Lifrarbólgutilfellum fjölgar 7. október 2006 09:15 Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir segir ekki ásæðu til að óttast faraldur eins og varð á árunum 1989-1992. Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira