Innlent Hass í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hafði í nótt afskipti af manni og konu, þar sem þau voru í Hörgárdal á leið til Akureyrar. Grunur vaknaði um að þau gætu verið með fíkniefni í fórum sínum og við leit í bifreiðinni fannst böggull, sem talinn er geyma rúm 700 grömm af hassi. Innlent 24.2.2007 17:48 Fækkar í grunnskólum -fjölgar í einkaskólum Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur grunnskólanemendum fækkað um 461 frá síðasta skólaári eða um 1,0%. Aftur á móti hefur nemendum í einkaskólum fjölgað um 100 frá fyrra ári, eða 21,2%. Gera má ráð fyrir að grunnskólanemendum haldi áfram að fækka því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi. Innlent 24.2.2007 17:42 Ingibjörg Sólrún vill stytta vinnutíma Konur í baráttuhug var rauði þráðurinn á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem hófst í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði þar að pólitíkin sé ennþá karlaheimur og hin pólitíska menning og leikreglur mótaðar af aldalöngu forræði karla. Innlent 24.2.2007 16:35 Vilja stækka í Straumsvík Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins í dag. Innlent 24.2.2007 16:08 Vel sótt í sjóð Orkuveitunnar Nýjum umhverfis- og orkurannsóknarsjóði hjá Orkuveitu Reykjavíkur bárust alls 95 umsóknir um styrki. Umsóknirnar eru samtals að upphæð um 450 milljónir króna og því ljóst að stjórnar sjóðsins bíður vandasamt verkefni, en stjórn Orkuveitunnar hefur lagt 100 milljónir króna til sjóðsins. Innlent 24.2.2007 12:11 Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum. Innlent 24.2.2007 11:55 Skíðasvæðin Innlent 24.2.2007 10:21 Jóhanna kvaddi X-Factor Innlent 24.2.2007 10:16 Vilja lögbinda jafnt hlutfall kvenna Innlent 24.2.2007 10:14 Sviptur á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann á þrítugsaldri í ofsaakstri um klukkan hálf eitt í nótt á Hringbraut á móts við Bjarkargötu. Hann mældist á hundrað þrjátíu og þriggja kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum stað er 50 kílómetrar. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum. Innlent 24.2.2007 10:08 Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár. Viðskipti innlent 23.2.2007 23:33 FL Group með fullnýtta heimild í Glitni FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum. Viðskipti innlent 23.2.2007 16:40 Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. Viðskipti erlent 23.2.2007 14:45 Bretar krefjast endurgreiðslu Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Innlent 22.2.2007 19:10 Aðstoð við Byrgisfólk takmörkuð Móðir stúlku sem kært hefur Guðmund í Byrginu segir það hneyksli hversu hægt gangi að veita fyrrverandi vistmönnum þá aðstoð sem forsætisráðherra lofaði í síðustu viku. Innlent 22.2.2007 17:13 FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22.2.2007 17:15 Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 22.2.2007 12:01 Eldur í potti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Barónstíg um klukkan tvö í nótt, þar sem reyk lagði frá húsinu. Hann reyndist koma úr íbúð, þar sem húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél án þess að slökkva á henni. Hann sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu innanstokks af völdum reyks og sóts. Innlent 22.2.2007 07:15 Kæru frestað Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varð í gærkvöldi við þeirri bón Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra að fresta því að kæra Kópavogsbæ og verktakafyrirtækið Klæðningu fyrir náttúruspjöll í Heiðmörk. Kæran verður lögð fram eftir tæpa viku, ef viðunandi niðurstaða hefur ekki náðst fyrir þann tíma, en vilji borgarstjóra er að fara samningaleiðina. Innlent 22.2.2007 07:22 Barsmíðar í Smáralind Fimmtán ára stúlka kærði í gærkvöldi sautján ára stúlku og vinkonur hennar, fyrir að hafa ráðist á sig í Smáralindinni um klukkan sex í gærkvöldi. Farið var með stúlkuna á Slysadeild, enda var hún talsvert klóruð, en ekki alvarlega meidd. Lögregla mun í dag kanna hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar. Innlent 22.2.2007 07:11 Samfylking samþykkir lista í Reykjavík Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir með lófaklappi á fulltrúaráðsfundi flokksins í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson leiða Reykjavíkurkjördæmin, hún í suðri, hann í norðri. Meðal nýrra nafna á listanum eru Ragnheiður Gröndal söngkona, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri, Sólveig Arnardóttir leikkona og Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Innlent 22.2.2007 07:08 Betri lífslíkur hjá fyrirburum Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar nær aldrei fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu. Innlent 21.2.2007 19:15 Lykilorð bloggara birt á síðum þeirra Lykilorð sumra bloggara á mbl.is voru birt í skamma stund á bloggsíðum þeirra nú í morgun. Um mikil mistök er að ræða