt frá 1. ágúst. Kirkjumálaráðherra veitir það að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskupsins á Hólum. Innlent 10.7.2007 09:28 Lögregluhundur finnur fíkniefni Tveir karlar og kona voru færð á lögreglustöð á sunnudagsmorgun en í fórum þeirra fundust lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir. Það var sérþjálfaður lögregluhundur frá lögreglunni sem fann fíkniefnin. Fólkið, sem er um tvítugt og var í annarlegu ástandi, var stöðvað við hefðbundið eftirlit en fíkniefnin voru vel falin í bíl þeirra. Innlent 10.7.2007 09:19 Gæsluvarðhald vegna ráns í 10-11 Annar mannanna sem handtekinn var vegna ránsins í 10-11 versluninni við Barónsstíg í fyrrinótt, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hinum var sleppt en þriðja mannsins, sem er grunaður um að hafa farið fyrir hinum tveimur, er enn leitað. Innlent 10.7.2007 07:51 Undrast yfirlýsingar Geysir Green Energy Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar undrast yfirlýsingar forystumanna Geysir Green Energy og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að hugsanleg kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut tveggja bæjarfélaga í Hitaveitu Suðurnesja, stríði gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu orkufyrirtækja. Innlent 10.7.2007 07:48 Verð á gistingu hækkar um 24% Verð á gistingu hér innanlands var rösklega 24 prósentum hærra í nýliðnum júnímánuði, en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þessi mikla hækkun er þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts af gistingu í mars síðastliðnum. Innlent 10.7.2007 07:10 Kínverjar gera usla á Stokkseyri Háir hvellir gullu við á Stokkseyri í gærkvöldi og óttuðust sumir íbúar að verið væri að skjóta af byssu. Í ljós kom að nokkrir stálpaðir unglingar voru að sprengja kínverja hér og þar í plássinu, með miklu ónæði fyrir menn og skepnur, en þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn. Innlent 10.7.2007 07:07 Reyk lagði um Smárabíó Reyk tók að leggja um Smárabíó á tólfta tímanum í gærkvöldi og gripu slökkvilið og lögregla til þess ráðs að rýma Smáralindina. Jafnframt var fjölmennu slökkviliði stefnt á staðinn. Innlent 10.7.2007 07:05 Ekkert tjón varð í álveri Alcoa vegna rafmagnsleysis Ekkert tjón nema tafir, hlaust af rafmagnsleysi í álveri Alcoa Fjarðaáli þegar rafmagn fór þar af síðdegis í gær. Það var aftur komið á um sjöleytið í gærkvöldi og náði ál því ekki að storkna í þeim 40 kerjum af 336, sem búið er að taka í notkun. Innlent 10.7.2007 07:00 Flugmenn semja við Icelandair Flugmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna ákváðu á fjölmennum fundi sínum í gærkvöldi, að grípa ekki til aðgerða vegna uppsagna ellefu íslenskra flugmanna hjá Icelandair í haust. Innlent 10.7.2007 06:57 Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins. Viðskipti innlent 9.7.2007 17:01 Novator framlengir tilboðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:47 Íbúi á Hlíð styrkir Öldrunarheimili Akureyrar um þrjár milljónir Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. Innlent 9.7.2007 16:29 Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:06 Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð. Innlent 9.7.2007 13:48 Bruni í Tréverkshúsinu á Bíldudal rannsakaður sem íkveikja Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum sýnir að eldur hafi verið borinn að Tréverkshúsinu að Litlu Eyri á Bíldudal þann 20. febrúar síðastliðinn. Málið er því rannsakað sem íkveikja. Eldsvoðans varð vart skömmu fyrir hádegi og brann tæplega 600 fermetra iðnaðarhúsnæði til grunna. Innlent 9.7.2007 11:03 Jarðskjálfti í morgun Jarðskjálfti að stærð 3,5 á Richterskvarða varð í morgun klukkan 07:42. Skjálftinn átti sér upptök við Krísuvík á Reykjanesskaga. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst í Reykjanesbæ. Skjálftar eru algengir við Krísuvík. Innlent 9.7.2007 10:49 Breiðavíkursamtökin opna heimasíðu Vefslóð Breiðavíkursamtakanna verður opnuð formlega í dag og hefst dagskrá klukkan 13:30 með ávarpi formanns samtakanna, Páls Elíassonar. Klukkan 13:45 mun Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra opna heimasíðuna formlega. Athöfnin verður í safnaðarheimilinu við Laugarneskirkju. Innlent 9.7.2007 10:24 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 334 ›
