Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2025 22:33 Sómi, sem er líklega elsti hestur landsins en hann er 36 vetra og ótrúlega brattur miðað við aldur. Hér er hann með eiganda sínum, Sigríði Ingibjörgu, sem vinnur við tamningar á bænum Margrétarhofi í Ásahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Sómi, tennurnar hans eru í góðu lagi og hófarnir líka en það fer engin á bak honum lengur. Hér erum við að tala um elsta núlifandi hest landsins því hann er þrjátíu og sex vetra og unir sér vel út í haga í Skógum undir Eyjafjöllum. Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira