Metár í fjölda fíkniefnabrota 30. desember 2004 00:01 Árið 2004 er metár í fjölda fíkniefnabrota og í magni harðra fíkniefna. Mun meira var tekið af amfetamíni og kókaíni í ár heldur en síðustu ár á undan. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað um rúm fimmtán prósent frá því á síðasta ári. Á árinu hafa verið tekin tæp sextán kíló af amfetamíni á móti þremur kílóum árið 2003 og rúmum sjö kílóum árið 2002. Aftur á móti var tekið um nítján kílóum minna af hassi á þessu ári heldur en árið á undan þegar tekin voru tæp 55 kíló. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir margt geta komið til sem gæti skýrt þessa aukningu. Neyslan gæti hafa aukist, innflutningur gæti hafa verið meiri, eftirlit lögreglu og tollayfirvalda gæti hafa verið öflugra eða hugsanlega einhverjar aðrar skýringar sem ekki er hægt að henda reiður á. Aldrei meira af hörðum efnum. "Við höfum aldrei náð viðlíka magni af hörðum fíkniefnum eins og á þessu ári, sérstaklega kókaíni," segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir fyrst og síðast liggja mikla vinnu að baki því að fleiri smyglarar náist. Þegar takist að rugla innflutningsferli þá fylgi gjarnan nokkur mál í kjölfarið. "Okkur gengur vel í ákveðinn tíma, svo endurskipuleggja menn sig og þá tekur tíma að átta sig á nýjum leiðum," segir Jóhann. Hann telur heildarneysluna ekki vera að aukast heldur sé hlutfallið á milli tegunda að breytast. Á Keflavíkurflugvelli náðust fimmtán kíló af hassi, fjögur kíló af kókaíni, eitt kíló af amfetamíni og fimm þúsund e-töflur. Í desember náðust hátt í tvö kíló af kóki og mætti kannski segja að líkur á hvítum jólum hafi minnkað. Eitt mál getur skekkt myndina Ásgeir segir ekkert hafa staðið upp úr þetta árið í fíkniefnaheiminum nema helst aukninguna á amfetamíni og kókaíni. Eitt stórt mál getur skekkt heildarmyndina. "Við tókum átta kíló af amfetamíni í einu í júlí. Ef við hefðum ekki náð þessari sendingu væri heildarmagn amfetamínsins fyrir árið átta kílóum minna en raunin er," segir Ásgeir. Í sama máli voru tekin þrjú kíló af amfetamíni til viðbótar þannig að alls náðust ellefu kíló af amfetamíni við rannsókn málsins sem ber höfuð og herðar yfir önnur mál á árinu hvað stærð varðar. Ef þetta mál hefði ekki komist upp hefðu verið tekin fimm kíló af amfetamíni á árinu sem samt væri líka aukning frá árinu á undan. Ekki meira flutt inn innvortis Lögregla náði meira magni af e-töflum í ár, eða rúmlega 7500 stykkjum, heldur en árið 2003, samt er það mun minna en árin þar á undan þegar tugir þúsunda e-taflna náðust. Ásgeir segist ekki geta sagt til um hvort það þýði að minna sé notað af e-töflum en áður. Engin leið sé að alhæfa um neyslu út frá því magni sem lögreglan nær. Hversu mikið náðist af amfetamíni og kókaíni segir Ásgeir sýna samt ákveðna þróun. Hann segir fíkniefni hafa verið flutt inn innvortis í gegnum tíðina og á því sé ekki nein sérstök breyting. Nýir neytendur bætast við Fíkniefnamál á árinu voru 1598 sem er rúmlega fimmtán prósentum meira en í fyrra. Fjöldi innflutningsbrota jókst um tæp níu prósent en lögregla og tollayfirvöld náðu að stöðva 162 innflutningstilraunir. Skýringin á aukningunni er helst vegna meiri áherslu á fíkniefnamál. Brot á fíkniefnalöggjöfinni sem tengjast neyslu og vörslu fíkniefna hefur aukist um tæp nítján prósent á milli ára sem hugsanlega bendir til meiri fíkniefnaneyslu. Alls voru 1124 teknir fyrir að neyta eða vera með fíkniefni í fórum sínum en voru 947 árið á undan. Neysla á skemmtistöðum algengari Ásgeir segir nýja neytendur alltaf bætast í hópinn. Ekki sé mikið fjallað um þann hóp neytenda sem hefur notað fíkniefni í mörg ár án þess að margir verði þess varir. Hann segir marga nota fíkniefni af og til, við sérstök tækifæri. Hvort sá hópur sé að stækka eða hvort fíkniefni séu orðin mikið stærri hluti af skemmtanamynstrinu sé hins vegar spurning. "Ég hef heyrt frá fólki sem segir neyslu fíkniefna á skemmtistöðum vera orðna mjög algenga. Þá sé meira notað af hörðum efnum en það gefur auga leið að erfiðara er að nota hass á almannafæri." segir Ásgeir. Bekkurinn alltaf fullur Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir ekki hægt að sjá út frá innlagnartölum hvort fjöldi neytenda sé í samræmi við magn fíkniefnanna sem lögreglan nær. Á Vogi og öðrum meðferðarstofnunum sé bekkurinn alltaf fullur það sé nánast sami fjöldi ár eftir ár. Hann segir ekki hægt að gera sér grein fyrir hvort aukning hafi verið fyrr enn eftir einn til tvo mánuði þegar búið er að gera upp árið. Þórarinn segir árið 2003 hafa verið það versta hingað til en þá var neysla hörðu efnanna, amfetamíns, kókaíns og e-taflna, í hámæli. Hvort að minna hafi verið neytt af þeim efnum í ár er ekki vitað en vonandi hefur það áhrif hversu miklu magni lögregla og tollur náðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Árið 2004 er metár í fjölda fíkniefnabrota og í magni harðra fíkniefna. Mun meira var tekið af amfetamíni og kókaíni í ár heldur en síðustu ár á undan. