Innlent Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Innlent 12.9.2006 15:41 Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum. Innlent 12.9.2006 15:27 Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004. Innlent 12.9.2006 15:01 Nýr aðstoðarforstjóri XL Leisure Group Magnús Stephensen hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra XL Leisure Group, dótturfyrirtækis Avion Group. Magnús hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar Avion Group frá stofnun félagsins. Viðskipti innlent 12.9.2006 15:01 Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna. Innlent 12.9.2006 14:41 Minni uppsjávarveiði á síðasta fiskveiðiári en árið á undan Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Minni veiði á uppsjávarfiski er þar einkum um að kenna. Innlent 12.9.2006 12:27 Lögregla kvartar undan skemmdarverkum Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki. Innlent 12.9.2006 13:36 Vilja fund vegna málefna Barnahúss Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota. Innlent 12.9.2006 13:27 Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 12.9.2006 12:14 Skúli Eggert ráðinn ríkisskattstjóri Fjármálaráðherra ákvað í dag að Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, taki við embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar á næsta ári. Indriði H. Þorláksson, núverandi ríkisskattstjóri, lætur af embætti 1. október næstkomandi og mun Ingvar Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri, gegn starfi hans til áramót. Viðskipti innlent 12.9.2006 11:54 Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. Innlent 12.9.2006 09:48 Hrein eign lífeyrissjóðanna minnkar Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam um 1350 milljörðum króna í lok júlí en það er 8,4 milljarða króna samdráttur á milli mánaðasamkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Viðskipti innlent 12.9.2006 11:29 Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. Innlent 12.9.2006 11:03 Dagsbrún skipt upp Stjórn Dagsbrúnar hf. samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við hluthafafund að Dagsbrún verði skipt upp í tvö rekstrarfélög sem bæði verði skráð í Kauphöll Íslands. Félögin verði annars vegar fjölmiðlafélag, 365 hf. og hins vegar fjarskipta- og upplýsingatæknifélag, Teymi hf. Viðskipti innlent 12.9.2006 11:06 Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. Innlent 12.9.2006 10:57 Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. Innlent 12.9.2006 10:13 Viðskipti stöðvuð með bréf Dagsbrúnar Viðskipti voru stöðvuð með bréf Dagsbrúnar í Kauphöll Íslands í morgun þar sem von sé á fréttum frá fyrirtækinu. Dagsbrún hefur boðað til kynningarfundar fyrir fjárfesta og fjölmiðla vegna málsins í Salnum í Kópavogi klukkan 11 í dag. Viðskipti innlent 12.9.2006 09:53 Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. Innlent 12.9.2006 09:24 Verðbólgan mælist 7,6 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent í síðasta mánuði og jafngildir þetta því að verðbólga hafi mælst 7,6 prósent í september, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 12.9.2006 09:00 Missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum á Hellisheiðinni á níunda tímanum í kvöld og hafnaði utan vegar. Ökumaður slapp með skrekkinn en draga þurfti bíl hans í burtu þar sem hann var nokkuð skemmdur. Innlent 11.9.2006 22:02 Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Innlent 11.9.2006 18:58 Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega. Innlent 11.9.2006 18:56 Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina. Innlent 11.9.2006 18:20 Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. Innlent 11.9.2006 18:18 Spá lægri verðbólgu Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur fyrir september á morgun. Greiningardeild KB banka spáir því að verðbólga hafi hækkað um 0,8 prósent frá fyrri mánuði og að 12 mánaða verðbólga lækki úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent. Viðskipti innlent 11.9.2006 17:39 Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. Innlent 11.9.2006 17:04 Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. Innlent 11.9.2006 16:33 Tilboð Barr upp á um 180 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA. Innlent 11.9.2006 16:14 Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. Innlent 11.9.2006 16:10 Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. Innlent 11.9.2006 15:16 « ‹ 251 252 253 254 255 256 257 258 259 … 334 ›
Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Innlent 12.9.2006 15:41
Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum. Innlent 12.9.2006 15:27
Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004. Innlent 12.9.2006 15:01
Nýr aðstoðarforstjóri XL Leisure Group Magnús Stephensen hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra XL Leisure Group, dótturfyrirtækis Avion Group. Magnús hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar Avion Group frá stofnun félagsins. Viðskipti innlent 12.9.2006 15:01
Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna. Innlent 12.9.2006 14:41
Minni uppsjávarveiði á síðasta fiskveiðiári en árið á undan Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Minni veiði á uppsjávarfiski er þar einkum um að kenna. Innlent 12.9.2006 12:27
Lögregla kvartar undan skemmdarverkum Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki. Innlent 12.9.2006 13:36
Vilja fund vegna málefna Barnahúss Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota. Innlent 12.9.2006 13:27
Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 12.9.2006 12:14
Skúli Eggert ráðinn ríkisskattstjóri Fjármálaráðherra ákvað í dag að Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, taki við embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar á næsta ári. Indriði H. Þorláksson, núverandi ríkisskattstjóri, lætur af embætti 1. október næstkomandi og mun Ingvar Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri, gegn starfi hans til áramót. Viðskipti innlent 12.9.2006 11:54
Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. Innlent 12.9.2006 09:48
Hrein eign lífeyrissjóðanna minnkar Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam um 1350 milljörðum króna í lok júlí en það er 8,4 milljarða króna samdráttur á milli mánaðasamkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Viðskipti innlent 12.9.2006 11:29
Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. Innlent 12.9.2006 11:03
Dagsbrún skipt upp Stjórn Dagsbrúnar hf. samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við hluthafafund að Dagsbrún verði skipt upp í tvö rekstrarfélög sem bæði verði skráð í Kauphöll Íslands. Félögin verði annars vegar fjölmiðlafélag, 365 hf. og hins vegar fjarskipta- og upplýsingatæknifélag, Teymi hf. Viðskipti innlent 12.9.2006 11:06
Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. Innlent 12.9.2006 10:57
Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. Innlent 12.9.2006 10:13
Viðskipti stöðvuð með bréf Dagsbrúnar Viðskipti voru stöðvuð með bréf Dagsbrúnar í Kauphöll Íslands í morgun þar sem von sé á fréttum frá fyrirtækinu. Dagsbrún hefur boðað til kynningarfundar fyrir fjárfesta og fjölmiðla vegna málsins í Salnum í Kópavogi klukkan 11 í dag. Viðskipti innlent 12.9.2006 09:53
Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. Innlent 12.9.2006 09:24
Verðbólgan mælist 7,6 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent í síðasta mánuði og jafngildir þetta því að verðbólga hafi mælst 7,6 prósent í september, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 12.9.2006 09:00
Missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum á Hellisheiðinni á níunda tímanum í kvöld og hafnaði utan vegar. Ökumaður slapp með skrekkinn en draga þurfti bíl hans í burtu þar sem hann var nokkuð skemmdur. Innlent 11.9.2006 22:02
Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Innlent 11.9.2006 18:58
Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega. Innlent 11.9.2006 18:56
Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina. Innlent 11.9.2006 18:20
Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. Innlent 11.9.2006 18:18
Spá lægri verðbólgu Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur fyrir september á morgun. Greiningardeild KB banka spáir því að verðbólga hafi hækkað um 0,8 prósent frá fyrri mánuði og að 12 mánaða verðbólga lækki úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent. Viðskipti innlent 11.9.2006 17:39
Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. Innlent 11.9.2006 17:04
Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. Innlent 11.9.2006 16:33
Tilboð Barr upp á um 180 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA. Innlent 11.9.2006 16:14
Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. Innlent 11.9.2006 16:10
Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. Innlent 11.9.2006 15:16