Kvennréttindafélag Íslands afhjúpar minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttir Þann 28. júní síðastliðinn afhjúpaði Kvennréttindafélag Íslands minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega athöfn. Minnisvarðinn er staðsettur á fæðingarstað hennar að Haukagili í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu. Innlent 11.7.2007 10:26
Kartöfludagurinn er í dag Fyrstu íslensku kartöflunar voru teknar upp í morgun hjá Birki Ármannssyni, bónda í Brekku í Þykkvabæ. Kartöflunum verður strax ekið til Reykjavíkur, þeim pakkað í sérmerktar umbúðir og komið í verslanir þar sem þær verða í hillunum undir hádegi. Innlent 11.7.2007 09:48
Fyrsta skrefið í innleiðingu vetnisfólksbíla verður tekið í dag Fyrsta skrefið í innleiðingu vetnisfólksbíla verður tekið í dag þegar Friðrik Sophusson og Guðmundur Þóroddsson taka við vetnisbíl frá DaimlerChrysler fyrir hönd Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti fólksbíllinn sem fer í almenna umferð á Íslandi og knúinn er með vetnisrafala. Hann verður í sameiginlegri notkun Orkuveitunnar og Landsvirkjunnar. Innlent 11.7.2007 09:22
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrir nokkrum dögum, yfir síbrotamanni. Ekki eru nema níu dagar síðan að sami Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð sama Héraðsdóms um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir sama manni, sem þá sat í gæsluvarðhaldi, þannig að honum var sleppt lausum fyrir níu dögum. Innlent 11.7.2007 08:06
Um 4.000 manns sáu TOTO í gær Um fjögur þúsund manns mættu á tónleika hljómsveitarinnar TOTO í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin lauk þar með tónleikaferð sem farin var til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar „Falling In Between". TOTO á þrjátíu ára feril að baki og hefur selt yfir 25 milljónir platna sem innhalda til dæmis lög eins og Rosanna, Georgy Porgy, Hold the line og Africa. Innlent 11.7.2007 08:02
Sandsíli fækkar við Eyjar Enn minna af sandsíli virðist vera umhverfis Vestmannaeyjar en á sama tíma í fyrra, samkvæmt fyrstu fregnum af sandsílarannsóknum Hafrannsóknastofnunar á svæðinu. Sandsílið er þýðingarmesta fæða lundans og hefur stórlega dregið úr varpi hans tvö ár í röð. Innlent 11.7.2007 07:18
Benedikt varð að hætta Benedikt Hjartarson sundmaður varð að hætta við sund sitt yfir Ermasund á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar hann átti skamman spöl ófarinn. Miklir straumar voru honum erfiðir, líkt og nafna hans nokkrum dögum fyrr. Benedikt gafst upp eftir að hafa lent í miklum bylgjugangi frá stórri ferju, sem sigldi hjá. Innlent 11.7.2007 07:11
Lögregla telur um íkveikju að ræða Lögregla rannsakar brunann við Grettisgötu í Reykjavík í gærkvöldi sem íkveikju, en engin mun hafa verið handtekinn vegna málsins. Húsið stóð autt og stóð til að rífa það en engu að síður skapaðist stór hætta af eldinum fyrir nágranna og nálæg hús, þannig að málið er litið alvarlegum augum. Slökkvistarf gekk vel þótt mikill eldur logaði um allt húsið þegar það kom á vettvang. Innlent 11.7.2007 07:10
Verður reykspól ólöglegt? Það skýrist á næstu dögum hvort það er ólöglegt að reykspóla en svo nefnist þegar ökumenn láta bíla sína spóla í hringi, gjarnan inni á bílastæðum. Lögreglunni á Selfossi barst ábending um slíkt í gærkvöldi og ákvað að kæra ökumanninn fyrir ógætilegan akstur, fyrir að valda ónæði og fyrir að spilla umferðarmerkingum á vettvangi, þar sem svart gúmmíið úr dekkjunum huldi merkingar. Innlent 11.7.2007 07:09
Ökumaður undir áhrifum fíkniefna Ökumaður, sem ók bíl sínum á miklum hraða aftan á annan bíl á Strandvegi í Grafarvogi síðdegis í gær, reyndist vera vankaður af fíkniefnaneyslu og er hann enn í haldi lögreglu. Innlent 11.7.2007 07:08
Ný hraðleið í Leifsstöð Farþegar á Saga Class hjá Icelandair geta nú notið þess að komast hraðar í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð en áður. Sérstök braut hefur verið gerð fyrir þá sem ferðast á Saga Class, og mun hún auka bæði þægindi og hraða. Fordæmi fyrir þessa þjónustu þekkist víða, t.d. má nefna Kaupmannahöfn, heathrow og Frankfurt. Innlent 10.7.2007 12:17
Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráðiðið telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. Innlent 10.7.2007 11:36
TM og Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirrita samstarfssamning Tryggingamiðstöðin og og Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning, og samkvæmt honum mun Tryggingamiðstöðin verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts Siglufjarðar. Mótið mun nú heita Pæjumót TM Siglufirði. Innlent 10.7.2007 10:20
Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 5. júlí og embættið verður veitt frá 1. ágúst. Kirkjumálaráðherra veitir það að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskupsins á Hólum. Innlent 10.7.2007 09:28
Lögregluhundur finnur fíkniefni Tveir karlar og kona voru færð á lögreglustöð á sunnudagsmorgun en í fórum þeirra fundust lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir. Það var sérþjálfaður lögregluhundur frá lögreglunni sem fann fíkniefnin. Fólkið, sem er um tvítugt og var í annarlegu ástandi, var stöðvað við hefðbundið eftirlit en fíkniefnin voru vel falin í bíl þeirra. Innlent 10.7.2007 09:19
Gæsluvarðhald vegna ráns í 10-11 Annar mannanna sem handtekinn var vegna ránsins í 10-11 versluninni við Barónsstíg í fyrrinótt, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hinum var sleppt en þriðja mannsins, sem er grunaður um að hafa farið fyrir hinum tveimur, er enn leitað. Innlent 10.7.2007 07:51
Undrast yfirlýsingar Geysir Green Energy Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar undrast yfirlýsingar forystumanna Geysir Green Energy og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að hugsanleg kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut tveggja bæjarfélaga í Hitaveitu Suðurnesja, stríði gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu orkufyrirtækja. Innlent 10.7.2007 07:48
Verð á gistingu hækkar um 24% Verð á gistingu hér innanlands var rösklega 24 prósentum hærra í nýliðnum júnímánuði, en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þessi mikla hækkun er þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts af gistingu í mars síðastliðnum. Innlent 10.7.2007 07:10
Kínverjar gera usla á Stokkseyri Háir hvellir gullu við á Stokkseyri í gærkvöldi og óttuðust sumir íbúar að verið væri að skjóta af byssu. Í ljós kom að nokkrir stálpaðir unglingar voru að sprengja kínverja hér og þar í plássinu, með miklu ónæði fyrir menn og skepnur, en þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn. Innlent 10.7.2007 07:07
Reyk lagði um Smárabíó Reyk tók að leggja um Smárabíó á tólfta tímanum í gærkvöldi og gripu slökkvilið og lögregla til þess ráðs að rýma Smáralindina. Jafnframt var fjölmennu slökkviliði stefnt á staðinn. Innlent 10.7.2007 07:05
Ekkert tjón varð í álveri Alcoa vegna rafmagnsleysis Ekkert tjón nema tafir, hlaust af rafmagnsleysi í álveri Alcoa Fjarðaáli þegar rafmagn fór þar af síðdegis í gær. Það var aftur komið á um sjöleytið í gærkvöldi og náði ál því ekki að storkna í þeim 40 kerjum af 336, sem búið er að taka í notkun. Innlent 10.7.2007 07:00
Flugmenn semja við Icelandair Flugmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna ákváðu á fjölmennum fundi sínum í gærkvöldi, að grípa ekki til aðgerða vegna uppsagna ellefu íslenskra flugmanna hjá Icelandair í haust. Innlent 10.7.2007 06:57
Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins. Viðskipti innlent 9.7.2007 17:01
Novator framlengir tilboðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:47
Íbúi á Hlíð styrkir Öldrunarheimili Akureyrar um þrjár milljónir Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. Innlent 9.7.2007 16:29
Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:06
Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð. Innlent 9.7.2007 13:48
Bruni í Tréverkshúsinu á Bíldudal rannsakaður sem íkveikja Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum sýnir að eldur hafi verið borinn að Tréverkshúsinu að Litlu Eyri á Bíldudal þann 20. febrúar síðastliðinn. Málið er því rannsakað sem íkveikja. Eldsvoðans varð vart skömmu fyrir hádegi og brann tæplega 600 fermetra iðnaðarhúsnæði til grunna. Innlent 9.7.2007 11:03
Jarðskjálfti í morgun Jarðskjálfti að stærð 3,5 á Richterskvarða varð í morgun klukkan 07:42. Skjálftinn átti sér upptök við Krísuvík á Reykjanesskaga. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst í Reykjanesbæ. Skjálftar eru algengir við Krísuvík. Innlent 9.7.2007 10:49
Breiðavíkursamtökin opna heimasíðu Vefslóð Breiðavíkursamtakanna verður opnuð formlega í dag og hefst dagskrá klukkan 13:30 með ávarpi formanns samtakanna, Páls Elíassonar. Klukkan 13:45 mun Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra opna heimasíðuna formlega. Athöfnin verður í safnaðarheimilinu við Laugarneskirkju. Innlent 9.7.2007 10:24
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti