Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld og rýma svæðið á miðnætti. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna í Geldingadal þar sem var örtröð í gær en öllu rólegra í dag, hvað gesti varðar en ekki veður. Stormur er á svæðinu og gönguleiðinni lokað.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Einn hefur játað á sig morðið í Rauðagerði en talið er að fleiri hafi verið að verki. Fjórtán manns eru með réttarstöðu sakbornings.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst hratt út hér á landi en rúmlega þrjátíu hafa greinst með það á fáeinum dögum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Frá og með miðnætti taka gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fyrir um ári. Almenn fjöldatakmörkun á mannamótum verður tíu manns og ólíkt aðgerðunum fyrir ári hafa þær nú einnig mikil áhrif á börn og ungmenni. Aftur verður byrjað að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Mjörg hundruð manns lögðu leið sína að eldgosinu í Geldingardal í dag eftir að svæðið hafi verið lokað almennri umferð í gær. Svo mikill var ágangurinn að umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Samfélagssmit er komið upp á landinu og hyggst sóttvarnalæknir leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands og á landamærum. Fjallað verður um smit helgarinnar og mikinn fjölda sem er kominn í sóttkví vegna þeirra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Lögregla hefur lokað svæði næst gossprungunni í Geldingadal þar sem fólk hætti sér of nálægt stóra gígnum. Nokkur þúsund manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og í nótt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Eldgosið í Geldingardal í Fagradalsfjalli er eitt það minnsta sem sögur fara af. Þó er ekki talið útilokað að gos verði annars staðar í sprungunni. Ítarlega verður fjallað um eldgosið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjáðu hádegisfréttir Stöðvar 2
Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi verða með aukafréttatíma í hádeginu í dag, þar sem fjallað verður um eldgosið í Geldingadal.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum greinum við frá því að morðvopnið í Rauðagerðismálinu er fundið. Rannsókn morðsins er mjög umfangsmikil og hefur áhrif á getu lögreglunnar til að rannsaka önnur mál.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu vendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn en í dag tóku nýjar sóttvarnareglur gildi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti annað hvort mótefni við kórónuveirunni eða bólusetningu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að þeir sem búa utan Schengen svæðisins geti ferðast til Íslands ef þeir hafa gild bólusetningar- eða mótefnavottorð.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Skjálftar og kórónuveiran eru enn í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður við sérfræðing frá Veðurstofu Íslands í beinni útsendingu um nýjustu vendingar á Reykjanesi, kvikusöfnun er enn í gangi og ný spenna safnast upp um leið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um stóra jarðskjálftann sem varð á Reykjanesi í dag. Rætt verður við íbúa sem mörgum er brugðið. Víða hrundu hlutir úr hillum eða færðust úr stað, við sýnum frá því.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum úrslitum í prófkjöri Pirata sem lauk í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Ragnar Þór Ingólfsson í beinni útsendingu sem var endurkjörinn formaður VR með miklum meirihluta. Ragnar hlaut 63 prósent atkvæða en þátttaka í formannskjörinu var sú mesta í sögu félagsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá ákvörðun sóttvarnalæknis um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna mögulegra aukaverkana. Við ræðum einnig við yfirlækni ónæmislækninga á Landspítalanum um málið sem og forstjóra Lyfjastofnunar Íslands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum heyrum við í náttúruvársérfræðingi sem segir eldgos á Reykjanesi líklegri með hverjum deginum sem líður en öflugir jarðskjálftar yfir suðvesturhorn landsins í dag og nótt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Mikill fjöldi fólks hefur farið í sýnatöku í dag og í gær vegna tveggja einstaklinga sem smituðust utan sóttkvíar um helgina. Þar á meðal starfsmenn Landspítala, tónleikagestir í Hörpu og íbúar í fjölbýlishúsi þar sem smitið átti sér stað.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Hópsmit breska afbrigðis kórónuveirunnar gæti verið í uppsiglingu hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Tugir eru í sóttkví eftir að tvö innanlandssmit greindust um helgina og deild á Landspítala lokað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó að skjálftarnir séu minni en áður. Tæplega 2000 skjálftar hafa mælst í dag, þar af þrettán yfir þremur og yfirleitt nokkrir saman í hviðum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Kaup á nýju varðskipi, skjálftahrinan á Reykjanesi, dómur yfir menntamálaráðherra og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna á Reykjanesi í viðtölum við helstu sérfræðinga, viðbragðsaðila og íbúa.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Eldgos gæti hafist á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða dögum. Klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag hófst óróapúls, sem mælist í aðdraganda eldgosa, á flestum jarðskjálftamælum. Fjallað verður ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst að sjálfsögðu áfram með skjálftahrinunni suður með sjó. Það er stöðugt óvissustig, ekki síst hjá fólkinu sem býr í nágrenninu, Grindavík, Vogum og öðrum bæjum á Suðurnesjum og sérfræðingar fylgjast grannt með.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um skjálftahrinuna sem ríður yfir landið. Meðal annars verður rætt við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing, og bæjarstjóra á Reykjanesinu um rýmingaráætlun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands um skjálftahrinuna á Reykjanesi. 1.600 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af fimm yfir fjórum af stærð.