Innlent

Fréttamynd

Flott án fíknar fær styrk

Forvarnarverkefninu Flott án fíknar var ýtt úr vör í dag. Það er ungmennafélag Íslands sem stendur að verkefninu og hefur félagið fengið styrk úr forvarnarsjóði til þess.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla frekari niðurgreiðslum

Frjálshyggjufélagið mótmælir harðlega hugmyndum um enn frekari niðurgreiðslu ríkisins á rekstri stjórnmálaflokkanna. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að með því að auka framlög ríkisins til stjórnmálaflokka séu skattgreiðendur neyddir til að styðja skoðanir sem þeir eru ósammála.

Innlent
Fréttamynd

Landnámssetrið verðlaunað

Landnámssetur Íslands hlaut Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar í gær fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í ruslatunnum

Eldur kviknaði í tveimur ruslatunnum við leikskólann Brákarborg í Brákarsundi í kvöld. Slökkvilið kom fljólega á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn þrátt fyrir töluverðan vind. Lítið tjón hlaust af eldinum en fyrir utan ruslatunnurnar sem brunnu skemmdist skjólveggur sem þær stóðu við einnig.

Innlent
Fréttamynd

Endalaus saga í olíusamráðsmáli

Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Lentu í klóm sjóræningja

Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt.

Innlent
Fréttamynd

Lögbrot að ráða tengdason biskups

Skipan tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, braut gegn jafnréttislögum, samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Siv Konráðsdóttir, lögmaður konunnar sem stefndi segir þetta áfellisdóm yfir biskupi því hann beri samkvæmt dómnum ábyrgð á lögbrotinu. Gestur Jónsson, lögmaður biskups telur þessa niðurstöðu engan vegin áfellisdóm yfir embættisverkum biskups og raunar þvert á móti.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra í þorskastríð

Valgerður Sverrisdóttir skar upp herör gegn sjóræningjaveiðum í morgun þegar hún flutti jómfrúarskýrslu sína um utanríkismál. Hún fór vítt og breitt yfir og ræddi einnig að leita þyrfti leiða til að efla samstarf við Evrópusambandið á sviði öryggismála.

Innlent
Fréttamynd

Óveður á Kjalarnesi

Ennþá er óveður á Kjalarnesi en auðir vegir eru á Suður- og Suðvesturlandi. Á Norðurlandi og Austurlandi er víða hríðarveður og jafnvel stórhríð og ófært er yfir Þverárfjall. Varað er við óveðri sunnan Vatnajökuls.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun

Dagsbrún sendi í dag frá sér afkomuviðvörun vegna níu mánaða uppgjörs. Stjórn fyrirtækisins hefur jafnframt ákveðið að ganga til viðræðna við hugsanlega kaupendur á meirihluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions, móðurfélagi Wyndeham press Group PLC, sem er þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands.

Innlent
Fréttamynd

Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag árs fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot. Maðurinn hlaut dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á þessu ári, fyrir að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Flaga skilaði tapi

Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Alfesca yfir væntingum

Matvælafyrirtækið Alfesca skilaði 1,8 milljóna evra tapi á síðasta rekstrarári, sem hófst í júlí í fyrra en lauk í enda júní. Þetta svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,3 milljónir evra eða 296 milljóna króna tap í fyrra. Afkoman er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda sem spáðu að tapið myndi nema rúmum 215 milljónum króna eða 2,4 milljónum evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Foreldrar fá bréf um glannaskap barna sinna

Lögreglan á Akranesi sendir nú foreldrum ungra ökumanna, sem gerast brotlegir í umferðinni, bréf. Lögreglan segir mikið hafa borið á brotum ungra ökumanna og ekki hafa allir látið sér segjast þrátt fyrir afskipti lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Sótt í heita vatnið í kuldanum

Mikil notkun hefur verið á heitu vatni í kuldanum síðustu daga. Eftir hádegið í dag dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

35 stiga frost í Reykjavík

Það er víða mjög hvasst á landinu og sumstaðar mjög snarpar og hættulegar vindhviður, einkum á Kjalarnesi. „ Þegar ég reikna saman lofthitann í borginni sem er um -6 stig og vindhraða um 13 m/s þá jafngildir vindkælingin því að vera í 35 stiga frosti í logni“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

Innlent
Fréttamynd

Orð umhverfisráðherra kalla á skýra loftlagsstefnu

Náttúruverndarsamtök Íslands segja orð umhverfisráðherra, á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna í morgun, kalla á skýra loftslagsstefnu til langs tíma. Þetta felur meðal annars í sér að setja þarf tímasett markmið um verulegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Innlent
Fréttamynd

Runólfur segir upp störfum á Bifröst

Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða.

Innlent
Fréttamynd

Hydro opnar skrifstofu á Íslandi

Fyrirtækið Hydro hefur opnað skrifstofu á Íslandi. Fyrirtækið hyggst þannig leita uppi og þróa ný ný umhverfisvæn viðskiptatækifæri á sviði ál- og orkuframleiðslu. Hydro hefur stundað viðskipti á Íslandi um nokkurra ára skeið bæði í tengslum við áliðnað og orkuvinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Víða slæmt ferðaveður

Óveður er á Kjalarnesi við Lómagnúp í Öræfasveit og við Kvísker. Mjög slæmt ferðaveður er á Austurlandi. Þungfært og stórhríð er á Mývatnsöræfum, á Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði, á Fagradal og í Oddskarði. Þungfært er á Skriðdal, snjóþekja og stórhríð er með ströndinni og lítið ferðaveður. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir rúma hálfa milljón fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann til að greiða 540 þúsund krónur í sekt fyrir margvísleg og ítrekuð umferðarlagabrot, sem hann framdi víðsvegar um Vestfirði í sumar. Mun þetta vera einhver hæsta sekt fyrir umferðarlagabrot sem um getur.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögum send viðvörun vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur á síðustu fjórum árum sent 37 sveitarfélögum viðvörun, þar af þremur á þessu ári, vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, sem hófst í morgun, kallaði Halldór Halldórsson, nýkjörinn formaður þeirra, eftir því að þau fengju aukna hlutdeild í sköttum hins opinbera og nefndi fjármagnstekjuskattinn sérstaklega.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrjátíu daga í fangelsi fyrir að hafa fíkniefni innvortis

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á hassi. Maðurinn var handtekinn við komuna frá Spáni hingað til lands í lok ágúst en hann hafði 219,69 grömm af hassi innvortis. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 92.190 krónur í sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Litlum manni lá á í heiminn

Sá sérstaki atburður átti sér stað í gær að barn kom í heiminn í bíl á Reykjanesbrautinni. Foreldrar drengsins voru á leiðinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem fæðingin átti að eiga sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi

Stéttarfélög starfsmanna ríkisfyrirtækja, sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög, verða að kortleggja hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn. Hætta er á réttindamissi starfsmanna sem ekki hafa fengið nauðsynlegar upplýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Tölvur kenna stafsetningu

Námsvefur með gagnvirkum æfingum í stafsetningu og vélritun verður opnaður í dag. Aðgangur að vefnum verður öllum opinn og gjaldfrjáls.

Innlent
Fréttamynd

Sextán þúsund króna afgangur

Prófkjörsbarátta Jóns Gunnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, kostaði 1.033.362 krónur. Samkvæmt uppgjöri sem Jón hefur birt kostaði hann engu til sjálfur en þáði 1.050.000 krónur í framlög frá stuðningsaðilum.

Innlent