Þá er fjallað um stöðu kórónuveirufaraldursins á Íslandi og hugsanleg næstu skref.
Einnig verður fjallað um niðurstöðu héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku. Málið á hendur lögreglumanninum var fellt niður og hefur fréttastofa málsgögn undir höndum sem sýna mikla áverka á hinum handtekna. Niðurstaða héraðssaksóknara verður kærð til Ríkissaksóknara að sögn lögmanns mannsins sem blöskrar niðurstaðan.
Þá verður rætt við eldfjallafræðing sem telur að eldgosið á Reykjanesskaga sé búið ða ná jafnvægi og að litla líkur séu á því að nýjar sprungur opnist á svæðinu.
Þetta og margt margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.