Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni. Innlent 14.4.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.4.2024 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Innlent 12.4.2024 10:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11.4.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa í dag og ráðherrar komu sér fyrir í nýjum ráðuneytum. Á Alþingi sköpuðust heitar umræður um yfirlýsingu forsætisráðherra og mótmælandi var fjarlægður af þingpöllum. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þingmenn í beinni útsendingu. Innlent 10.4.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan. Innlent 9.4.2024 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert varð af þingfundi sem halda átti í dag með þrettán stjórnarfrumvörp á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Óljóst er hvort hægt verði að boða til þingfundar á morgun. Við heyrum í þingmönnum og ráðherrum um sérstaka stöðu í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.4.2024 18:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu. Innlent 7.4.2024 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag og halda þétt að sér spilunum. Við förum yfir það sem við vitum um stöðuna á viðræðunum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö á eftir, spyrjum fólk á förnum vegi út í stjórnmálaástandið og ræðum við Ingu Sæland og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu. Innlent 6.4.2024 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til embættis forseta Íslands í dag. Framboð Katrínar er sögulegt, aldrei áður hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram. Við förum yfir atburðarás dagsins í kvöldfréttum, ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson nýjan formann Vinstri grænna og Heimir Már kryfur þá fordæmalausu stöðu sem komin er upp í pólitíkinni. Innlent 5.4.2024 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Innlent 4.4.2024 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni. Innlent 3.4.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í baráttunni. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í kosningabaráttunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðir við þingflokksformann Vinstri Grænna í beinni. Innlent 2.4.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. Innlent 1.4.2024 18:22 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. Innlent 31.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum. Innlent 29.3.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Innlent 27.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Lögreglufulltrúi segist ekki muna eftir viðlíka máli. Ránið var þaulskipulagt og þjófarnir voru aðeins um hálfa mínútu að athafna sig. Innlent 26.3.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa og fulltrúi ráðsins segir atkvæðagreiðsluna sögulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mætir Þórdís Ingadóttir prófessor og sérfræðingur í alþjóðarétti í myndver og fer yfir þýðingu þess. Innlent 25.3.2024 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa skotið fleiri en 130 til bana í tónleikahöll í Moskvu voru í dag yfirheyrðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Leitarstarf stendur enn yfir í tónleikahöllinni og þjóðarsorg ríkir í Rússlandi. Innlent 24.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun. Innlent 23.3.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Innlent 22.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. Innlent 20.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fáir voru á ferli í Grindavík í dag þegar bærinn var opnaður á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, ræðum við jarðeðlisfræðing og þá sem fóru í bæinn auk þess sem við kíkjum á vinnu við varnargarða. Innlent 19.3.2024 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Óttast er að barmur hrauntjarnar gæti brostið og hraun flætt hratt yfir veginn. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.3.2024 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi en hraun rennur þó áfram í átt til sjávar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna við gosstöðvarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.3.2024 18:23 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk kona lýsir dvöl sinni á sjúkrahúsi í Búlgaríu sem algjöru helvíti. Bati hennar er kraftaverki líkastur en um tíma leit út fyrir að hún myndi missa bæði hendur og fætur vegna alvarlegrar sýkingar. Við heyrum sögu Láru Bjarkar Sigrúnardóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.3.2024 18:06 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 62 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni. Innlent 14.4.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.4.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Innlent 12.4.2024 10:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11.4.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa í dag og ráðherrar komu sér fyrir í nýjum ráðuneytum. Á Alþingi sköpuðust heitar umræður um yfirlýsingu forsætisráðherra og mótmælandi var fjarlægður af þingpöllum. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þingmenn í beinni útsendingu. Innlent 10.4.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan. Innlent 9.4.2024 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert varð af þingfundi sem halda átti í dag með þrettán stjórnarfrumvörp á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Óljóst er hvort hægt verði að boða til þingfundar á morgun. Við heyrum í þingmönnum og ráðherrum um sérstaka stöðu í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.4.2024 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu. Innlent 7.4.2024 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag og halda þétt að sér spilunum. Við förum yfir það sem við vitum um stöðuna á viðræðunum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö á eftir, spyrjum fólk á förnum vegi út í stjórnmálaástandið og ræðum við Ingu Sæland og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu. Innlent 6.4.2024 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til embættis forseta Íslands í dag. Framboð Katrínar er sögulegt, aldrei áður hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram. Við förum yfir atburðarás dagsins í kvöldfréttum, ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson nýjan formann Vinstri grænna og Heimir Már kryfur þá fordæmalausu stöðu sem komin er upp í pólitíkinni. Innlent 5.4.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Innlent 4.4.2024 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni. Innlent 3.4.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í baráttunni. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í kosningabaráttunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðir við þingflokksformann Vinstri Grænna í beinni. Innlent 2.4.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. Innlent 1.4.2024 18:22
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. Innlent 31.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum. Innlent 29.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Innlent 27.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Lögreglufulltrúi segist ekki muna eftir viðlíka máli. Ránið var þaulskipulagt og þjófarnir voru aðeins um hálfa mínútu að athafna sig. Innlent 26.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa og fulltrúi ráðsins segir atkvæðagreiðsluna sögulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mætir Þórdís Ingadóttir prófessor og sérfræðingur í alþjóðarétti í myndver og fer yfir þýðingu þess. Innlent 25.3.2024 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa skotið fleiri en 130 til bana í tónleikahöll í Moskvu voru í dag yfirheyrðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Leitarstarf stendur enn yfir í tónleikahöllinni og þjóðarsorg ríkir í Rússlandi. Innlent 24.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun. Innlent 23.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Innlent 22.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. Innlent 20.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fáir voru á ferli í Grindavík í dag þegar bærinn var opnaður á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, ræðum við jarðeðlisfræðing og þá sem fóru í bæinn auk þess sem við kíkjum á vinnu við varnargarða. Innlent 19.3.2024 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Óttast er að barmur hrauntjarnar gæti brostið og hraun flætt hratt yfir veginn. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.3.2024 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi en hraun rennur þó áfram í átt til sjávar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna við gosstöðvarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.3.2024 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk kona lýsir dvöl sinni á sjúkrahúsi í Búlgaríu sem algjöru helvíti. Bati hennar er kraftaverki líkastur en um tíma leit út fyrir að hún myndi missa bæði hendur og fætur vegna alvarlegrar sýkingar. Við heyrum sögu Láru Bjarkar Sigrúnardóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.3.2024 18:06