Lög og regla

Fréttamynd

Rýmt á Tálknafirði - Snjóflóð féll

Almannavarnarnefnd á Tálknafirði ákvað í kvöld að rýma tíu innstu íbúðarhúsin í bænum, neðan svonefnds Geitárhorns, eftir að Veðurstofa Íslands gaf út tilkynningu um hættustig vegna snjóflóðahættu.  Snjóflóð féll á svæðinu fyrr í kvöld en olli ekki tjóni á mönnum eða mannvirkjum.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ

Eldur varð laus í íbúðarhúsi að Krókabyggð 14 í Mosfellsbæ síðdegis og voru þrír slökkviliðsbílar sendir á staðinn. Mikill eldur logaði á efri hæð hússins, sem er tvílyft parhús, þegar slökkviliðið kom á staðinn en það hefur nú náð að ráða niðurlögum eldsins. Tveir drengir voru í húsinu þegar kviknaði í og voru þeir fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Áramótin í Reykjavík

Áramótin fóru vel fram í Reykjavík líkt og um síðustu áramót. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var talsverð ölvun á gamlárskvöld og mikið fólk á ferli. Eitthvað var um ryskingar en allt minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Áfallið sýnir styrk baklandsins

Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans.

Innlent
Fréttamynd

Átta augnslys eftir fikt

Augnslys á börnum koma upp á hverju ári. Í ár eru fjögur slysanna alvarleg en fjögur þar sem um minniháttar meiðsl er að ræða. Sérfræðingur í augnlækningum segir slysin gerast þegar drengir fikta með flugelda og reyna að búa til öflugari sprengjur.

Innlent
Fréttamynd

Rifrildi um ökugjald

Leigubílstjóri var bitinn í hálsinn af farþega í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Met í lögregluútköllum

Nýtt met var slegið á aðfangadag jóla í tilkynningum til lögreglu um ölvun, hemiliserjur og almenn leiðindi. Geirjón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að þetta sé því miður alþekkt fyrirbæri á aðfangadag þótt nú hafi verið slegið nýtt met. Það kom lögreglu á óvart hve útköllin voru mörg. Geirjón segist ekki geta sagt til um hvað valdi.

Innlent
Fréttamynd

Hleypti af haglabyssu í heimahúsi

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta.

Innlent
Fréttamynd

Úðaði maze-úða í andlit manns

Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk neyðarsveit til Tælands?

Til stendur að Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fari til hamfarasvæðanna í dag til að sækja Svía. Lið lækna, hjúkrunarfræðinga og bjögunarsveitarmanna er ferðbúið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra bauð sænskum stjórnvöldum aðstoðina og er beðið svara þaðan.

Innlent
Fréttamynd

Skýt enn upp flugeldum

Á hverju ári verða slys vegna flugelda. Þorsteinn Haraldsson fékk brot frá flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára og hefur ekki haft sjón á því síðan.

Innlent
Fréttamynd

Endurskin til útivistarfólks

Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu.

Innlent
Fréttamynd

Álagning á flugelda misjöfn

Verð á flugeldum er mjög mismunandi eftir því í hvaða tilgangi þeir eru seldir. "Við höfum ekki verið í samkeppni um ódýra flugelda," segir Ævar Aðalsteinsson hjá Hjálparsveit Skáta í Reykjavík. Hann treystir sér ekki til að gefa upp nákvæmar álagningatölur hjá björgunarsveitunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alvarlega slösuðum fækkar mest

Banaslysum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna umferð síðustu tuttugu ár. 23 hafa látist í umferðinni það sem af er árinu, jafnmargir og í fyrra. Mestur árangur er að fækka þeim slasast alvarlega en þeir voru 419 fyrir tuttugu árum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn gefa ekkert upp

Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rökstuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna smygls á fólki

Karl og kona, bæði ættuð frá Eþíópíu, og Eþíópíumaður sem var fylgdarmaður þeirra með fullgilt sænskt vegabréf, voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhand vegna gruns um að fylgdarmaðurinn hafi ætlað að smygla hinum tveimur til Bandaríkjanna. Þau voru bæði með sænsk vegabréf sem að öllum líkindum eru stolin eða fölsuð.

Innlent
Fréttamynd

Geymdi þýfið í kjallaranum

Brotist var inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi og þaðan stolið ýmsum raftækjum og skartgripum. Við nánari athugun lögreglu fannst þýfið falið í kjallara í stigagangi hússins og er talið að þjófurinn hafi ætlað að vitja þess síðar. Hann gerði það hins vegar ekki í nótt og er því ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Æ fleiri selja flugelda

Flugeldasala nær hámarki í dag en sölustaðir flugelda eru tæplega fimmtíu í ár. Sölustöðum hefur fjölgað um fimmtung frá því í fyrra og ber æ meira á því að einkafyrirtæki keppi við björgunarsveitir og íþróttafélög um hituna.

Innlent
Fréttamynd

Olía lak í höfnina á Patreksfirði

Mengunarvarnargirðing var sett upp umhverfis smábátahöfnina á Patreksfirði í fyrrakvöld eftir að í ljós kom að olía hafði lekið í höfnina. Óttast er að nokkuð hundruð lítrar af olíu hafi lent í höfninni að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Enn engar upplýsingar

Engar nýjar upplýsingar hafa borist lögreglunni í Kópavogi um brottnám níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Skattrannsókn á fjármálum Baugs

Skattayfirvöld þurfa að taka ákvörðun um endurálagningu skatta á Baug í síðasta lagi á morgun annars fyrnist hluti af málinu sem snýr að ríkisskattstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraflug vaxandi þáttur

Þrjú hundruð sjúkraflug hafa verið farin frá Akureyri það sem af er þessu ári. Í fyrra voru þau 271 en 188 árið áður.

Innlent
Fréttamynd

Vara við evrópskri svikamyllu

Samtök verslunar og þjónustu vara fyrirtæki við því að borga reikninga frá European City Guide (ECG) ef þau telja sig ekki hafa efnt til skuldarinnar. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir fimm til sex íslensk fyrirtæki hafa haft samband við SVÞ á skömmum tíma vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Rólegt hjá lögreglu

Mjög rólegt var yfir öllu skemmtanahaldi í gærkvöldi eftir óvenju mikinn eril hjá lögreglu víða um land í fyrrinótt vegna drykkjuláta fram eftir allri nóttu. Það virðist því vera að vinnuvikan hafi hjá mörgum hafist degi seinna en almanakið gerir ráð fyrir því ástandið í gærkvöldi og í nótt var líkara því sem gerist aðfararnætur mánudaga.

Innlent
Fréttamynd

Mikið af falsaðri merkjavöru

Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæði Gæslunnar varðveitt

Georg Lárusson, nýráðinn forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að varðveita sjálfstæði hennar og telur ekki koma til greina að fella hana undir embætti Ríkislögreglustjóra eins og raunin varð með Almannavarnir.

Innlent