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað um rúm fimmtán prósent frá því á síðasta ári. Á árinu hafa verið tekin tæp sextán kíló af amfetamíni á móti þremur kílóum árið 2003 og rúmum sjö kílóum árið 2002. Aftur á móti var tekið um nítján kílóum minna af hassi á þessu ári heldur en árið á undan þegar tekin voru tæp 55 kíló. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir margt geta komið til sem gæti skýrt þessa aukningu. Neyslan gæti hafa aukist, innflutningur gæti hafa verið meiri, eftirlit lögreglu og tollayfirvalda gæti hafa verið öflugra eða hugsanlega einhverjar aðrar skýringar sem ekki er hægt að henda reiður á. Aldrei meira af hörðum efnum. "Við höfum aldrei náð viðlíka magni af hörðum fíkniefnum eins og á þessu ári, sérstaklega kókaíni," segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir fyrst og síðast liggja mikla vinnu að baki því að fleiri smyglarar náist. Þegar takist að rugla innflutningsferli þá fylgi gjarnan nokkur mál í kjölfarið. "Okkur gengur vel í ákveðinn tíma, svo endurskipuleggja menn sig og þá tekur tíma að átta sig á nýjum leiðum," segir Jóhann. Hann telur heildarneysluna ekki vera að aukast heldur sé hlutfallið á milli tegunda að breytast. Á Keflavíkurflugvelli náðust fimmtán kíló af hassi, fjögur kíló af kókaíni, eitt kíló af amfetamíni og fimm þúsund e-töflur. Í desember náðust hátt í tvö kíló af kóki og mætti kannski segja að líkur á hvítum jólum hafi minnkað. Eitt mál getur skekkt myndina Ásgeir segir ekkert hafa staðið upp úr þetta árið í fíkniefnaheiminum nema helst aukninguna á amfetamíni og kókaíni. Eitt stórt mál getur skekkt heildarmyndina. "Við tókum átta kíló af amfetamíni í einu í júlí. Ef við hefðum ekki náð þessari sendingu væri heildarmagn amfetamínsins fyrir árið átta kílóum minna en raunin er," segir Ásgeir. Í sama máli voru tekin þrjú kíló af amfetamíni til viðbótar þannig að alls náðust ellefu kíló af amfetamíni við rannsókn málsins sem ber höfuð og herðar yfir önnur mál á árinu hvað stærð varðar. Ef þetta mál hefði ekki komist upp hefðu verið tekin fimm kíló af amfetamíni á árinu sem samt væri líka aukning frá árinu á undan. Ekki meira flutt inn innvortis Lögregla náði meira magni af e-töflum í ár, eða rúmlega 7500 stykkjum, heldur en árið 2003, samt er það mun minna en árin þar á undan þegar tugir þúsunda e-taflna náðust. Ásgeir segist ekki geta sagt til um hvort það þýði að minna sé notað af e-töflum en áður. Engin leið sé að alhæfa um neyslu út frá því magni sem lögreglan nær. Hversu mikið náðist af amfetamíni og kókaíni segir Ásgeir sýna samt ákveðna þróun. Hann segir fíkniefni hafa verið flutt inn innvortis í gegnum tíðina og á því sé ekki nein sérstök breyting. Nýir neytendur bætast við Fíkniefnamál á árinu voru 1598 sem er rúmlega fimmtán prósentum meira en í fyrra. Fjöldi innflutningsbrota jókst um tæp níu prósent en lögregla og tollayfirvöld náðu að stöðva 162 innflutningstilraunir. Skýringin á aukningunni er helst vegna meiri áherslu á fíkniefnamál. Brot á fíkniefnalöggjöfinni sem tengjast neyslu og vörslu fíkniefna hefur aukist um tæp nítján prósent á milli ára sem hugsanlega bendir til meiri fíkniefnaneyslu. Alls voru 1124 teknir fyrir að neyta eða vera með fíkniefni í fórum sínum en voru 947 árið á undan. Neysla á skemmtistöðum algengari Ásgeir segir nýja neytendur alltaf bætast í hópinn. Ekki sé mikið fjallað um þann hóp neytenda sem hefur notað fíkniefni í mörg ár án þess að margir verði þess varir. Hann segir marga nota fíkniefni af og til, við sérstök tækifæri. Hvort sá hópur sé að stækka eða hvort fíkniefni séu orðin mikið stærri hluti af skemmtanamynstrinu sé hins vegar spurning. "Ég hef heyrt frá fólki sem segir neyslu fíkniefna á skemmtistöðum vera orðna mjög algenga. Þá sé meira notað af hörðum efnum en það gefur auga leið að erfiðara er að nota hass á almannafæri." segir Ásgeir. Bekkurinn alltaf fullur Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir ekki hægt að sjá út frá innlagnartölum hvort fjöldi neytenda sé í samræmi við magn fíkniefnanna sem lögreglan nær. Á Vogi og öðrum meðferðarstofnunum sé bekkurinn alltaf fullur það sé nánast sami fjöldi ár eftir ár. Hann segir ekki hægt að gera sér grein fyrir hvort aukning hafi verið fyrr enn eftir einn til tvo mánuði þegar búið er að gera upp árið. Þórarinn segir árið 2003 hafa verið það versta hingað til en þá var neysla hörðu efnanna, amfetamíns, kókaíns og e-taflna, í hámæli. Hvort að minna hafi verið neytt af þeim efnum í ár er ekki vitað en vonandi hefur það áhrif hversu miklu magni lögregla og tollur náðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent