Innlent

Fréttamynd

15 ára á bíl foreldra sinna

Lögreglan á Akureyri hafi í dag afskipti af 15 ára stúlku sem var að aka um bæinn á bíl foreldra sinna. Eftir að hafa stöðvað stúlkuna ók lögreglan með hana heim til foreldra sinna þar sem hún ræddi við þau.

Innlent
Fréttamynd

Sleit háspennulínu

Lögreglan á Akureyri þurfti í dag að aðstoða mann sem var að flytja bát sinn við bæinn. Hátt mastur var á bátnum sem fór í háspennulínu á Moldhaugahálsi rétt fyrir norðan Akureyri. Þrír strengir slitnuðu við þetta en um sveitalínu er að ræða og fór rafmagn af bæjum í kring. Maðurinn slapp ómeiddur og báturinn að mestu óskemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Ný þyrla Gæslunnar komin til landsins

Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm. Hún er sömu gerðar og TF-LÍF, Super Puma, og er leigð frá Noregi. Koma hennar er liður í eflingu Landhelgisgæslunnar í kjölfar brotthvarfs þyrlusveitar Varnarliðsins. Bæði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, voru viðstaddir þegar þyrlan lenti og lýstu þeir yfir mikilli ánægju með hve skamman tíma tók að fá þyrluna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ný þyrla Landhelgisgæslunnar á leið til landsins

Ný þyrla Landhelgisgælunnar er nú á leið til landsins. Hún hélt á stað frá Noregi í morgun og hafði viðkomu á leiðinni í Færeyjum. Reiknað er með að hún lendi við flugskýli Landhelgisgæslunnar um klukkan hálf fimm. Þyrlan verður þriðja þyrla Landhelgisgæslunnar og bætist í hóp TF-LÍF og TF-Sif.

Innlent
Fréttamynd

Rennslið í Skaftá að ná jafnvægi

Rennslið við Sveinstind í Skaftá er að ná jafnvægi eftir hlaup sem hófst í ánni fyrir um 10 dögum. Fréttavefurinn Sudurland.is greinir frá þessu en þar segir að hlaupið hafi aldrei orðið verulegt enda stutt síðan hljóp úr báðum Skaftárkötlum.

Innlent
Fréttamynd

Flugslys sviðsett á Bíldudalsflugvelli

Neyðar- og björgunarsveitaæfing hefur staðið yfir á Bíldudal í dag. Sett var á svið flugslys þar sem flugvél með 21 farþega um borð lenti harkalega á Bíldudalsflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Slapp ómeiddur eftir bílveltu

Ungur karlmaður slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum, um hádegisbil í dag, við Reyjarskóla í Hrútafirði. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er bílinn gjörónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Yoko Ono ætlar að helga stað friðarsúlunnar

Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er nú stödd hér á landi en í þessari heimsókn sinni ætlar hún meðal annars að helga staðinn þar sem friðarsúlur hennar koma til með að rísa í Viðey.

Innlent
Fréttamynd

Keldur seldar?

Nefnd sem fjallað hefur um málefni Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, leggur til að reist verði fimm þúsund fermetra bygging í Vatnsmýrinni undir starfsemina og Keldur verði seldar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa Icelandair

Líkur eru á því að gengið verði frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair á næstu dögum, að stærstum hluta til hóps fjárfesta með tengsl við fyrrum Sambandsfyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Jón Baldvin ekki í framboði í Suðvesturkjördæmi

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki á meðal þeirra sem buðu sig fram í prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi og gefa 19 manns kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega helmingshlutur í Icelandair group seldur?

Gengið verður frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair group til hóps fjárfesta um helgina, að því fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS fari fyrir hópi fjárfesta sem kaupi 30 prósent í fyrirtækinu en ásamt honum komi einnig að kaupunum þeir Helgi S. Guðmundsson og Þórólfur Gíslason.

Innlent
Fréttamynd

Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu

Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við.

Erlent
Fréttamynd

Sautján ára tekinn í fjórða sinn

Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í Bónus í Kringlunni

Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er það sem koma skal

Frumvarp um afnám einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á bjór og léttu víni var lagt fram á Alþingi í gær. Er þetta fjórða þingið í röð þar sem frumvarpið er lagt fram.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í trésmíðaverkstæði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að trésmíðaverkstæði í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Leigubílstjóri sem átti leið hjá tók eftir að reyk lagði frá húsinu og kallaði til slökkviliðið. Þegar það kom á staðinn var mikill reykur í húsinu og töluverður eldur.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld ekki í stóriðju

Auðlindanefnd kynnir í næstu viku tillögur sínar um verndun og nýtingu auðlinda. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á vinnu nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður slapp ómeiddur

Karlmaður slapp lítið meiddur er bifreið sem hann ók valt í Hvalfjarðargöngunum um hálf sex leytið í gær. Loka þurfti allri umferð um göngin á meðan unnið var að því að koma bifreiðinni út en hún var að lokum dregin af vettvangi. Opnað var fyrir umferð skömmu eftir að búið var að koma bifreiðinni út úr göngunum en óljóst er hver tildrög slyssins voru. Bifreiðin er mikið skemmd og jafnvel ónýt.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut áverka á andliti og höfði eftir árás

Ráðist var á karlmann á fertugsaldri á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Karlmaðurinn hlaut talsverða ákverka bæði á andliti og höfði. Tveir menn á þrítugsaldri réðust á manninn á fimmta tímanum í nótt og lömdu bæði og spörkuðu í hann.

Innlent
Fréttamynd

Lifrarbólgutilfellum fjölgar

Rúmlega helmingur lifrarbólgusjúklinga hér á landi er innflytjendur. Sóttvarnarlæknir segist ekki óttast lifrarbólgufaraldur á borð við þann sem sem gekk á árunum 1989 til 1992.

Innlent
Fréttamynd

Greinir á um virkjanahugmyndir

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, leggst alfarið gegn hugmyndum um Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti fyrr í vikunni að sýna hugmyndir um Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi Skagafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Slapp ómeiddur úr bruna á hjóli

Karlmaður slapp ómeiddur þegar kviknaði í mótorhjóli sem hann ók á Kalkofnsvegi um sjö leytið í gærkvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út og gekk því greiðlega að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Krefst bóta vegna læknamistaka

Kona um fimmtugt ætlar að krefjast bóta vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Hún reyndist vera með heilahimnubólgu, lenti í miklum, langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu.

Innlent