Innlent

Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum.

Allir bankarnir fá því hæstu einkunn fyrir langtímaskuldbindingar. Janframt þessu var horfum á fjárhagslegum styrk Landsbankans breytt úr neikvæðum í stöðugar.

Mat Moody´s á skammtímaskuldbindingum Landsbankans er óbreytt og fær bankinn enn hæstu einkunn í þeim efnum.

Íslensku bankarnir þrír eru í hópi þeirra norrænu banka sem fá hæsta lánshæfismat en þar fyrir neðan eru margir þekktir bankar á borð við Svenska Handeslbanken og Jyske Bank.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×