því þeir sem sáu lykilorðin hefðu getað skrifað þau niður, farið inn á bloggsíðu viðkomandi og breytt henni. Innlent 21.2.2007 11:22 Stóri nammidagurinn er í dag Í dag er öskudagur, stærsti nammidagur ársins og börn um allt land klæðast skrautlegum búningum og ganga hús úr húsi til að kría út gotterí. Börnin fara gjarnan um í stórum hópum og taka lagið til þess að þakka fyrir sig. Fyrr á árum var það siður að krakkar hengdu öskupoka aftan í fólk, en minna er um slíkt í dag. Innlent 21.2.2007 10:36 Umhverfisverndarsinnar skemmdu vélar Ístaks Breskur hópur umhverfisverndarsinna tók sig til í fyrstu viku janúar og framdi skemmdarverk á vélum í eigu Ístaks. Vélarnar, tvær gröfur og krani, voru við álver Alcan í Straumsvík. Einnig máluðu þær slagorð á vinnuskúra. Hópurinn, sem kallar sig ELF, segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hann ætlaði sér að skemma eigur Alcan í þessari ferð sinni. Innlent 21.2.2007 08:13 Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára. Viðskipti innlent 21.2.2007 08:57 Steinveggur hrundi á konu Kona á fimmtugsaldri varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í gær, að liggja slösuð og hjálparlaus undir hrundum steinvegg í fjórar klukkustundir áður en henni barst hjálp. Innlent 21.2.2007 07:13 Á annan tug dælt úr Muuga Vinnuflokkur frá Olíudreifingu dvaldi um borð í flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað við Reykjanes í nótt og hélt áfram að dæla olíumenguðum sjó úr lestum skipsins upp í plastkör. Þyrla mun svo sækja kerin út í skipið. Á annan tug tonna hefur nú þegar verið dælt úr lestinni. Innlent 21.2.2007 07:10 Tekinn með fjögur kíló af kókaíni Karlmaður um fertugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á smygli á fjórum kílóum af Kókaíni til landsins í nóvember síðastliðnum. Að sögn Ríkisútvarpsins var efnið falið í bíl, sem maðurinn flutti til landsins, en leysti ekki úr tolli fyrr en í þessum mánuði, og var hann þá handtekinn. Tveir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Þetta mun vera stærsta kókaínsending sem tollverðir hafa fundið til þessa. Innlent 21.2.2007 08:02 Varað við óveðri við Vík í Mýrdal Vegagerðin varar við óveðri við Vík í Mýrdal. Á Austfjörðum er víðast snjóþekja, hálka og skafrenningur á heiðum. Mokstur er hafinn á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Hálkublettir eru á Noðrurlandi, hálka á heiðum á Vestjörðum og það er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Innlent 21.2.2007 08:11 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 334 ›
Hass í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hafði í nótt afskipti af manni og konu, þar sem þau voru í Hörgárdal á leið til Akureyrar. Grunur vaknaði um að þau gætu verið með fíkniefni í fórum sínum og við leit í bifreiðinni fannst böggull, sem talinn er geyma rúm 700 grömm af hassi. Innlent 24.2.2007 17:48
Fækkar í grunnskólum -fjölgar í einkaskólum Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur grunnskólanemendum fækkað um 461 frá síðasta skólaári eða um 1,0%. Aftur á móti hefur nemendum í einkaskólum fjölgað um 100 frá fyrra ári, eða 21,2%. Gera má ráð fyrir að grunnskólanemendum haldi áfram að fækka því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi. Innlent 24.2.2007 17:42
Ingibjörg Sólrún vill stytta vinnutíma Konur í baráttuhug var rauði þráðurinn á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem hófst í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði þar að pólitíkin sé ennþá karlaheimur og hin pólitíska menning og leikreglur mótaðar af aldalöngu forræði karla. Innlent 24.2.2007 16:35
Vilja stækka í Straumsvík Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins í dag. Innlent 24.2.2007 16:08
Vel sótt í sjóð Orkuveitunnar Nýjum umhverfis- og orkurannsóknarsjóði hjá Orkuveitu Reykjavíkur bárust alls 95 umsóknir um styrki. Umsóknirnar eru samtals að upphæð um 450 milljónir króna og því ljóst að stjórnar sjóðsins bíður vandasamt verkefni, en stjórn Orkuveitunnar hefur lagt 100 milljónir króna til sjóðsins. Innlent 24.2.2007 12:11
Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum. Innlent 24.2.2007 11:55
Sviptur á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann á þrítugsaldri í ofsaakstri um klukkan hálf eitt í nótt á Hringbraut á móts við Bjarkargötu. Hann mældist á hundrað þrjátíu og þriggja kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum stað er 50 kílómetrar. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum. Innlent 24.2.2007 10:08
Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár. Viðskipti innlent 23.2.2007 23:33
FL Group með fullnýtta heimild í Glitni FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum. Viðskipti innlent 23.2.2007 16:40
Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. Viðskipti erlent 23.2.2007 14:45
Bretar krefjast endurgreiðslu Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Innlent 22.2.2007 19:10
Aðstoð við Byrgisfólk takmörkuð Móðir stúlku sem kært hefur Guðmund í Byrginu segir það hneyksli hversu hægt gangi að veita fyrrverandi vistmönnum þá aðstoð sem forsætisráðherra lofaði í síðustu viku. Innlent 22.2.2007 17:13
FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22.2.2007 17:15
Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 22.2.2007 12:01
Eldur í potti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Barónstíg um klukkan tvö í nótt, þar sem reyk lagði frá húsinu. Hann reyndist koma úr íbúð, þar sem húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél án þess að slökkva á henni. Hann sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu innanstokks af völdum reyks og sóts. Innlent 22.2.2007 07:15
Kæru frestað Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varð í gærkvöldi við þeirri bón Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra að fresta því að kæra Kópavogsbæ og verktakafyrirtækið Klæðningu fyrir náttúruspjöll í Heiðmörk. Kæran verður lögð fram eftir tæpa viku, ef viðunandi niðurstaða hefur ekki náðst fyrir þann tíma, en vilji borgarstjóra er að fara samningaleiðina. Innlent 22.2.2007 07:22
Barsmíðar í Smáralind Fimmtán ára stúlka kærði í gærkvöldi sautján ára stúlku og vinkonur hennar, fyrir að hafa ráðist á sig í Smáralindinni um klukkan sex í gærkvöldi. Farið var með stúlkuna á Slysadeild, enda var hún talsvert klóruð, en ekki alvarlega meidd. Lögregla mun í dag kanna hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar. Innlent 22.2.2007 07:11
Samfylking samþykkir lista í Reykjavík Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir með lófaklappi á fulltrúaráðsfundi flokksins í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson leiða Reykjavíkurkjördæmin, hún í suðri, hann í norðri. Meðal nýrra nafna á listanum eru Ragnheiður Gröndal söngkona, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri, Sólveig Arnardóttir leikkona og Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Innlent 22.2.2007 07:08
Betri lífslíkur hjá fyrirburum Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar nær aldrei fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu. Innlent 21.2.2007 19:15
Lykilorð bloggara birt á síðum þeirra Lykilorð sumra bloggara á mbl.is voru birt í skamma stund á bloggsíðum þeirra nú í morgun. Um mikil mistök er að ræða því þeir sem sáu lykilorðin hefðu getað skrifað þau niður, farið inn á bloggsíðu viðkomandi og breytt henni. Innlent 21.2.2007 11:22
Stóri nammidagurinn er í dag Í dag er öskudagur, stærsti nammidagur ársins og börn um allt land klæðast skrautlegum búningum og ganga hús úr húsi til að kría út gotterí. Börnin fara gjarnan um í stórum hópum og taka lagið til þess að þakka fyrir sig. Fyrr á árum var það siður að krakkar hengdu öskupoka aftan í fólk, en minna er um slíkt í dag. Innlent 21.2.2007 10:36
Umhverfisverndarsinnar skemmdu vélar Ístaks Breskur hópur umhverfisverndarsinna tók sig til í fyrstu viku janúar og framdi skemmdarverk á vélum í eigu Ístaks. Vélarnar, tvær gröfur og krani, voru við álver Alcan í Straumsvík. Einnig máluðu þær slagorð á vinnuskúra. Hópurinn, sem kallar sig ELF, segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hann ætlaði sér að skemma eigur Alcan í þessari ferð sinni. Innlent 21.2.2007 08:13
Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára. Viðskipti innlent 21.2.2007 08:57
Steinveggur hrundi á konu Kona á fimmtugsaldri varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í gær, að liggja slösuð og hjálparlaus undir hrundum steinvegg í fjórar klukkustundir áður en henni barst hjálp. Innlent 21.2.2007 07:13
Á annan tug dælt úr Muuga Vinnuflokkur frá Olíudreifingu dvaldi um borð í flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað við Reykjanes í nótt og hélt áfram að dæla olíumenguðum sjó úr lestum skipsins upp í plastkör. Þyrla mun svo sækja kerin út í skipið. Á annan tug tonna hefur nú þegar verið dælt úr lestinni. Innlent 21.2.2007 07:10
Tekinn með fjögur kíló af kókaíni Karlmaður um fertugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á smygli á fjórum kílóum af Kókaíni til landsins í nóvember síðastliðnum. Að sögn Ríkisútvarpsins var efnið falið í bíl, sem maðurinn flutti til landsins, en leysti ekki úr tolli fyrr en í þessum mánuði, og var hann þá handtekinn. Tveir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Þetta mun vera stærsta kókaínsending sem tollverðir hafa fundið til þessa. Innlent 21.2.2007 08:02
Varað við óveðri við Vík í Mýrdal Vegagerðin varar við óveðri við Vík í Mýrdal. Á Austfjörðum er víðast snjóþekja, hálka og skafrenningur á heiðum. Mokstur er hafinn á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Hálkublettir eru á Noðrurlandi, hálka á heiðum á Vestjörðum og það er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Innlent 21.2.2007 08:11